27.10.2008 | 23:42
Veskið oft á dag.
Það hefur verið sagt vera helsta lögmálið í kosningum að fólk kjósi eftir veskinu. Oft hefur það verið þannig í íslenskum stjórnmálum að mikilar sveiflur hafa verið í skoðanakönnunum en síðan hefur fylgið skilað sér í básana á kjördegi. Það verður afar fróðlegt að vita hvernig þetta verður núna.
Fundurinn í Iðnó og mótmælafundir og göngur undanfarnar vikur sýna að gríðarleg undiralda er í þjóðfélaginu sem getur endurspeglast í slíkum skoðanakönnunum, bæði í sveiflum á fylgi flokkanna og einnig í því að allt að helmingur kjósenda sýnir stjórnmálamönnum vantraust með því að vilja ekki gefa upp stuðning við neinn þeirra.
Líklegt er að stjórnmálamennirnir muni treysta á það sem kallað hefur verið gullfiskaminni kjósenda þannig að ekkert markvert muni breytast í næstu kosningum.
En þá er það bara spurningin hvort veskið geti truflað þetta fyrir þeim. Á hverjum einasta degi næstu árin munu kjósendur verða minntir á þá sem áttu að vera á vaktinni og við stjórnvölinn þegar hrunið byrjaði sem fólk mun finna á veskinu oftar en einu sinni á dag.
Sumir á þann hátt að ekkert sé í því. Ef veskið mun ekki ráða neinu nú og næstu árin mun það varla ráða neinu framar.
Og þá er þetta lögmál sé ekki eins algilt og af er látið.
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst hér er minnst á gullfiska held ég að Seðlabankinn ætti nú að selja um tveggja tonna gullforða sinn úr landi en hann var 3,7 milljarða króna virði um miðjan janúar síðastliðinn.
Þorsteinn Briem, 28.10.2008 kl. 00:14
Þetta fer svolítið eftir því HVENÆR næstu kosningar verða. Ef kosið verður fljótlega verða engir auðmenn til að styrkja stjórnmálaflokkana og því minna um auglýsingar og annað skrum sem fólk lætur gjarnan glepjast af.
En ef ekki verður kosið fyrr en eftir tæp þrjú ár gætu einhverjir verið nógu burðugir til að kaupa sér flokk og fylgið verður eftir því.
Það er ansi langt síðan stjórnmál á Íslandi hafa snúist um hugsjónir og ávallt farið illa fyrir flokkum sem hafa reynt að láta hugsjónir í forgrunn - eins og t.d. Íslandshreyfingunni þinni.
Því er nú andskotans ver og miður (excuse my French).
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.10.2008 kl. 01:06
Það er ekki vitleysan sem er hættuleg heldur viðbrögðin við henni. Afhverju lemur engin i borðið og segir sannleikan. Afhverju voru ráðamenn með hugmyndir um 1000 manna óeirðarlögreglu fyrir ári síðan? Vissi Björn Bjarnason hvað í vændum var?
Björn Heiðdal, 28.10.2008 kl. 03:21
Allir stjórnmálaflokkar færast nú undir smásjána og línur skýrast. Þjóðarlíkaminn fitnaði svo um miðjuna að hann fékk áfall af hreyfingarleysi. Miðjumálið má alveg vera minna, þannig að herðar og fætur styrkjast.
Ívar Pálsson, 28.10.2008 kl. 09:16
Eru íslendingar búnir að týna allri tilfynningu fyrir tungunni.
Orðið Fé með sinni tvöföldu þýðingu, stenur fyrir því sem
telja má grunndvallar reglu hagfræðinnar, í það minsta
hagnýtri hagfræði sem ekki er kend í háskólum. Reynið að
skapa verðmæti, við það veður krónan sterk, ekki í draum-
órum ferðamensku og mattador spili banka manna.
Leifur Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 09:42
Leifur.
Erlendir ferðamenn fluttu um 50 milljarða króna í beinhörðum erlendum gjaldeyri til landsins í fyrra, þrátt fyrir að krónan væri alltof hátt skráð, og nú streyma þeir til landsins.
Innlendir gamlingjar, eins og þú, sem kaupa stóra jeppa og flatmaga á útlendum sólarströndum til að soga þar í sig húðkrabbameinið, flytja hins vegar ómældan gjaldeyri úr landi. Þar liggur heimskan!
Og CCP á Grandagarði selur tölvuleikinn (Netleikinn) EVE Online til um 300 þúsund erlendra áskrifenda fyrir um 600 milljónir króna á mánuði, í beinhörðum erlendum gjaldeyri, sem nægir til að greiða laun og launatengd gjöld allra verkamanna í öllum þremur álverunum hér, sem eru þar að auki öll útlend.
Þorsteinn Briem, 28.10.2008 kl. 12:36
Passaðu bara að brimið brjóti ekki á þér upptiplingin. Ekki ertu sterkur í hagnýtri hagfræði.
Leifur Þorsteinsson, 28.10.2008 kl. 13:16
Leifur. Þín hagfræði gengur út á að flytja inn dýra jeppa og liggja á erlendum sólarstöndum, ásamt gömlum kerlingum frá Hornafirði.
Það vantar nú ekki að þið séuð að kaupa ferðir til Kanaríeyja til að flatmaga þar yfir jólin!
Þorsteinn Briem, 28.10.2008 kl. 14:03
Var það ekki hagnýt hagfræði hins frjálsa hægri manns sem kom heiminum í þessa kreppu? Má ég þá frekar hlusta á hagfræði Steina Briem
Pétur Kristinsson, 29.10.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.