Hin óbætanlega töf.

Strax hinn 8. október síðastliðinn þegar því hafði verið sjónvarpað um alla heimsbyggðina að Íslendingar "ætluðu ekki borga" og þar á ofan enn betur ljóst af síðar birtu símtali Allstair Darling og Árna Mathiesen að við ætluðum að mismuna innistæðueigendum eftir þjóðernum varð mér ljóst þar sem ég var staddur á erlendri grund að ímynd Íslands hafði beðið stórkostlegt tjón sem yrði að vera forgangsverkefni að bæta úr sem allra hraðast.

Síðan þá hef ég stanslaust reynt að benda hinn vonlausa málstað okkar sem var fyrirlitinn hjá öllum þjóðum vestan hafs og austan.

Í stað þess að fara þá strax og helst fyrr á fullt í að koma þessari deilu fyrir kattarnef stöndum við loksins nú, meira en fimm vikum síðar í þeirri stöðu sem íslenskir ráðamenn í afneitun sinni og veruleikaflótta þráuðust við að viðurkenna en blasir skýrt við.

Þessi töf, ofan á aðrar tafir og mistök allt frá því í vor, hefur kostað okkur óheyrilega fjármuni, álitshnekki og missi viðskiptavildar um allan heim.

Einnig tafið fyrir því tröllaukna verkefni að afstýra eða minnka að það mikla tjón sem gjaldeyrisskortur og gjaldþrot fyrirtækja veldur.    


mbl.is Gátum ekkert annað gert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðtal við Davíð Oddson í morgunblaðinu þann 4. maí 2003: 

MBL: Nú hefur frjálsræði í viðskiptalífinu aukist til muna á síðustu kjörtímabilum. Með einkavæðingu fjármálafyrirtækja og vaxandi frjálsræðis í viðskiptalífinu hafa jafnframt mikil völd og áhrif verið færð frá hinu opinbera til einkaaðila. Verður ekki samhliða þessu að móta strangari reglur og herða eftirlit með því hvernig þessu valdi er beitt? 

DO: Ég tel að það sé rétt að mjög mikið hafi verið gert á þessu sviði, ekki einungis varðandi einkavæðingu heldur á mörgum sviðum. Ríkisvaldinu hefur verið settur stóllinn fyrir dyrnar og staða einstaklingana í viðskiptum við ríkisvaldið hefur stórstyrkst. 
[..]
Langbest er að leikreglur á markaði séu einfaldar, ljósar og skýrar og að eftirlit sé sem minnst. Engu að síður er óhjákvæmilegt, því að við búum á samkeppnissvæði sem er heimurinn allur, að við lútum sömu reglum og aðrir hvað það varðar. Aðilar á markaði geta ráðið mjög miklu um það sjálfir hversu fyrirferðarmiklir eftirlits- og reglugerðaraðilar eru. Það geta verið dæmi um það að sumir aðilar á markaði með framgöngu sinni kalli eftirlit og vald yfir alla hina sem engar reglur brjóta og það er mikill skaði.
 
Sennilega hefði söngurinn um minnkinn í hænsnakofanum fengið annan endi ef hann sem aðili á markaði hefði getað fengið meiru ráðið um eftirlitið.  

Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Nafni.

Þú varst rökfastur í Silfrinu í dag.  Og talaðir mannamál.  Það er núna ljóst að ný víglína hefur myndast í Íslenskum stjórnmálum.  Hún er ekki "ESB, það er efinn" heldur mun hún verða um þessa sáttargjörð við ESB.  Þetta mun kljúfa alla flokka í herðar niður næstu vikurnar, því þó flestir segja núna "hjú, loksins gerist eitthvað", þá mun heift fólks við þessa uppgjöf aukast mjög þegar stýrisvextir IFM verða farnir að bíta með tilheyrandi atvinnuleysi og fjöldagjaldþroti.

Það er ekki þannig að ég skilji ekki skoðanir þínar.  Það er ömurlegt, að einn, tveir og þrír, þá er Íslenska þjóðin orðin einhver skrælingjaþjóð í samfélag þjóðanna og það er til mikils að vinna að orðspor okkar endurheimtist.  Deilurnar tel ég að muni snúast um hvort það megi kosta okkur ALLT og þar sem þú ert formaður þess flokks sem ég kaus, þá langar mig að grennslast fyrir um, hvort þú telur vera einhver mörk og þá hver.  Hve dýru verði ert þú tilbúinn að kaupa þessa sátt við Evrópu?????????

Ég vil minna þig á að það er auðvelt að segjast ætla að borga, en á bak við þá lausn er einhver konkret tala, því það er slæmt að vera gjaldþrota aumingi en það er glæpur að segjast ætla að borga það sem maður er ekki borgunarmaður fyrir.

