20.11.2008 | 17:03
Ógn hinnar vęrukęru velsęldar.
"Velsęld er oft orsök ósigurs og ósigurinn lykill aš velsęldinni. Eitthvaš į žessa leiš sagši De Gaulle, reynslunni rķkari śr heimsstyrjöldinni. Ķ hįtt ķ heila öld hefur veriš sagt aš žaš sem sé gott fyrir General Motors sé gott fyrir Bandarķkin.
Nś mį snśa žessu viš og segja aš žaš sem er vont fyrir General Motors sé vont fyrir Bandarķkin.
Vandi bandarķsku bķlaverksmišjanna er ekki fjįrskortur og innspżting fjįr žvķ engin lausn nema meira fylgi. Upp śr sķšustu heimsstyrjöld voru bandarķskir bķlar žeir bestu ķ heimi. Huršir féllu žétt aš stöfum, gķrskiptingar runnu ķ gegn nįkvęmar og įreynslulaust, gęšin og samsetningin geršust ekki betri.
Preston Tucker, sem framleiddi byltingarkennda bķla 1948 var snśinn nišur af ofurveldi bķlarisanna og reynt aš fį hann sakfelldan fyrir svik. Tucker var sżknašur en sagši ķ lokaoršum sķnum fyrir réttinum aš ef Bandarķkin héldu įfram į žessari braut myndu hinar nżsigrušu žjóšir, Žjóšverjar og Japanir, sigla fram śr žeim.
Ęrandi hlįtur skall į ķ dómshśsinu, - hvķlķk fjarstęša, - žessi mašur sannaši meš žessum oršum aš hann vęri algerlega geggjašur. Žjóšverjar og Japanir voru enn ķ sįrum og allt ķ kaldakoli hjį žeim.
Um 1970 geršu Japanir įętlun. Žeir byrjušu aš framleiša vandaša litla bķla į borš viš Honda Civic, sem slógu ķ gegn hjį hippum 68-kynslóšarinnar.
Bandarķsku bķlarisarnir brostu, - žessir krakkar borgušu svo lķtiš fyrir žessar pśtur aš žeir mįttu vel gera žaš. 15-20 įrum sķšar vöknušu risarnir upp viš vondan draum. "Krakkarnir" höfšu lokiš nįmi, fengiš vel borgašar stöšur og smįm saman keyptu žeir stęrri og dżrari bķla, en alltaf japanska, vegna gęšanna og įreišanleikans į sama tķma sem gęšum bandarķskra bķla hrakaši sķfellt.
Japanska įętlunin hafši veriš gerš fyrir 20 įra tķmabil sem įtti aš fęra žeim bandarķska markašinn. Nś eru lišin tęp 40 įr sķšan žessi śtsmogna įętlun var gerš og nišurlęging bandarķsks bķlaišnašar blasir viš öllum.
Į mešan Toyota var meš framsżna framleišsluįętlun sem birtist mešal annars ķ Prius-tvinnbķlnum vešjaši GM į Hummer og risapallbķla.
Ķ Bandarķkjunum, eins og hér, į aš ausa af almannafé til sömu mannanna og klśšrušu öllu og žvķ eru miklar lķkur į aš žetta verši lišur ķ įframhaldandi hnignun Bandarķkjanna.
"Easy" er algengasta oršiš ķ bandarķskum auglżsingum. Barįtta gegn hrakandi vinnubrögšum, lįnsfjįrfķkn og veruleikaflótta verša stęrsta višfangsefni nżs forseta.
Athugasemdir
Japanar eru snillingar.
Viš eigum aš fį žessa menn til aš hjįlpa Ķslandi.
Žar er heišur og vinnusemi nśmer eitt.
Spilling žekkist ekki ķ Japan og samfélagiš žaš žróašasta ķ heimi.
Žröstur (IP-tala skrįš) 21.11.2008 kl. 15:12
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.