17.11.2008 | 06:34
Egill gefur tóninn.
Ég sagði í gamni við Egils Helgason í gærkvöldi að hann hefði verið "valtarinn" í hópi sjónvarpsfólks á Edduhátíðinni þegar hann sópaði til sín styttunum. Nú sem aldrei fyrr er þörf á öflugu sjónvarps- og kvikmyndagerðafólki til að upplýsa þjóðina og hjálpa henni til að ná áttum. Þar hefur Egill verið í fararbroddi og er því vel að verðlaunum og hvatningu kominn.
Mér líst vel á þá breytingu sem hann hefur gert á Silfrinu, að láta ekki fjóra viðmælendur sína verða eins og gaggandi hænsn hvert upp í annað svo að úr verður ruglingslegur hávaði heldur gefa hverjum og einum rými til að bera fram sitt mál. Til hamingju, Egill !
Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll óg blessaður Ómar,
Ég sá þig í gær í sjónparvinu. Hárétt hjá þér að múna um K. mál og sámmala þér.
Og takk kærlega fyrir gott meðmæli sem ég fann í netinu. Takk sömuleiðis fyrir frábært samvinnu, Ómar.
Þetta var alltaf rosalega skemtilegt að vinna saman. Og veistu hvað? ESB hefur sagt að þau vilja heyra frá Íslandi varðandi sjávarútvegstefna sem þarf að endurskoða 2012.
Bestu kveðjur, Elvira
Maria Elvira Méndez Pinedo, 17.11.2008 kl. 09:56
Vona sannarlega að orð þín já Agli á sunnudag hafi verið myndlíking.
Og rétt skilið hjá mér að Dabbi einkavinavæðingakóngur hafi verið Flugvélstjórinn. Og Harderinn vonlausi Flugstjórinn sem lét vaða yfir sig, Því ég sem einn af fáum enn starfandi flugvélstjórum á íslenskum loftförum, ætti erfitt með að sætta mig við annað.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.