17.11.2008 | 23:35
Langt í land.
Heimsbyggðin þarf að fá rétta mynd af því sem hefur gerst hér á landi en það er langt í land að endurheimta það álit sem þjóðin hafði.
Sumum finnst það neikvæð mynd sem birtist í mótmælum á Íslandi en ég held að það sé þvert á móti. Með því móti sé verið að grafa undir trausti á íslenskum ráðamönnum.
Ég spyr: Hvaða trausti? Trausti mannsins sem rak ranga stefnu í peningamálum og auglýsti í erlendum sjónvarpsstöðvum að við værum skúrkar?
Öflug mótmæli sýna að tugþúsundir saklausra Íslendinga hafa orðið fyrir barðinu á þessum ósköpum, ekki síður en grandalausir útlendingar sem trúðu íslenskum fjármálastofnunum fyrir ævisparnaði fjölskyldu og ættar.
Allra augu á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er dýrasta auglýsing Íslandssögunnar, fyrr og síðar, kostuð af okkur sjálfum, án þess að vera beðin leyfis fyrirfram og svo eigum við að vera sektarlömbin, en ekki þeir sem sekir eru ! Nei takk !
Máni Ragnar Svansson, 17.11.2008 kl. 23:50
Sammála Ómar.
Er það ekki makalaust að ríkisstjórn sem eyddi hundruðum miljóna í framboð ISG í öryggisráð sameinuðu þjóðanna, og var með slatta af áróðursfulltrúum í NY mánuðum saman, er gjaldþrota í public relations út á við, gagnvart alheiminum. Og við göpum sem gullfiskar á þurru landi núna. Engin svör! Bara 100% niðurlæging.
Kann þetta lið ekkert nema að svíkja og pretta samlanda sína? Eða er stjórnin svo gerspilt að hún kýs 5'tu Breytingartillöguna (samanber Bandarísku stjórnarskrána) Til að forðast ábyrgð, svo hún sakbendi ekki sjálfa sig? Og stein þegir.
Nei. Burt með spillingarliðið. Kosningar strax.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:42
Tek undir það Ómar. Með því að mótmæla sýnum við umheiminum afstöðu hins almenna Íslendings gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda og fjármálaeftirlitsins á meðan útvaldir einstaklingar spiluðu á fjármálakerfið og lögðu fjárhagslega framtíð þjóðarinnar undir.
Sveinn Sigurður Kjartansson, 18.11.2008 kl. 02:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.