"Nokkur hundruð manns..."

Ég hef nú starfað sem leikari og skemmtikraftur með öðru í tæpa hálfa öld og tel mig vita nokkurn veginn hvað þúsund manns er margt fólk þegar það kemur saman. Ég var á Arnarhóli í dag og tel að ekki færri en þúsund manns hafi verið þar, jafnvel "nokkur hundruð manns" fleiri. Ég held að fundarmenn á hólnum hefðu ekki komist allir í sæti í Háskólabíói sem tekur tæplega þúsund manns.

Í fréttum Sjónvarpsins var hins vegar sagt að "nokkur hundruð manns" hefðu komið þarna saman, ekki "mörg hundruð manns," heldur "nokkur hundruð manns." Sem sé ca 3-600 manns.

Íslenska óperan tekur 550 manns og það er alveg klárt að fólkið á Arnarhóli hefði ekki allt komist í sæti í óperunni, ekki einu sinni helmingur þess.


mbl.is Endurvakin sjálfstæðisbarátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt í lagi að hafa útifundi og mótmæla en þessi gjörningur hjá þessari veslings konu það fannst mér hræðilegt

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

Eg tel að þarna hafi verið 19oo mótælendur

Sigmar Ægir Björgvinsson, 1.12.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Guðrún Vestfirðingur: Hvað ert þú að gera til að fá þitt fram?

Má Eva ekki bara tjá sig með sýnu nefi?

Heiða B. Heiðars, 1.12.2008 kl. 20:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Eva Hauksdóttir verður með gjörning á hverjum degi mun Bíbí á endanum ærast og detta í það á Kanaríeyjum ásamt Framsóknarflokknum.

Eva er assgoti skemmtileg, bæði harðmælt og essmælt, sem sagt raritet.

Mbl.is hefur eftir lögreglunni að 800-1.000 manns hafi verið á fundinum á Arnarhóli í dag.

Þorsteinn Briem, 1.12.2008 kl. 21:19

5 identicon

Skil hvað þú ert að fara, enda gaman að bera saman fréttir af ruv, stöð 2 og mbl t.d. svo og í útvarpinu. Pældu í því ef það væri bara einn fjölmiðill á landinu ! Og allt fólkið á Arnarhóli ásamt þér, lét sig hafa að mæta í skítakulda. Gott hjá ykkur.

Nína S (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það mun ekki gerast á Arnarhóli og ekki á Austurvelli, jafnvel þó menn brjóti sér friðsamlega leið inn á Alþingi eða í Seðlabanka.

Til þess að þetta fúnkeri allt saman þarf fólk með jarðtengingu. Afi minn var með jarðtengingu, en hann féll frá 1976.  Hann vann fyrir öllu því sem hann átti, hvort sem það var land, traktor eða kýr. Hann átti (BTW) 15 börn. Honum fannst að dugmiklir strákar ættu ekki að fara í Verzlunarskólann. 

Afi minn var ríkur maður, en ég held hann hafi aldrei átt einn einasta eyri í hlutbréfum; varla nema inneign í Kaupfélagi Árnesinga fyrir lömb sem hann lagði inn. Auðlegð afa var fólgin í stórri fjölskyldu.

Ætli sé hægt að reikna út IRR eða MIRR af stórri fjölskyldu?

Flosi Kristjánsson, 1.12.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband