Fróðlegt að heyra útskýringar...

Fróðlegt verður að heyra útskýringar Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar á því að ganga ekki að tilboði Breta um flýtimeðferð við að koma Icesafe undir breska lögsögu. Þetta átti að kosta sem svaraði 40 milljörðum króna samkvæmt orðum Björgólfs Thors og að baki að liggja fimmfalt veð, það besta sem völ var á.

40 milljarðar eru miklir peningar en smápeningar miðað við það sem nú er verið að togast á um. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Nákvæmlega Ómar og ég held að það eigi eftir að koma á daginn að SÍ á stóran þátt í þeirri kreppu sem við erum nú lent í, það er mikil einföldun að ætla að kenna útrásarpésunum um allt sem miður hefur farið.

Kreppa Alkadóttir., 26.10.2008 kl. 19:10

2 identicon

Sammála
Fréttir í íslenskum fjölmiðlum eru takmarkaðar og fólkinu er haldið óvitandi um ástandið.
Fann þessa mynd í sænska viðskiptablaðinu e24 ( http://www.e24.se/ ) sem sýnir hve mikil verðmæti fara forgörðum.
Fjárfestar í nágrannalöndum okkar eru sæluvímu. Þeir fá allt klabbið á brunaútsölu.

Sjá:
Skynda Fynda! Island dumpar sina innehav!
http://www.e24.se/branscher/bankfinans/artikel_810287.e24?service=graphic

Fleira:
IMF lånar ut 2 miljarder dollar till Island
http://www.e24.se/samhallsekonomi/varlden/artikel_816279.e24

Islänningar demonstrerade för EU
http://www.svt.se/svt/jsp/Crosslink.jsp?d=22584&a=1290823&lid=puff_1290824&lpos=rubrik

Fréttamiðlar LTU
http://www.ltu.se/depts/lib/periodika/dagstidn.shtml

RagnarA (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 20:17

3 identicon

Sá þetta brot úr viðtalinu við Thorinn. Hvarflar ekki að mér að taka hans málflutning sem heilagasannleika þó vel geti verið að eitthvað megi finna athugavert við afgreiðslu SÍ. "Seðlabankinn vildi ekki lána okkur". Hversvegna komu þeir þá ekki sjálfir með aurinn? Það er vel hægt að flytja fé af reikningum þó þeir séu fyrir utan ströndina. Er þetta ekki sama upphæð og fékkst fyrir rússneska bjórverksmiðju fyrir eitthvað 10 árum?

Það er athyglisvert hvert fókusnum er beynt. Þú þekkir "prevention; avoidance; recovery. Nú er einblínt á síðasta þáttin. Verði allt málið rannsakað einhvern tímann (sem ég efast reyndar um) ætti að leggja áherslu á upphafið, þ.e. hvers vegna fengu þessir reikningar að verða til (á okkar ábyrgð) og (risa)vaxa, það er eins og sá þáttur sleppi við alla umræðu.

sigurvin (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvítþvottarbók stjórnvalda verður næsta sönnun fyrir samtryggingu þeirra sem helst þurfa rannsóknar við. Þetta held ég að sé nokkuð samdóma álit flestra sem búa við þokkalegt pólitískt heilsufar. Til að gera þá rannsókn sem nú á að setja í gang trúverðuga þarf rannsókninni að vera stýrt af erlendum yfirmönnum með reynslu.

Árni Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 23:08

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er rétt hjá þér Árni að við höfum, vegna ættar- og kunningjasamfélagsins  reynslu af innlendum kattarþvotti, þá á ég ekki síst við ríkisendurskoðun, sem heru verið fengin til að réttlæta og jafnvel hvítskrúbba verstu spillinargörðirnar.  Sem betur fer mun ríkisendurskoðun ekki koma nærri þessu.

Sigurður Þórðarson, 27.10.2008 kl. 06:32

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ómar... ertu tilbúinn að gambla með fjármuni okkar á þennan hátt... kannnski ,,, ef til vill. Ég held að í ljósi sögunnar ættir þú að taka því með fyrirvara sem útrásarmennirnri hafa um þessi mál að segja... lastu hvítþvottarviðtalið við Björgólf eldri.

Þessir 40 milljarðar hefðu allt eins getað horfið út um gluggann. Það gat enginn vitað þegar mönnum var gert að svara þessu með engum fyrirvara á engum tíma.

Vonandi kemur þetta fram við rannsókn mála í framtíðinni..

Jón Ingi Cæsarsson, 27.10.2008 kl. 11:09

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Að mínu mati merkilegast, ef að eitthvað er til í þessu,að hvergi er fjallað um þetta í fjölmiðlum í dag.

Er það tilviljun?

Baldvin Jónsson, 27.10.2008 kl. 12:10

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að bíða eftir útskýringum áður en hægt er að leggja endanlegan dóm á málið. Erfitt er að gera það nú hvað snertir endanleg örlög bankanna, því framundan kann að vera atburðarás á heimsvísu sem leiði í ljós eftir á, að öðruvísi hefði ekki getað farið hér á landi að mestu leyti.

Hitt er ljóst að hefði Icesafe verið orðinn að útibúi í Bretlandi fyrir neyðarlögin hefði hin harða milliríkjadeila og hættan á að við förum ekki vel út úr henni aldrei orðið að veruleika.

Ómar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband