Staða krónunnar var ógnun við fullveldið.

Það er rétt hjá Pétri Blöndal að nú þarf að velta við hverjum steini til að sjá hvað gerðist raunverulega hjá þeim sem blésu upp þá blöðru, sem varð tíu sinnum stærri en Ísland og sprakk með hvelli. Hverjir skulduðu hvar og hve mikið? Hvernig voru fjármunir færðir til?

Hitt blasir við að alltof hátt gengi krónunnar var ógnun við fullveldi þjóðarinnar, - ógn sem er orðin að ísköldum veruleika. Þessi staða skóp krónubréfin sem voru stærsti hluti þessarar ógnar og skóp líka innkaupaæði og skuldafíkn sem gerði íslenskt þjóðarbú hið skuldsettasta í heimi þót þær skuldir allar væru þó aðeins lítill hluti skuldanna sem fáir menn bjuggu til af "tærri snilld" erlendis.

"What goes up must come down." Það sem fer upp í loft mun koma niður aftur. Það hlaut að gerast með krónuna en það er grafalvarlegt mál ef einhverjir hafa gert það mikla og óumflýjanlega fall að hreinu hrapi og hroðalegri brotlendingu.


mbl.is Árás á fullveldi þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að heyra frá kafbátnum Pétri Blöndal, sem fyrir nokkrum dögum lagði til að við seldum og leigðum orkulindir og virkjanir hér til útlendinga til að mæta sukkinu. Maðurinn sem uppgötvaði Bjarna Ármanns og stóð í fremstu víglínu einkavinavæðingar bankanna..og svo má lengi lengi telja.

Lýðskrumið verður varla massívara.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2008 kl. 18:40

2 identicon

Engum vafa er undirorpið að bankarnir áttu sinn þátt í tilræðinu gegn krónunni. En að gera slíkt tilræði að gjaldmiðlinum sýnir hversu veikur hann er - og hefur alla tíð verið. Burt með þessa ólukkans mynt!

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:00

3 identicon

Pétur Blöndal hóf sinn feril með 4 fræðsluþáttum í Sjónvarpinu um hvernig ætti fara framhjá lögum um okur, sem þá voru í gildi, með því að nota þriðja aðila sem lepp í viðskiptum. Pétur var á sama tíma nýbyrjaður að reka lítið fyrirtæki sem hét Kaupþing.

Á sama tíma var handtekið skrák grei sem hafði lánað peninga á hærri vöxtum en leyft var en kunni ekki að fara í rkingum lögin eins og Pétur. - Þetta litla fyrirtæki Péturs varð hinsvegar feikna vinsælt enda kunni það að fara í kringum lög og var ófeimið að kynna það - allt til að græða pening. Pétur seldi svo Kaupþing og auðgaðist vel. Það er von að hann hneykslist í dag á „vondum“ kapitlaistum sem fara í kringum lög til að græða pening - Hver skyldi hafa gefið tóninn?

Gunnar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband