Ólíkindatól.

Stefán Karl Stefánsson er eitthvert mesta ólíkindatól að hæfileikum, bæði andlegum og líkamlegum, sem ég hef kynnst. Margir minnast frábærrar frammistöðu hans og Hilmis Snæs Guðnasonar í leikriti í Þjóðleikhúsinu, sem ég man ekki lengur hvað hét en ég hef einnig kynnst hæfileikum hans á ýmsum öðrum sviðum.

Um meira en þrjátíu ára skeið hef ég staðið fyrir tilvist svonefnds Stjörnuliðs og þar hefur spilað lunginn úr þekktustu leikurum, skemmtikröftum, stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og íþróttamönnum þjóðarinnar.

Stefán Karl fór tvisvar með liðinu á pollamótið í Vestmannaeyjum, en auk hans var og er Magnús Schevning ómissandi fyrir þetta lið.

Stefán heillaði alla strákana upp úr skónum sem Glanni glæpur á fótboltaskóm og brilleraði í leikjunum, sem við lékum.

En hann lét ekki þar við sitja. Með okkur fóru oft lyftingakappar á borð við Jón Pál Sigmarsson og Magnús Ver og þótt ég muni ekki hver lyftingakappinn var í þessari ferð, var það eftirminnilegt þegar hann gerði mikla lyftingaraflraun og skoraði á einhvern fullorðinn meðal áhorfenda að leika það eftir.

Enginn gaf sig fram en þá kom bara Glanni glæpur og lék allt eftir lyftingameistaranum svo að menn trúðu ekki sínum eigin augum!

Maðurinn er ekki einhamur! Hann er til dæmis ótrúlega góð eftirherma þótt leynt hafi farið. Þess vegna kemur mér ekki á óvart þótt hann heilli Bandaríkjamenn upp úr skónum. Svona menn fæðast ekki nema á margra áratuga fresti.


mbl.is Stefán Karl vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem á góða konu þarf ekki að eiga gott sjónvarp. (Robbie Rotten.)

Þorsteinn Briem, 23.11.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband