1.12.2008 | 12:57
Möller kallar á samstöðu.
Þegar farið er yfir ráðleggingar Claus Möller til Íslendinga sést að forsendan, sem hann gefur fyrir endurreisn er samstaða og leiðtogi sem þjóðin treystir. En hvernig er hægt að ná fram slíkri samstöðu og trausti til leiðtogans?
Ríkisstjórnin virðist álíta að það náist fram með því að engin mannaskipti verði og að enginn stjórnmálamaður eða stjórnarstofnun taki neina ábyrgð á því sem gerst hefur.
Að undanförnu hafa staðið yfir fjöldafundir með andófi og gagnrýni almennings sem á sér engin fordæmi í sögu þjóðarinnar. Ekki verður séð hvernig samstaða á að nást ef engar breytingar verða.
Fyrir bragðið sitjum við uppi með það ástand sem Claus Möller varar mest við.
Ríkisstjórnin segist vera að vinna í umboði þjóðarinnar og fyrir hana. Gerir hún það með því að ganga gegn þeim yfirgnæfandi meirihluta landsmanna sem styður hana ekki? Getur hún gert það á grundvelli kosninga sem fóru fram við allt aðrar aðstæður en nú ríkja?
Svar mitt er nei. Ríkisstjórnin verður að taka sér tak og breyta um kúrs.
Hér verður að sitja ríkisstjórn sem hefur ótvíræðan stuðning fólksins sem hún vinnur fyrir og nýtur trausts á grundvelli þess að axla ábyrgð. Þessa ríkisstjórn á að vera hægt að mynda, ekki seinna en eftir kosningar á næsta ári en helst fyrr með því að stokka upp í stjórninni og stjórnarstofnunum sem mesta ábyrgð bera á þann hátt að þjóðin sætti sig við það.
Öðruvísi næst ekki samstaða og traust á leiðtoganum.
Íslendingar einblína á vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Claus Möller þarf að koma á fund Hreyfingarinnar Dollar $trax.
Við vinnum með skýr markmið.
Dollar $trax - Burt með EES $trax !
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.12.2008 kl. 13:56
Ég skrifa einmitt um þetta líka í dag. Eftir að hafa lært meðal annars nokkuð í stefnumótun finnst mér yfirlýsing Claus þessa í hróplegu samhengisleysi. Það er alveg rétt að við þurfum samstöðu, það er alveg rétt að einhver þarf að leiða endurreisnarstarfið.
Claus þessi klikkar stórkostlega þegar að hann áttar sig ekki á því að í Lýðræðis ríki eru leiðtogarnir valdir af fólkinu OG ÞURFA AÐ HAFA STUÐNING ÞESS ÁFRAM til að starfa sem slíkir.
Eða eins og einn ágætis maður bendir á í athugasemd hjá mér í morgun, það vill enginn láta sama skurðlækni framkvæma á sér aðgerð til úrbóta eftir að sá sami læknir fjarlægði "óvart" vitlaust líffæri úr manni í síðustu aðgerð.
Baldvin Jónsson, 1.12.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.