Úlfurinn 1987 og 2008.

1987 varð mikil lækkun á hlutabréfum í Wall Street. Ég man að ég vann ásamt fleirum á fréttastofu Sjónvarpsins undir stjórn Yngva Hrafns Jónssonar við að senda út aukafréttatíma um kvöldið. Næstu daga á eftir rétti markaðurinn sig af og við vorum sakaðir um að hafa gert of mikið úr málinu og hrópað úlfur! Úlfur!

En nú á slíkt ekki við lengur. Úlfurinn er raunverulegur og fer um allan heiminn. Það er sérkennileg tilviljun að í upphafi síðustu aldar liðu 22 ár á milli þess að mikil lækkun varð á markaðnum, en J.P.Morgan tókst á undraverðan hátt með aðstoð annarra að koma í veg fyrir hrun.

Þetta fyllti menn kæruleysi, - úlfurinn sem talað var um 1907 virtist ekki raunverulegur. En 1929 var hagkerfið miklu stærra og flóknara og aðdragandinn alveg sá sami og nú, - sívaxandi verslun með verðmæti, sem höfðu að mestu verið á pappírnum.

Nú er fjármálakerfi heims miklu stærra og flóknara en 1987 og undirrótin auk þess undimálslán, afleiður, vogunarsjóðir og krosstengingar um allan heim. Kínverjar hafa fjármagnað gríðarlegan viðskiptahalla Bandaríkjanna og það hlaut að koma að því að þessi spilaborg hryndi, ekki aðeins á Íslandi heldur í fleiri löndum.

Það má búast við meiri tíðinum og mörgum þeirra ótrúlegum, bæði hér og um allan heim næstu vikur og mánuði.


mbl.is Hlutabréf falla áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heimsstyrjaldirnar tvær, Kóreustríðið, Víetnamstríðið og Íraksstríðið hafa kostað gríðarlegar fjárhæðir og einhvers staðar þurfti og þarf að taka peningana til að fjármagna allar þessar styrjaldir.

Þorsteinn Briem, 27.10.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Sammála Steini, var einmitt að hugsa það sama fyrir nokkrum dögum með Íraksstríðið.  Það þarf að koma böndum á allann þennann stríðsrekstur.  Fólk allsstaðar í heiminum verður að fara að öðlast einhverja veruleikaskynjun og sjá heiminn í heild í einhverju perspektívi.  Af hverju komumst við ekki í öryggisráðið ?  Af því þjóðir treystu okkur ekki eftir að skrifað undir innrásina í Írak á sínum tíma ?  Af því við höfum bara verið fagurgali og flottheit og stuðningur þar sem við getum grætt á öllu saman ?

Máni Ragnar Svansson, 27.10.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lánið sem Björgólfur Thor fullyrðir að hefði bjargað Landsbankanum, var jafn mikið og ein F16 orustuþota kostar.

Sumir segja að þessi ósköp hljóta að verða til þess að svona hlutir muni ekki gerast aftur, þ.e. á þessum hrikalega skala. En því var líka haldið fram að mannkynið myndi varla haga sér aftur í líkingu við það sem nasistar gerðu í seinni heimsstyrjöldinni. Annað hefur komið á daginn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Prescott Bush, the grandfather of President George W. Bush, served as a business partner of and U.S. banking operative for the financial architect of the Nazi war machine from 1926 until 1942, when Congress took aggressive action against Bush and his "enemy national" partners."

http://www.georgewalkerbush.net/bush-nazilinkconfirmed.htm

http://en.wikipedia.org/wiki/Prescott_Bush

Þorsteinn Briem, 28.10.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband