1. desember, merkasti sjálfstæðisdagurinn.

Ég tel að 1. desember 1918 marki stærsta lagalega skrefið í sjálfstæðisátt fyrir Íslendinga, stærra skref en lýðveldisstofninun 17. júní 1944 og stærra skref en heimastjórnin 1. febrúar 1904. Það var vegna þess að í sambandslagasamningnum 1918 fólst lokaskrefið í sjálfstæðisbaráttunn sem ekki fólst í heimastjórnarlögunum.

Rök mín eru þessi, nánar tiltekið:

1. desember 1918 tók gildi samningur sem fól í sér, að enda þótt Íslendingar hefðu danskan kóng sem þjóðhöfðingja, Danir færu með utanríkismál og landhelgisgæslu, hæstiréttur væri í Kaupmannahöfn og íslenska krónan fest við þá dönsku, var okkur samkvæmt samningnu heimilt eftirfarandi:

1. Að stofna íslenskan hæstarétt. Það var gert með hraði.
2. Að slíta íslensku krónuna frá þeirri dönsku. Það var gert 1922. (Kannski illu heilli)
3. Að fikra sig í átt til þess að taka utanríkismálin í okkar hendur.
4. Hvor þjóðin um sig sagt samningnum upp eftir 25 ár. Það gerðu Íslendingar og stofnuðu lýðveldi 1944. Þetta eina ákvæði var ekki aðeins langstærsta skrefið til algers sjálfstæðis og rofinna tengsla við Danmörku, heldur fólst í því raun lokaskrefið sjálft. Án þessa ákvæðis hefðu Íslendingar ekki getað þjóðréttarlega séð eða með stuðningi bandamanna stofnað lýðveldi 1944.

Þess vegna er hægt að taka undir þau orð forseta Íslanda við þingsetningu í haust að lyfta eigi 1. desember til þeirrar virðingar sem hann naut allt frá 1918 fram á sjötta áratug síðustu aldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hinn 17. júní hefur aldrei verið neinn sérstakur hátíðisdagur í mínum huga. Þetta er dagur sem er í alla staði óttalega "óþægilegur" í mínum huga, eða réttara sagt vandræðalegur.   Við Íslendingar spörkuðum þar með í liggjandi gamalmennið Christian X og sýndum að við höfðum ekki kærleika eða vit til þess að bíða uns Danir gætu slitið stjórnarafskiptum á Íslandi á viðurkenndan máta. Hersetnir voru þeir, rétt eins og við!  Danir fóru illa út úr stríðinu og liðu mikið. Einmitt þá krefjumst við réttinda sjálfstæðrar þjóðar.  Lágkúrulegt!

Hin fyrsti desember er því hinn eiginlegi hátíðisdagur og held ég einatt upp á hann með pomp og prakt!

Baldur Gautur Baldursson, 2.12.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband