24.11.2008 | 19:16
Vantraust þarf ekki að kalla á kosningar strax.
Ég er þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin njóti ekki nægs traust meðal þjóðarinnar og að það séu ýmsir möguleikar á að skipta út ráðherrum og mynda stjórn með blöndu þingmönnum og fagaðilum sem hafa haft rétt fyrir sér undanfarin ár. Síðan ætti að kjósa næsta vor þegar komist hefði verið í gegnum brýnustu verkefnin sem brenna á þjóðinni nú.
Þótt vantraust sé samþykkt á ríkisstjórn þarf það ekki að kalla á kosningar umsvifalaust. Kannski hefði stjórnarandstaðan aðeins átt að leggja fram tillögu um vantraust en ekki um þingrof nú strax um áramót. Tillaga um þingrof hefði getað beðið fram yfir áramót eða þá að krafist hefði verið þingrofs eigi síðar en í marslok.
Sem dæmi um eina af frægustu vantrausttillögu sögunnar má nefna að í maí 1940 þegar Bretar stóðu á kafi í miðri heimsstyrjöld var borin fram vantrausttillaga á ríkisstjórn Chamberlains. Hún var felld með 282 atkvæðum gegn 200 en 33 þingmenn sem áður höfðu stutt stjórnina, greiddu tillögunni atkvæði.
Það nægði til þess að Chambarlain gerði sér grein fyrir því að það fjaraði undan trausti á honum, enda hafði stefna hans beðið skipbrot.
Winston Churchill, sem var í ríkisstjórn Chamberlains, en hafði í fimm ár andæft gegn stefnu hans í utanríkismálum, var falin stjórnarforysta í þjóðstjórn.
Svona afgreiddu Bretar málið á þann besta hátt sem mögulegur var í stöðunni.
Kristinn andvígur vantrausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta breyttist eiginlega í vantraust á stjórnarandstöðuna.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:41
Blessaður nafni.
Þjóðstjórn allra flokka, strax. Formennirnir sitja og síðan fagmenn í fjármála-, viðskipt- og heilbrigðismálaráðuneytið. Þú átt að verða umhverfisráðherra og Már Guðmundsson Seðlabankastjóri.
Eina mál þessarrar stjórnar á að vera hindra greiðslufall heimila og fyrirtækja og sjá til þess að finnsku hörmungarnar gerist ekki í heilbrigðiskerfinu. Með fyrirtækjum á ég við lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita flestum landsmönnum vinnu. Yfirskuldsettu stórfyritæki auðmannanna mega fara en á rústum þeirra geta risið hlutafélög starfsmanna.
Aðalráðgjafar: Jón Daníelsson og Gylfi Zöega og Lilja Mósesdóttir.
Bannað verður að afhenda erlendum kröfuhöfum grunnatvinnutæki þjóðarinnar hvort sem það er í sjávarútvegi eða orkuframleiðslu eða reyndar annars staðar þar sem er líflegur rekstur. Þeir mega hirða Kringluna og Smáralindina mín vegna ef það skyldi róa þá.
Og allt argþras og umræða um eldfim mál innan ríkisstjórnarinnar er bönnuð með neyðarlögum.
Fyrst þegar ljóst er að heimili og fyrirtæki falla ekki umvörpum, má boða til þingkosninga og leyfa stjórnmálamönnum að rífast. Allir bera ábyrgð á einn eða annan hátt þó mismikla, en enginn getur algjörlega fríað sig og því getur enginn frýjað sig á því að takast á við vandann.
Það þarf að koma vitinu fyrir Geir og Ingibjörgu, að þau bjargi engu afkróð útí horni. Aðeins þjóðarsamstaða getur komið okkur útúr þessu án þess að heimilin og heilbrigðiskerfið hrynji. Allir þurfa að taka þjóðarhag fram yfir sinn eigin hag líkt og menn gera á skipi í sjárvarháska. Vilji enginn stjórnmálamaður breyta sér í Churchill þá þarf einhver að þýða hvatningarræður hans og spila þær daglega fyrir Ingibjörgu og Geir, þangað til þau vitkast.
Og við tvöföldum ekki álverið í Helguvík þó margir séu hræddir við erlenda lánardrottna. Ekki að ræða það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.11.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.