Minnisvarðarnir misvel á sig komnir.

Allmargir risastórir minnisvarðar sem núlifandi Íslendingar hafa verið að reisa um sig sjálfa síðustu ár munu standa misvel á sig komnir þeirri spilaborg til háðungar sem nú er að hrynja. Ég játa það að ég gat aldrei skilið hvernig allar þessar risaverslanir gátu þotið upp á skömmum tíma.

Ég skoðaði Tónlistarhúsið í Þrándheimi tvívegis og hef einnig litið á tónlistarhúsið í Kaupmannahöfn. Tók myndir á eigin kostnað og ætlaði að fjalla um þetta í fréttum en það fórst fyrir. Get kannski gert það síðar.

Ólafshöllin í Þrándheimi kostaði brot af því sem tónlistarhöllin í Reykjavík á að kosta og samt ber íslenskum tónlistarmönnum, söngvurum og leikstjórum saman um að bestu skilyrði til flutnings hvers kyns tónlistar, líka óperuverka, sé að finna þar. Sambyggt hótel og verslun er þar en það þarf að leita að höllinni, - hún er ekki minnismerki í samkeppni við óperuhúsið í Sydney.

Þrándheimur og Þrændalög eru það byggðarlag í heiminum sem er líkast höfuðborgarsvæðinu að hnattstöðu, menningu, veðurfari og lífskjörum.

Ólafshöllin er það sem Hrafn Gunnlaugsson sagði að útvarpshúsið ætti að vera, verksmiðjuhús þar sem framleidd væri menning en ekki risavaxið minnismerki eins og til dæmis útvarpshúsið er. Samt fallegt og smekklegt hús sem ber arkitektunum fagurt vitni.

Ólafshölin tekur 1200 manns í sæti og í kjallaranum er salur sem tekur rúmlega 200 manns. Hvorugtveggja er þéttskipað fólki um hverja helgi. Í kjallara íslenska tónlistarhússins er 500 manna salur, sem þarf að keppa við nokkra aðra sali af svipaðri stærð. Margir hafa þegar efast um að þessi salur nýtist. 150 manns í litla salnum í Ólafshöllinni virkar þéttskipaðu og með þéttri stemningu,, það hef ég sjálfur reynt.

150 manns í 500 manna sal æpa á mann sem hálftómt hús með enga stemningu.

Tónlistarhöllin í Reykjavík á að keppa við tvær glæsilegar nýjar tónlistarhallir í Kaupmannahöfn og Osló. Hvernig verður sú samkeppnisstaða hér út við ysta haf?

Það má að vísu ekki gerast úr því sem komið er að tónlistarhúsið í Reykjavík standi árum saman ófullgert og óupphitað eins og Þjóðleikhúsið á sínum tíma. Þá myndi það stórskemmast eins og ÞJóðleikhúsið.


mbl.is Flestum starfsmönnum Bauhaus sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, flott skal það vera, þó við höfum ekki efni á því. Margar byggingarústir munu votta fyrir stórhug íslendinga í nánari framtíð.

Úrsúla Jünemann, 21.10.2008 kl. 22:06

2 identicon

Ég ók einmitt framhjá grunni tónlistarhússins fyrir nokkrum dögum og það fór hrollur um mig.
Mun þetta ekki standa svona okkur til háðungar næstu árin?

Berglind (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Minningar um horfna tíma...

Það er þó ekki allt búið enn. Íslendingar hafa hingað til ekki látið buga sig og við getum risið úr þessari öskustó eins og öðrum. Vonandi skrá sem flestir sig á www.nyjaisland.is og hjalpa til við að koma með hugmyndir að bjartri framtíð.

Villi Asgeirsson, 22.10.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband