25.10.2008 | 10:35
Inn á við og út á við.
Nú er runnið upp tímabil í sögu þjóðarinnar þar sem við fáum tilefni til að beina sjónum okkar inn á við að heilsu og velferð sjálfra okkar og út á við, að samskiptum við aðra, aðrar þjóðir og framkomu okkar gagnvart komandi kynslóðum. Hvernig sem allt veltur megum við ekki úthýsa birtunni úr sálum okkar eins og mér finnst rétt að orða það í texta, sem ég birti í bloggpistli mínum í gær.
Innstæður frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Allt gott kemur frá Guði. Það sagði hún amma mín."
Úpps!
Þorsteinn Briem, 25.10.2008 kl. 11:36
Margir eiga erfitt með að kyngja þessu áunna ástandi sem þjóðin íslenska hefur ratað í. Ég held að þá er fólkið finnur að réttlætinu hafi verið fullnægt - því náð af eigum þeirra sem verst fóru með okkur, allir bankareikningar og eigur kannaðar, þá held ég að þjóðin muni sættast, taka hönd um sama plóg og skapa úr rústunum lágreistari en betri framtíð. Framtíð þar sem manngildið og hinn óeigingjarni kærleiki fær ráðið för, þar sem hugsað sé til þess sem öllum sé fyrir bestu, ekki bara þeim fáeinu sem hafa fjárhagsleg ráð. Nú verði hugsað til þess sem eiginlega er einhvers virði: Manngildið, samhyggðin, siðferðið og landið.
Nú er þörf á því að við verðum hvert öðru til hjástoðar.
Baldur Gautur Baldursson, 25.10.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.