14.11.2008 | 23:29
Skondin staða ?
Skondin staða er uppi á auglýsingamarkaði hjá ljósvakamiðlum. Samkvæmt áliti Samkeppniseftirlitsins brýtur RUV gegn samkeppnislögum með veru sinni á markaðnum og eftirlitið tekur aðeins tillit til ríkjandi ástands á honum.
Ef RUV hverfur alveg af markaðnum nær hins vegar aðal eigandi frjálsu ljósvakamiðlanna slíkri stöðu á markaðnum að Samkeppniseftirlitið myndi líklega telja það brot á samkeppnislögum.
Um slíkt ástand getur eftirlitið hins vegar ekki dæmt fyrr en það er komið upp og gerir það því ekki fyrirfram . Skondin staða þetta?
RÚV ekki brotið gegn samkeppnislögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er skondin staða komin upp í íslenskum fréttaflutningi. Kona sem kaupir íbúð á 15 milljónir með 80% láni tekst með harðfylgi að borga niður skuldir þannig að eignarhluti hennar er 50% af íbúðarverðinu. Það þýðir að hún skuldi 7,5 milljónir króna. Þá kemur fréttaflutningurinn og segir stórskuldug kona á lágmarkslaunum mun í besta falli verða gjaldþrota af fjárfestingu sinni með hliðsjón af þeim ömulegu lágu launum sem hún fær á mánuði. Minn sjónarhóll er að hún hafi aukið eignir sínar og einungis bjart framundan. Það er með ólíkindum að hægt sé að gefa sér í tölum og krónum hvaða birðar þjóðin þurfi að axla vegna Ice-save reikninganna þegar ekki er vitað hver eignarstaðan er sem kemur upp á móti skuldum. Og hvaða birðir þarf íslensk þjóð að axla vegna Landsbankans ef eignir hans reynast skuldum meiri????Þá kemur að dæmisögunni hér á ofan er gjaldþrot eða er bjart framundan og hvernig voga íslenskir fjölmiðlar sér að matreiða aðra eins vitleysu ofan í fólk að öðru eins ábyrgðarleysi eins gert hefur verið að undanförnu. Betra er að segja minna en að tala yfir sig.
Nú hrópa margir atvinnurekendur evra,evra. Skerðing á íslenskum launum á síðastu tólf mánuðum er það rosaleg að fólk frá láglaunalöndum fylkist á burt sem óðast.
Í Danmörku sem dæmi hefur fiskvinnslukona fyrir dagvinnunna á mánuði 519 þúsund krónur íslenskar. Hvernig ætla íslenskir atvinnurekendur að fóðra þennan tekjumun þegar allir fá greitt hér í evrum?? Er ekki komin tími til að hugsa?
Baldvin Nielsen Reyjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:43
Hvernig á einkafyrirtæki að geta keppt við fyrirtæki sem fær 3000 milljónir að gjöf einu sinni að ári frá ríkinu ? skilaboð til Páls(ef hann les þetta), reyndu nú að koma því inní hausinn á þér Páll Magnússon að bara við það að birta eina auglýsingu og fá tekjur af henni, þó það væri ekki nema 1000 krónur, ertu að brjóta samkeppnislög þar sem þetta bákn sem þú stjórnar fær 3 milljarða úr að moða á hverju ári. Ef það dugar ekki, lækkaðu þá við þig launin, skerðu niður deildir eða segðu af þér punktur
Sævar Einarsson, 15.11.2008 kl. 09:49
RIkisútvarpið SJónvarp nær til allra landsmanna haldið þið að auglysendur vilji auglysa eingöngu í læstum miðlum eða þeim sem að ekki ná til allra það þýðir til dæmis lítið að auglýsa skítadreifara til sölu í miðli sem að einbeitir sér að þéttbýliskjörnum og það er eingöngu vegna þess að bæirnir eru í línunni að þeir ná merki. Svo átið þið áróður sem að matreiddur er ofaní ykkur af hinum sömu fj´ölmiðlum móta álit ykkar.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.11.2008 kl. 12:05
Er líklegt að auglýsendur -- þeir sem vilja koma auglýsingum á framfæri -- hafi verið spurðir álits í þessu máli? Er líklegt að þeir séu sáttir með að þurfa að láta sér nægja auglýsingamiðla með takmarkaða dreifingu og áhorf -- og, eins og Jón Aðalsteinn segir hér á undan í læstri dagskrá?
Ég hef aldrei skilið þessa illsku út í RÚV né óánægju með afnotagjöldin til þess -- sem eru fyrir afnot af amk. tveimur rásum útvarps og einni sjónvarpsstöð. Kölluð nauðungaráskrift!
Sigurður Hreiðar, 15.11.2008 kl. 17:04
Mótmæli!
http://this.is/nei/?p=525
Lopabyltingin (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.