Enginn mótleikur?

Eiga Sjálfstæðismenn möguleika á að láta bóka á ríkisstjórnarfundi að æðsti maður Fjármálaeftirlitsins starfaði aðeins í umboði Samfylkingarinnar? Eða að einhver annar forstöðumaður í ráðuneytum Samflylkingarinnar starfaði ekki í umboði Sjálfstæðisflokksins?

Svarið er líkast til: nei. Með því væru Sjálfstæðismenn að viðurkenna mistök við efnahagsstjórnunina og geta auðvitað ekki hugsað sér slíkt.

Samfylkingin leikur nú þann leik að firra sig ábyrgð á sem flestu sem úrskeiðis hefur farið hjá ríkisstjórninni til þess að beina þunga gagnrýninnar á Sjálfstæðisflokkinn og opna um leið til undirbúnings því að efna til samstarfs við VG eftir kosningar næsta vor.

Aðdragandi þeirra gæti orðið svipaður og 1956. Þá samþykkti Framsóknarflokkurinn á Alþingi ályktun um brottför hersins sem var þvert á stjórnarsáttmála flokksins og Sjálfstæðismanna.

Þetta jafngilti stjórnarslitum og kosningar í júní 1956 fylgdu í kjölfarið með vinstri stjórn í framhaldinu.

Athygli vakti í viðtali við Steingrím J. Sigfússon í Silfri Egils í dag að hann útilokaði ekki, að aðildarumsókn að ESB yrði skoðaður samtímis öðrum möguleikum til samstarfs við nágrannaríkin í efnahagsmálum. Hann fór í flæmingi undan spurningu um það hvort VG væri sósíaliskur flokkur.

Báðir vinstriflokkarnir eru greinilega að opna dyr til hvors annars þessa dagana í ljósi skoðanakannana sem benda til hugsanlegs meirihluta þessara tveggja flokka á þingi og fyrstu vinstri stjórnarinnar í 14 ár.


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Samfylkingin var ekki í stjórn þegar Davíð komst til valda í Seðlabankanum.  Þau hafa ítrekað viljað fá honum vikið til hliðar.  Geir hunsar vilja samstarfsflokksins.  Þetta er líkast til síðasta aðvörun áður en til stjórnarslita kemur.

Máni Ragnar Svansson, 2.11.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég held að Máni hafi rétt fyrir sér. 

Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 18:18

3 identicon

Það er ekki nóg að skipta um bankastjóra, fjármálaeftirlit og ríkisstjórn. Það þarf að sópa út úr öllum ráðuneytum, öllum dómstólum, skólum, heilbrigðisstofnunum, löggæslu og listinn heldur áfram og áfran. Og ég skal að rökstyðja það.

Það voru ekki bara topparnir sem brugðust, kerfið brást. Ástæðan fyrir því er sú að samtryggingin er svo mikil í kerfinu að það var engin von til annars.

Það hefur tíðkast svo lengi sem elstu menn muna að ráða fólk eftir tengslum inn í kerfið. Ekkert endilega þann hæfasta, heldur þann sem hefur réttu tengslin. Það er til skipurit í afar mörgum ríkisstofnunum sem segir hvernig fara skuli að við mannaráðningar. Ég meina skjalfest, á pappír! Þar er beinlínis sagt að það eigi að finna forsendur starfans þegar unnið er úr umsóknum til að tryggja að „réttur“ aðili fái starfið. Þetta er svona manjúall, hvernig á að ráða í störf. Þar er því lýst hvernig búa eigi til forsendur sem eru almennt orðaðar og geta átt við marga. Það er til að gefa gjörningnum lýðræðisblæ. Þessu er einna helst hægt að líkja við það að einstaklingur mæti, eftir auglýsingu, til þess að keppa í grindahlaupi. Hann undirbýr sig, keppir og kemst að því þegar hann kemur í mark að hann átti „óvart“ að keppa í baksundi. Því á skjalinu er því beinlínis lýst hvernig búa eigi til nýjar forsendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn til að tryggja að „réttur“ aðili fái starfið. Ég meina, djísús, þetta er alveg bjútífúl. En mikið rosalega er það siðlaust.

Þetta táknar það að í öllum lykilstöðum í öllum stofnunum ríkisins eru aðilar sem eru stjórnvöldum þóknanlegir. Og pæliði í því að það er ekki einu sinni hægt að vera viss um rétt sinn þegar maður fer í mál við einhvern. Í öllum dómarasætum sitja mennn sem voru ráðnir með þessari aðferð. Ég er ekki að segja að allir eða dómarar yfirleitt séu eitthvað vafasamir og séu ekki ágætis fólk upp til hópa, en þeir voru ráðnir með þessari aðferð og bara það eitt skapar efasemdir um þá. Og þetta er ástæða þess að það verður að sópa öllum út, alls staðar!

Ég meina, treystir einhver þessu kerfi? Eða þeim sem reka það?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:36

4 identicon

Ég trúi því ekki að Íslenska þjóðin ætli ekki að skifta alveg um gír í næstu kosningum. Að kjósa flokk sem tilheyrir fjórflokknum eftir allt sem undan er gengið mun vera ávísun á óbreytta pólitík sama hvort lumman heiti vinstri eða hægri stjórn.

Ef fólk vil sjá nýtt Ísland sem alþjóðasamfélagið hefur trú á þá verður að byrja á að skifta öllu út í stjórnkerfinu til þess þarf nýtt fólk inn á þing sem þorir og ætlar sér að ná árangri. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Baldvin Nielsen: Ég er sammála þér að líklega þarf að fara fram hressileg endurnýjun á Alþingi næst.

Þorsteinn Úlfar Björnsson: Það er einmitt vegna fólks eins og þér, sem að ekkert breytist. Þegar öfgarnar í málflutningi verða svona miklar eins og hjá ykkur öfga vinstri mönnum, þá hrekkur maður í kút og þótt maður vilji breytingar hefur maður á tilfinningunni að betra sé bara að kjósa gamla flokkinn sinn, því það sem þið hafið á prjónunum er meira í ætt við frönsku stjórnarbyltinguna.

Bjarni Gautason: Ég held nú að margir sjálfstæðismenn - og einnig margir fyrrverandi sem nú eru í hópi óákveðinna - hafi einmitt áttað sig á því sem þú ert að segja og séu því sammála.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 22:11

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það er eitthvert flört í gangi

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þorsteinn Úlfar hefur nokkuð til síns máls.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guðbjörn. Ég er búinn að lesa athugasemd Þorsteins Úlfars tvisvar og hvergi fundið stoð í athugasemdum þínum við hana. Hvar hefur mér yfirsést, eða er ég kannski svona öfga vinstri maður eins og hann?

Árni Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband