2.12.2008 | 19:10
Hringurinn lokast.
Æðstu ráðamenn landsins hafa búið til dásamlegt launakerfi til handa sjálfum sér og ein birtingarmynd þess birtist í dag þegar kjararáð kvaðst ekki geta lækkað laun æðstu manna vegna þess að það væri bannað í lögum, reyndar lögum sem þessir sömu æðstu menn komu á.
Topparnir "neyðast" til að taka ofurlaunin vegna þess að annars yrðu þeir annað hvort lögbrjótar eða að atgerfisflótti yrði ef launin sem í boði eru væru of lág. Þá gefa menn sér það að ekki fáist eins hæfir menn í störfin.
Enn hefur ekki frést af æðstu stjórnendum sem hafa tekið frumkvæði sjálfur persónulega og hreinlega gefið eitthvað af þessum launum til góðra mála.
Nú heyrist reyndar í fréttum að ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir lagabreytingum svo að hægt verði að lækka launin.
Þá er bara að sjá hvort það muni taka sama tíma og hefur tekið að kroppa eitthvað í eftirlaunasósómann frá 2003.
Óréttlætanleg ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Upprunalega stjórnarskrá Íslendinga gaf ekki kost á þessari mismunun, enda saminn af forfeðrum vorum sem höfðu siðna og lögin á hreinu. "Animal Farm." Eða frelsi jafnrétti og bræðralag. Grátlegast var að niðurstaða kjara(haggæslu)ráðs stjórarinnar, var fyrir sjánlegt. Ég myndi segja þeim [ráðgjöfunum] öllum upp undir eins áður en ósóminn verður fjarlægður úr fjöreggi þjóðarinnar. Hinni upprunalegu stjórnarskrá Íslands.
Júlíus Björnsson, 2.12.2008 kl. 20:22
Skrípaleikurinn í kringum þetta er auðvitað sá að bæði Imba og Geri vissu ósköp vel að kjararáð gæti ekki lækkað laun - einungis hækkað þau enda er hlutverk þess skýrt: að samræma launakjör æðstu embættismanna ríkisins við það sem gengur og gerist á almennum vinnumarkaði. Það er augljóst að launakjör á almennum vinnumarkaði hafa ekkert breyst þótt kreppa sé í þjóðfélaginu og því algerlega út í hött að ætla kjararáði að fara að lækka laun skjólstæðinga sinna. Þetta getur hver skólakrakki séð og þarf engan snilling til. Þessi heimskulega gjörð að fara fram á við kjararáð að það lækki laun er einungis til að drepa málinu á dreif og sýnir vel hversu léleg þessi ríkisstjórn er.
Jón Garðar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:34
Hvaða vandræðagangur er þetta í mönnum. Nú er RÚV hlutafélag og forstjórinn væntanlega ekki æviráðinn. Af hverju ekki að segja honum upp vegna endurskipulagningar eins og tíðkast á almennum markaði.
Bjóða síðan launakjör sem eru a.m.k. 20% lægri en menntamálaráðherrann hefur. Og sjá svo hvað gerist. Ef Páll til dæmis hafnaði svona kosta boði þá veit ég að til eru menn, jafnvel mun hæfari en hann, til að taka við embættinu og leysa það vel af hendi.
Stöndum vörð um RÚV !
101 (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:53
Túlkunin mun nú vera bera saman við laun toppanna á almennum vinnumarkaði. Og því er ekki við öðru að bústast en að ráðið viðhaldi því samræmi. Öll er nú vitleysan eins. Ætli viðmiðunar hópurinn telji um 1000 manns? Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. Afturför til dimmu aldanna.
Júlíus Björnsson, 2.12.2008 kl. 20:57
....að ekki fáist eins hæfir menn í störfin!!? Sagði ekki frægur bandarískur hagfræðingur að vel mætti pikka menn í þessi störf útúr símaskránni?
Auðvitað er þetta skrípaleikur eins og Jón Garðar segir. Áróðursvélin er í gangi. Það þarf að vinna samúð almennings og fækka mótmælendum á Austurvelli. Svo er rétt að hafa í huga að mjög styttist í lausa samninga hjá mörgum stéttum, þá verður mikil pressa á allsherjar launalækkanir.
sigurvin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.