23.11.2008 | 09:49
Voru Íslendingar heppnir að vera fyrstir?
Þessi spurning kom í hugann í bankahruninu þegar ég velti vöngum yfir óláni Íslendinga, sem tróðust fyrst undir í flóttanum undan hinum alþjóðlega eldi kreppunnar og voru því meðal fyrstu þjóða til að leita til IMF.
Svarið við spurningunni felst í því hvort það muni verða til góðs eða ills að hafa fengið sömu mönnum peninga í hendur og klúðruðu öllu og komu málum í óefni í upphafi.
Botni kreppunnar ekki náð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíðið nú aðeins við:
"Blanchard hvetur einnig alþjóðlega seðlabanka um heim allan til að lækka vexti þannig að þeir verði eins nálægt núlli og mögulegt er."
Á það ekki þá við Ísland einnig?
nicejerk, 23.11.2008 kl. 10:04
Athugasemd 1. Nákvæmlega það sem ég vildi líka segja.
Vonandi erum við heppnir að vera fyrstir ef það verður líka til að við verðum með forskot í að vinna okkur upp,
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:33
Svo hef ég lengi sagt Ómar að það sé í raun okkar gæfa. En ein spurning ef það versta á eftir að koma það er úti hér getur það varla versnað eru þá öll stjórnvöld heimsins óhæf og sváfu þau öll á verðinum eru allir seðlabankastjórar heimsins óhæfir? Eða var það eitthvað annað sem að olli þessu eins og tildæmis samstillt átak vogunarsjóða og peninga maskína bak við tjöldin í von um að græða aðeins meira og fá aðeins meiri bónusa þar sem spilað var á ystu brun hins löglega. Svo mættum við spyrja okkur að einu hefði verið gripið inn í fyrr hefði alþýðan ekki orðið arfavitlaus vegna þess að þá hefðu stjórnvöld verið að bregða fæti fyrir gæðablóðin sem að lögðu pening í listir og menningu. Að mínu mati er komin upp sú spurning ekki bara hér hvort að ekki eigi að banna með lögum eignarhald fjarmagnsfyrirtækja á fjórðavaldinu. Ekki auðvelt en mjög nauðsynlegt tel ég.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.11.2008 kl. 10:39
Fljótlega eftir að kreppan skall á okkur, datt einhverjum þetta sama í hug:
Þetta á eftir að koma í ljós og enginn getur fullyrt neitt á þessu stigi, en er þetta ekki vonar-týra í svart-nættinu ?
Þessi tilmæli um lækkun vaxta kann að virðast skondin, í ljósi þess að IMF vildi að við hækkuðum vexti. Hins vegar eru háu vextirnir hér hugsaðir til að halda fjármagni inni í hagkerfinu, það er að segja tryggja raunvexti (hærri vexti en verðbólgu). Vextir í flestum öðrum hagkerfum eru hugsaðir til að hafa áhrif á verðbólguna, eins og stýrivextir hér fram að hruni. Með þessum orðum er ég ekki að taka afstöðu til þessara hagfræðilegu hugmynda.
Í þeim ólgusjó sem við nú siglum, er mikilvægt að vera fljótur að hugsa og fljótur að framkvæma fumlaust. Til að fá fast land undir fætur, er í þessari stöðu mikilvægt að stöðva verðbólguna strax. Þetta er einungis hægt að gera með upptöku Dollars.
Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.11.2008 kl. 11:26
Við ætlum ekki að láta Björgólfsfeðga fá lánið til að spila úr. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2008 kl. 12:28
Það sem Jón Aðalsteinn nefnir um fjölmiðla er mikilvægt í bráð og lengd. Hann segir:
Það er augljóslega jafn skaðlegt, að valdamiklir fjármálamenn eigi fjölmiðla eins og það er skaðlegt að Ríkisvaldið eigi fjölmiðla. Hugsanlega er lausnin fólgin í breiðri eignaraðild, til dæmis hámark 1% ? Ég er ekki að grínast með að nefna þessa tölu. Raunar ætti sama að gilda um öll hlutafélög sem mega nefnast almenningshlutafélög.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.11.2008 kl. 14:01
Ég hjó eftir að þú Loftur, talar um að ekki verði verðbólga hér með upptöku dollars og að með því fáist fast land undir fót. Það er ekki allskostar rétt því það verður sama verðbólga hér og í dollarahagkerfinu og viðspyrnan verður því sú sama eða svipuð. Það sem meira er, verðbólga þar stefnir á næstu árum í sögulegar hæðir og reyndar lík á evrusvæðinu og þá er ég að tal um að minnsta kosti einhverja tugi prósenta ársgrundvelli. Ég er samt ekki að mæla serstaklega gegn upptöku dollars og tel ég það reyndar mun gáfulegri kost en þessa ESB-evru umræðu sem öllu tröllríður og fáir virðast skilja að er ekki einu sinni raunhæfur möguleiki á næstu áratugum.
Breið eignaraðila að fjölmiðlum er hinsvegar það sem fjölmiðlafrumvarpið sáluga snérist um og Ólafur Ragnar feldi á sínum tíma með neitunarvaldi forseta. þannig að það eru ekki ný vísindi og allir sæmilga hugsandi menn vita að þarf að komast á dagskra aftur.
Guðmundur Jónsson, 23.11.2008 kl. 15:15
Bandaríkin eru gríðarlega skuldug og því er spáð að Bandaríkjadollar verði sífellt minna virði. Ísland mun að öllum líkindum ganga í Evrópusambandið eftir nokkur ár og taka upp evru, enda er markaðurinn í Evrópu okkar stærsti markaður.
Íslensk stjórnvöld hafa sótt um lánsheimildir erlendis undanfarið en óvíst er hversu mikið þarf að nota af þessum heimildum og lánin verða greidd upp á nokkrum árum. Verðbólga mun hjaðna hér mikið á næsta ári og vextir lækka í samræmi við það.
Verð á húsnæði og húsaleiga lækkar einnig, enda var hvorutveggja tóm vitleysa í boði Framsóknarflokksins. Þúsundir Pólverja fluttir inn til að reisa hús fyrir fólk sem ekki var til í landinu eða enn að bora í nefið í grunnskólum landsins.
Hérlendis er einungis verið að leiðrétta það Framsóknarrugl, sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár og vinda ofan af allri vitleysunni á nokkrum árum.
Þorsteinn Briem, 23.11.2008 kl. 15:20
Það er auðvitað rétt hjá þér Guðmundur, að verðbólga hefur stundum verið töluverð í Bandaríkjunum og verðbólgu-skot munu þekkjast þar í framtíðinni, eins og í öllum hagkerfum. Ég er hins vegar ekki sammála því sem þú segir, að sama verðbólga verði hér og í dollarahagkerfinu í heild. Staðbundinn mismunur er alltaf fyrir hendi, jafnvel hér innanlands. Til lengri tíma, er hugsanlega hægt að segja að verðbólgu-mismunur jafnist út.
Ég dreg einnig í efa fullyrðingu þína um að verðbólga í Evru-landi og USA verði "að minnsta kosti einhverja tugi prósenta á ársgrundvelli". Fróðlegt væri að vita hvaðan þú færð svona tölu.
Aðal málið er auðvitað það, að með upptöku Dollars munum við sigla lygnan sjó hvað verðbólgu varðar, þótt ekki sé að búast við blanka-logni.
Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.11.2008 kl. 16:14
Dollarinn er ónýtur
Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:50
Þetta var óvenju málefnalegt innlegg hjá þér Æsir !
Dollar Strax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.11.2008 kl. 17:57
Hvar ég fæ svona tölu um verðbólgu spyr Loftur.Jú það geri ég með því að áætla hve mikið seðlabankar þessara hagkerfa eru að þinna út gjaldmiðlana með útgáfu peninga Eðli málsins er að virði gjaldmiðlana leiðréttist svo með verðbólgu. Og þegar við bætist að IMF er að hugleiða að fara í útgáfustarfsemi sem þeir hafa heimild til með einhverjum takmörkunum er næsta víst að þetta verður sprengja. Þar sem heimsbyggðin hefur aldrei séð neitt þessu líkt þá er erfitt að gera sér grein fyrir hve hröð þessi leiðrétting verður ég ætla samt að gera ráð fyrir 2 til 3 árum á evrusvæðinu sem þíðir þá milli 10 og 20 % verðbólgu þar. Hinsvegar hefur dollarinn verið í þeirri sérstöðu að hann hefur verið hægt að prenta í seðlabanka baðaríkjanna án þess að valda verðbólgu þar aðallega vegna þess að aðrar þjóðir hafa safnað dollurum í sína sjóði. Nú held ég samt að þar verði breyting á því heimurinn hefur aldrei séð aðra eins dollaraútgáfu ekki einu sinn fjórðung þess sem nú er verið að gera. Hvernig það mun hegða sér er vandi um að spá, gæti verið algert hrun dollars, jafnvel allt að 50% á nokkrum vikum eða mánuðum ? en vonandi verður það mjúk lending.
Guðmundur Jónsson, 23.11.2008 kl. 19:37
Með þetta eignarhald á fjölmiðlum.
Svo lengi sem elstu menn og konur muna þá hefur eitt dagblað haft hér yfirburðastöðu og var notað til að búa til réttar skoðanir fyrir eigendurna sem var auð og valdastétt landsins...
Það er ekki fyrr en Fréttablaðið kemur til sögunnar og er dreift ókeypis í öll hús á landinu sem fer að hrikta í. Blaðið var nefnilega ekki af réttri auðstétt- þetta var nýtt fólk.
Gamla auð og valdastéttinn brást hin versta við. Það var kominn köttur í ból bjarnar. Fjölmiðlalögum hótað og reynt að keyra þau með offorsi í gegn... Forseti vor skarst í leikinn. Og nú er þessi nýja auð og valdastétt að kaupa gamla einokunarblaðið.
Auðvitað eiga fjölmiðlar að vera í dreifðri eignaraðild. En hver vill borga með fjölmiðli sem gætir ekki hagsmuna þeirra sem hlut eiga ? Er það ekki meinið ?
Sævar Helgason, 23.11.2008 kl. 19:42
Hvort við séum heppin eða óheppin að vera fyrst fer algjörlega eftir því hvernig farið verður með peningana sem koma inn.
Ef ekki verður breyting á stjórn Íslands bráðlega verðum við að vona að fólkið þar geti lært af reynslunni, stoppað bílinn og spurt til vegar.
Á Íslandi höfum við gríðarlegan þekkingarbrunn (t.d. í Háskóla Íslands) og yfirmenn landsins þurfa að brjóta odd af oflæti sínu og fá ráðleggingar frá réttum stöðum og rétta fólkinu. Vonandi verður þá hægt að nýta fjármagnið vel.
Lilja Ingimundardóttir, 23.11.2008 kl. 20:02
ESB verður ekki að veruleika fyrr en eftir nokkur ár í fyrsta lagi ... það er tíminn þangað til sem skiptir máli
Lilja Ingimundardóttir, 23.11.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.