Æran er dýrmæt en hún batnar ekkert við það að lofast til að borga eitthvað sem maður getur ekki staðið við.  Á sínum tíma lýsti Landsbankinn því yfir við erlenda lánadrottna Sambandsins sáluga að allar skuldir þess yrðu greiddar,  sem og var gert.  Þegar þessu var lýst yfir þá var óljóst með eignasölu þrotabúsins en ærurökin voru notuð til að rökstyðja þessa ákörðun (ef marka má Sverri).  Ég t.d. tel það augljóst mál að óuppgerðar skuldir bankanna við aðrar bankastofnanir, t.d Þýska og Japanska banka munu verða æru okkar mun skeinuhættari en ICEsave.  ICEsave er lagadeila þar sem regluverk um "normal" bankahrun var heimfært uppá "algjört" hrun.  Vísa t.d. í grein Jóhanns Hatsteins í Fréttablaðinu og Stefáns og Lárusar í Morgunblaðinu.  Ef ákvæði um heimaland hefði ekki verið í EES samningnum þá hefði tryggingin strax fallið á heimaland viðkomandi innistæðureikninga.  Erlendu bankarnir njóta ekki slíkrar bakábyrgðar og nú þegar er ljóst að Þýsku sparisjóðirnir hafa lent í miklum erfiðleikum útaf Íslensku bönkunum.  Formleg aðstoð Seðlabanka Þýskalands gæti þýtt bankaáhlaup og það setur innlán saklaus fólks í uppnám.  Ert þú tilbúinn að leggja til í blaðagrein að Íslenska ríkið ábyrgist þessi lán og einnig skuldina við Japan.  Það er ekki gott til afspurnar að Kaupþing er fyrsti bankinn til að lenda í vanskil með "stríðsmanna" bréfin þar í landi.  Þarna getur saklaust fólk verið að tapa lífeyri sínum.  Og svo eru það bankar í Hollandi og Belgíu og sparifé fólks á Mön og Jersey og Guernisey og ........?????????? 

Þess vegna spyr ég þig nafni.  Hvar ætlar þú að setja mörkin??  Icesafe er aðeins toppurinn á Ísjakanum og eina deilan þar sem ríkisjóðir viðkomandi landa er í ábyrgð fyrir.  Það er deilt um endurkröfuna á hendur Íslenska ríkinu en ekki deilt um ábyrgð heimalands (ath. þeir bulla sem segja þetta Íslenska reikninga.  Þetta eru reikningar Íslenks banka í viðkomandi landi og undir ströngu eftirliti fjármálaeftirlita viðkomandi landa).  Aðrar skuldir erlendis eru án ábyrgðar og valda okkur skömm og ærumissi sem getur tekið áratugi að vinna upp ef það tekst nokkurn tímann.  Deilan um Icesave er uppá æru en ekki lagarök því ef svo væri þá væri hún núna fyrir EES dómstólnum (vitna t.d. Í prófessor hjá LSE sem Sveinn talaði við útí London).  Sömu ærurök hljóta gilda um aðrar erlendar skuldir.  Því spyr ég þig aftur.

Hve mörg hundruð milljarða vilt þú að Íslenskir skattgreiðendur greiði vegna Icesave.??  Hve mörg þúsund milljarða vilt þú að þeir greiði fyrir aðra erlenda kröfuhafa????? 

Ég tel það góða byrjun að svara þessarri spurningu kjósenda þíns.  Því eftir nokkra máunði þarft þú að svara fyrir þessa aðstöðu þína gagnvart grátandi mæðrum með hungruð börn í fangi.  ´

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á meðan fela hryggleysingjar, liðleskjur, landsölumenn og gungur sig á bak við froðubólstra tilgangslausrar skriffinsku. Sjá hér.

Nú er ekki einu sinni vonin eftir Ómar. Þetta er fyrsti dómínókubburinn í algeru hruni Íslands. Og það mun ske hratt.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2008 kl. 05:57

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnsi.

Nafni minn er stjórnmálamaður.  Grátandi mæður með hungruð börn í fangi er akkúrat það sem stjórnmálamenn lenda í.  Meðal annars þess vegna er það mjög erfitt starf að vera stjórmálamaður.  Lestu þér til um Finnsku kreppuna.  Þar voru grátandi mæður sem gátu ekki gefið börnum sínum mat um helgar.  Börnin urðu að treysta á skólamáltíðir og fyrstu sumrin eftir kreppu héldu súpueldhús í þeim lífinu.  Að umfangi er okkar kreppa margföld á við Finnsku kreppuna.  Hefur þú kynnt þér grein Jóns Daníelssonar sem er linkuð hjá Agli í silfrunu.  Gerðu það og ef þú ert ennþá tilbúinn að froða þá skaltu segja mér hvað þú ert prívat og persónulega tilbúinn að borga fyrir þig og þína.  Svo skaltu segja mér hvernig þú ætlar að gera það.  Vil minna þig á að það eru víst einhverjar aldir sem það var bannað selja börn í þrældóm.  Áður en þú færð annan ógeðshroll þá er ég bara að minna þig á að þó þú sért hugdjarfur maður þá erum við flest mannleg og ef lífskjörin verða óbærileg fyrir barnafólk  þá greiðir það atkvæði með fótunum.  Þá verður allt tal um sprota og nýsköpun, samstöðu og manndóm (til að greiða skuldir einkafyrirtækja) hjóm eitt. 

Ég skora á þig að svara þessum spurningum mínum um hve mikið og hvernig.  Annars er allt tal þitt um sukk eitthvað í ætt við snakk sem kennt er við froðu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband