ESB heldur Samfylkingu fastri.

Enn og aftur ruglar ESB stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Miðað við skoðankönnunina nú getur Samfylkingin ekki myndað stjórn sem hefur aðildarviðræður við ESB á dagskrá. Sjálfstæðisflokkurinn og VG hafa meirihluta atkvæða og þar með hefur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkinguna í ESB-gíslingu.

Nema að Samfylkingin gangi til samstarfs við VG án ákvæða í stjórnarsáttmála um ESB-viðræður.  


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að eitthvað er að gliðna í stjórnarsamstarfinu. Held samt að stjórnarsamstarfið hangi saman á meðan mál lána og banka eru að skýrast.  Skilaboð og fréttatilkynningar, svör ráðamanna við spurningum fréttamanna er orðinn farsi. Sennilegt að eitthvað springi fljótlega í samstarfinu. En hvað tekur þá við? Sama sullið og bullið? Hef ekki trúað mínum eigin eyrum við að heyra í Framsóknarmönnum á þingi og fréttum, þeir virðast enn eina ferðina vera byrjaðir að biðla til Sjálfstæðisflokksins. Púff.

æ, hver veit. En eitt veit ég: legg til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. 

Nína S (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband