2.11.2008 | 22:31
Velkomin í hópinn, Þorgerður og Steingrímur.
Fyrir síðustu kosningar setti Íslandshreyfingin fram þá stefnu að þegar í stað yrði sett af stað vinna við að ganga frá samningsmarkmiðum Íslendinga og hafa umsókn um aðild að ESB klára, ef til þess kæmi að hún yrði á dagskrá. Þessi stefna jafngilti þá að vísu ekki að það ætti þá að sækja um aðild, - einungis það að vinna heimavinnuna sína svo að enginn tími tapaðist ef til þessa kæmi.
Þessi stefna var afflutt í fjölmiðlum en nú kemur í ljós að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og jafnvel Steingrímur Sigfússon aftaka ekki lengur að farið verði í þessa vinnu. Steingrímur vill að vísu frekar samstarf við Norðmenn en segist ekki útiloka að jafnframt athugun á henni verði aðrir kostir skoðaðir, þar með talin umsókn um aðild að ESB.
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver eru samningamarkmið Íslandshreyfingarinnar?
Tori, 2.11.2008 kl. 22:39
Ef það verða stjórnarslit og kosið upp á nýtt, ætlið þið að bjóða ykkur aftur?
Langbesti flokkurinn, þjóðin of dáleidd til að sjá það.
Það hefur komið alltaf skýrara í ljós meðal stjórnmálamanna, að það er ekki menntun eða reynsla sem segir til um hversu mikið maður kann að elska íslenska þjóð, menningu og náttúru.
Hlöðver Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 23:15
Aðalatriðið er að ganga til samninga um aðild Íslands að Evrópusambandinu og þjóðin staðfestir svo samninginn eða fellir eftir næstu Alþingiskosningar, því breyta þarf stjórnarskránni til að samningurinn geti tekið gildi hér.
Þorsteinn Briem, 2.11.2008 kl. 23:36
Hef aldrei skilið af hverju má ekki setja málið á dagskrá. Fólk vill frekar rífast um "ef og hefði" frekar en að ræða við ESB og leggja svo samninginn í hendur þjóðarinnar.
Við hvað eru menn hræddir? Ef í samningnum felst afsal á fiskimiðum og fullveldi er honum einfaldlega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sigurður Haukur Gíslason, 3.11.2008 kl. 00:30
"Fullveldi felur í sér einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks t.d. þjóð eða ættbálki. Yfirleitt fer ríkisstjórn með fullveldið, einhver álíka stofnun eða jafnvel einstaklingur allt eftir stjórnarfari.
Ríki geta haft fullveldi án þess að vera sjálfstæð. Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku en varð ekki sjálfstætt land fyrr en 17. júní 1944. Útskýringin er að Íslendingar hlutu fullveldi nema hvað Íslendingar viðurkenndu danska konunginn sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana."
Þorsteinn Briem, 3.11.2008 kl. 00:39
Svo virðist sem töluvert stór hluti þjóðarinnar haldi að ekki megi ræða aðildarviðræður við ESB innan Sjálfstæðisflokksins. Margir elska að hata flokkinn og hér er eitt ókeypis ráð til þeirra:
Kynnið ykkur hvað óvinurinn er að hugsa, þá hafið þið meiri möguleika í baráttunni við hann.
Björn Bjarnason skrifar fínan pistil um viðtalið við Þorgerði Katrínu í Mannamáli. Hann segir m.a.
"Hún áréttaði á skýran hátt í samtalinu við Sigmund Erni, að skoðun hennar væri í fullu samræmi við Evrópustefnu flokksins, sem mótuð var á síðasta landsfundi hans, að afstaða til ESB ætti að byggjast á mati á hagsmunum þjóðarinnar. Hún taldi, að þeir atburðir, sem nú hefðu gerst, krefðust nýs hagsmunamats. Þetta er skynsamleg afstaða og stangast á við óðagot og uppnám þeirra, sem láta eins og unnt sé að smella Evrópufingri og leysa allan okkar vanda.
Að leggja meiri merkingu í þessi orð Þorgerðar Katrínar en það, sem hún sagði, ber vott um skoðun álitsgjafanna en ekki hennar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt mótað utanríkisstefnu sína á köldu mati á þjóðarhagsmunum en ekki óskhyggju".
Pistill Björns er HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 02:14
Gunnar. Það er ekki hagsmunamat Sjálfstæðisflokksins, sem á að ráða því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið, heldur vilji meirihlutans í þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkan samning. Það er kallað lýðræði.
En til að samningurinn geti tekið gildi hér þarf Alþingi að breyta stjórnarskránni og staðfesta breytingarnar eftir Alþingiskosningar.
Fjöldinn allur af Sjálfstæðismönnum vill að við Íslendingar hefjum á þessu kjörtímabili viðræður um aðild að Evrópusambandinu en Bíbí og fleiri Sjálfstæðismenn vilja hins vegar að við tökum bara upp evruna, sem gengur ekki.
Þorsteinn Briem, 3.11.2008 kl. 02:59
Ætlarðu þá að eiga samstarf við VG, eða munuð þið bjóða aftur fram?
Oddur Ólafsson, 3.11.2008 kl. 09:10
Höfuðástæða Íslendinga með ESB aðild er að fá annan gjaldmiðil, Evru í stað krónu.
Íslendingar fullnægja ekki frumskilyrðum myntbandalagsins sem Evrópski Seðlabankinn gerir og ólíklegt þætti mér að mýflugufjármagnskerfi Íslands sem er núna má segja sé nánast mýfluguskítur yrði undanþegið. Þessi skilyrði eru að hámarks skuldir þjóðfélagsins séu innan við 60% av vergri þjóðarframleiðslu, að hámarks halli á ríkissjóði er innan við 3% af vergri þjóðarframleiðslu. Við lok ársins 2009 spáir Forsætisráðherra að skuldir Íslanska ríkissins verði um 100% av vergri þjóðarframleiðslu. Því miður stefnir fjárlagahallinn 2009 á milli 130-140 miljarða og gæti þess vegna orðið miklu hærri.
Það er talað um það að Evru getum við valið en ég leyfi mér að efast um það. Það er alla vega ekki hægt að skýla sér á bak við aðildarviðræður þegar taka þarf á þessum risavöxnu og sársaukafulla ferli að skera niður ríkisútgjöldin. 2010, 2011 og 2012 verða ekkert betri auk þess þarf þá að greiða niður erlend lán.
Það þýðir ekkert Breta-bull, eða Davíð Oddsonsskjaftæði. Núna þarf að koma sér að verki og það skiptir ekki einu sinni máli hver er í brúnni stefnan er mörkuð.
Gunn (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 10:57
Steini, skelfing er þetta vitlaus athugasemd hjá þér. Hagsmunamat Sjálfstæðisflokksins er forsenda stefnu flokksins í Evrópumálum. Svo er það kjósenda að ákveða hvort þeir eru sammála. Fullkomið lýðræði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 11:53
Gunnar. Þetta skrifaði ég hér að ofan:
"Það er ekki hagsmunamat Sjálfstæðisflokksins, sem á að ráða því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið, heldur vilji meirihlutans í þjóðaratkvæðagreiðslu um slíkan samning. Það er kallað lýðræði."
Meirihluta Íslendinga kemur því ekkert við hvað meirihluti Sjálfstæðismanna vill í þessum efnum. Lýðræði er vilji meirihluta þjóðarinnar en ekki meirihluta Sjálfstæðismanna.
Fulltrúalýðræðið getur ekki ráðið því hvort Ísland gengur í Evrópusambandið, því beint lýðræði, vilji meirihlutans í þjóðaratkvæðagreiðslu, ræður því hvort samningurinn yrði staðfestur eða felldur.
Þorsteinn Briem, 3.11.2008 kl. 13:14
Ef rannskóknar- og undirbúningsnefnd að aðild Íslands að Evópubandalaginu verður raunveruleiki og í kjölfar þeirrar vinnu verði ákveðið að leita eftir samþykki annara landa EB hvort Ísland eigi með eður ei, VERÐUR að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla. Bein þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Ekki bara um stjórnarskrárbreytingu, heldur um málið sjálft.
Ath. Að svo til ógerlegt er að draga sig úr bandalaginu, þá land er komið inn. Ef t.d. eitthvert landið er ósammála hernaðaríhlutun einhvers á vegum bandalangsins, og vill því draga sig út, þá er það svo til ógerlegt. Bara vildi nefna þetta!
Hættum að kalla þetta ESB. Þetta kallast með réttu Evrópubandalag (EB) ekki Evrópusamband (ESB).
Baldur Gautur Baldursson, 3.11.2008 kl. 14:21
Baldur Gautur. Evrópusambandið er samband sjálfstæðra ríkja með eigin þing og þjóðhöfðingja og að sjálfsögðu geta þau sagt sig úr sambandinu ef þeim sýnist svo. Grænland er ekki sjálfstætt ríki en sagði sig samt úr Efnahagsbandalagi Evrópu á sínum tíma.
Og Færeyjar eru hvorki sjálfstætt ríki né í Evrópusambandinu en bæði Grænland og Færeyjar hafa fengið mikinn fjárstuðning frá Danmörku. Þannig eru stórir hlutar danska konungsríkisins ekki í Evrópusambandinu.
"Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 og yfirgaf Efnahagsbandalag Evrópu árið 1985 í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Evrópusambandið (stytt ESB eða ES) er yfirþjóðleg stjórnmálaleg og efnahagsleg samtök 27 Evrópuríkja með höfuðstöðvar í Brussel. Sambandið var stofnað í núverandi mynd með undirritun Maastrichtsamningsins þann 7. febrúar 1992 þar sem byggt var á Evrópubandalaginu."
Þorsteinn Briem, 3.11.2008 kl. 15:02
Góður Steini! ESB var það heillin
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 16:36
Ætli við verðum ekki að kalla það EU eftir inngöngu? Tilskipun frá Brussel
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 16:37
Gunnar. Við gætum að sjálfsögðu haldið áfram að tala hér um Evrópusambandið og evruna. Hins vegar yrði að standa Euro á "okkar" evrumynt en eitthvað séríslenskt má vera á henni og ég legg til að það verði vangamynd af Davíð Oddssyni.
Þorsteinn Briem, 3.11.2008 kl. 18:30
Ég held að best væri að nefnd með fulltrúum allra flokka og sérfræðingum færi í það að skilgreina samningsmarkmiðin. Það væri búið að gera það ef það væri einfalt mál en svo er ekki. Stóru stjórnmálaflokkarnir með fullar hendur fjár hafa ekki unnið þessa vinnu og fjárvana Íslandshreyfing á lítið betra með það.
Mesta hættan er sú að við missum eignarhald yfir auðlindum lands og sjávar í erlendar tröllahendur. Sú hætta er raunar fyrir hendi hvort sem við erum innan eða utan ESB.
Það eitt að vera búin að ráðstafa allri orku landsins fyrir smánarverð til álrisa og sitja síðan uppi með kólnandi jarðvarmaorkusvæði eftir hálfa öld jafngildir því að hafa misst orkulindirnar frá okkur.
Ómar Ragnarsson, 3.11.2008 kl. 20:36
Davíð..hmmm... hvort verður myndin "Head" eða "tail"?
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.