Góðir hnefaleikataktar.

Mér er ekki kunnugt um hvort Bush Bandaríkjaforseti hefur nokkurn tíma fengið nasasjón af hnefaleikum, en hann sýndi viðbragð á borð við það besta í hnefaleikunum þegar hann vék sér eldsnöggt undan skónum, sem blaðamaður kastaði að honum á blaðamannafundi.

Þegar Gerald Ford var forseti hentu menn gaman að því að hann hefði stundað hnefaleika á yngri árum og ýmislegt sem hann gerði eða sagði benti til þess að hann hefði fengið of mörg höfuðhögg í hringnum.

Ef taka á eitthvað mark á því hvað menn hafa í flimtingum varðandi heilastarfsemi Bush má leiða að því líkur að engu eða litlu máli hefði skipt, hve mörg högg hann hefði fengið ef hann hefði stundað þessa íþrótt á yngri árum.

Minnir á hálfkæringslega vísu Stefáns heitinn fréttamanns þegar hann var inntur eftir kviðlingi varðandi það að starfsfélagi hans féll af hestbaki og var sagt að blætt hefði inn á heila hans.

Þegar Stefán færðist undan þessu þrýstu menn þess meira á hann og sögðu að hann hefði ort vísu af minna tilefni.
Loks leiddist Stefáni þófið og sló botn í málið með þessari vísu:

Um slysið þetta aðeins eitt

ég yrkja vil:

Það blæðir aldrei inn á neitt,

sem ekki er til.


mbl.is Bush varð fyrir skóárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í skallann næstum skó,
fékk skarfurinn og hló,
í kynlegri ræðu um Kaíró,
kallinn nánast dó, og þó.

Þorsteinn Briem, 15.12.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband