20.11.2008 | 17:52
Dásamleg stórfrétt.
Er ekki dásamlegt að fá þá stórfrétt að erfitt hafi verið að koma í kring afhendingu bókargjafar til forseta Bandaríkjanna frá kollega hans á íslandi fyrir næstum áratug? Það er svo gott að fá svona stórfrétt til að skyggja á hinar einhliða fréttir sem dunið hafa undanfarna daga á landsmönnum.
Mér líður strax betur. Það er svo hollt að huga að hinu smáa sem getur verið stærra en Salomon í allri dýrð sinn, eins og það var orðað forðum af meistaranum frá Nasaret.
Nú þurfa rannsóknarblaðamenn Íslands að gera hlé á leit sinni að samtölunum sem Davíð geymir hjá sér og fara í vesturveg til að finna út hvar bókin góða er nú niður komin og hvort Clnton hafi lesið hana. Þetta varðar miklu um samskipti okkar við stórþjóðina í vestri og orðstír mannanna sem forðum fóru saman um landið "á rauðu ljósi", en stefna nú á móti hvor öðrum, báðir á rauðu ljósi út af miklu stærri málum en þá voru rædd.
Afhending bóka dróst af gildri ástæðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar, frábær síða hjá þér og skemmtileg blogg.
Þessi frétt sannfærir mig enn og aftur um að samskipti íslenskra stjórnmála- og embættismanna er í molum og hefur greinilega verið það í áratugi!
Lúðvík Júlíusson, 20.11.2008 kl. 17:59
Gott hjá þér Ómar. Þetta var að verða mál málanna.
En annars:
Gleymum þessum gömlu skörfum; Jóni Baldvini og Ólafi R., svokölluðum forseta. Þetta er menn "from yesterday" sem hafa engan boðskap að flytja, sem að gagni kæmi.
Þeir félagarnir hafa líka alla sína hundstíð verið á skatta-spenanum. Hafa aldrei þurft að sína kvað þeir gætu í eðlilegri og harðri samkeppni. Samkeppni var líka orð sem þeir vildu ekki heyra.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:14
Mér sýnist að farið sé að dusta rykið af Sighvati Björgvinsyni
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 18:52
Eitt sinn fóru stórhuga íslenskir vegagerðarmenn til Kína að kynna sér þar möguleika á íslenskri vegagerð, því eins og allir vita er hún á heimsmælikvarða.
Þeir gáfu Kínverjum Bókina um veginn eftir Lao Tse.
Þorsteinn Briem, 21.11.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.