Íslensk pressa á álfurstana.

Á sama tíma sem fréttir komast á kreik um óvissu vegna stækkunar álversins í Straumsvík innan núverandi lóðamarka, eykst íslensk pressa á það að keyra stóriðjuframkvæmdir áfram sem aldrei fyrr.

Áhugamenn um risaálver í Straumsvík láta sér ekki nægja 30% framleiðsluaukningu núverandi álvers, heldur hafa nú keyrt það í gegn að aftur verði kosið um meira en tvöfalda stækkun álversins, sem ásamt álveri í Helguvík, tryggir að þegar upp verður staðið verði engu jarðhitasvæði á Reykjanesskaga hlíft né heldur Neðri-Þjórsá.

Þessi áform munu hafa það í för með sér að vegna ofnýtingar jarðhitasvæðanna þurfi síðar að slátra Kerlingafjöllum og Torfajökulssvæðinu. Eða þá að hugsanlegar friðlýsingar stækkaðs svæðis í Þjórsárverum og við Langasjó og Lakagíga verði aftukallaðar eftir þörfum.

Tveir fyrrverandi ráðherrar orku- og umhverfismála lýstu því yfir á sínum tíma að friðlýsingum ætti að aflétta í samræmi við þarfir stóriðjunnar

Hugsjón þessara manna er að píska álfurstana áfram, væntanlega á sömu nótum og 1995 þegar þeim var boðið lægsta orkuverð heims án þess að þeir þyrftu að hafa áhyggjur af mati á umhverfisáhrifum.

Undanfarið hafa heyrst raddir um að kreppan muni sjálfkrafa draga úr vægi umhverfismála. Það sem er að gerast í herbúðum stóriðju- og virkjanasinna hér á landi sýnir að varðstöðu í þessum málum hefur aldrei verið meiri þörf en nú.


mbl.is Frétt um álver ekki allskostar rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ómar nú er umhverfið á útsölu. Þótt ég sé stóriju og virkjanasinni þá kæri ég mig ekkert um útsölu á umhverfismálum. Nú verður þú að öskra hærra því þeim fækkar sem hlusta, líkt og þegar varað var við kreppunni virðist sem að enginn hafi heyrt.  Er pláss fyrir óspilltann stóriðju og virkjannasinna í Íslandshreyfingunni?

Offari (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Ég hef alltaf sett spurningarmerki við stóriðju stefnuna.  Hún stóð aðallega saman af upphrópunum og hræðslu áróðri en minna fór fyrir gagnrýnni umræðu.  (Mér finnst Evrópuumræðan vera á þessu stigi núna) 

En í öllu myrkrinu er nú smá glæta.  Við fórum á hausinn.  Það eru allir búnir að frétta af því.  Og það verður meira en að segja það að fá lán á næstunni.

Anna Svavarsdóttir, 15.12.2008 kl. 14:18

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í 3. grein laga Íslandshreyfingarinnar stendur: "Flokksbundinn félagi í hreyfingunni getur hver sá orðið sem samþykkir grundvallarstefnu hennar, vill vinna að framgangi hennar og er ekki félagi í öðrum stjórnmálasamtökum."

Þetta er mjög almennt orðalag og matsatriði. Hreyfringin er alls ekki andvíg virkjunum vatnsafls og jarðvarma og styður til dæmis byggingu Búðarhálsvirkjunar, sem á að gefa aukinni framleiðslu í Straumsvík afl.

En sérstaða hennar byggist á því að vera fyrsti og eini stjórnmálaflokkurinn hér á landi sem hefur umhverfis- og náttúruverndarmál á oddinum, er fyrst og fremst grænn og skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri, heldur nýtir sér það besta sem markaðshyggja og félagshyggja geta boðið upp á.  

Ómar Ragnarsson, 15.12.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú heyrist ekkert í þeim Landsvirkjunarmönnum um hagnað af rafmagnssölu til álveranna. Skýringin er auðvitað að verð á áli hefur hríðfallið vegna minni eftirspurnar en aukins framboðs. Sennilega er nú þegar tap á rafmagnssölu til álversins við Reyðarfjörð.

Þá er lokareikningurinn frá Imprégíló enn ókominn. Ef sama verður upp á teningnum og þegar ítalska systurfélag Imprégíló sendi Kaupmannahöfn lokareikning vegna Metróverkefnisins, þá má reikna jafnvel með að reikningurinn hljóði upp á fjórfalda tilboðsfjárhæð. Danir urðu hvumsa rétt eins og þeir kæmu af fjöllum, svo undrandi urðu þeir hve hækkunin nam miklu. Ítalarnir kváðu útboðsgögn hafa verið meira og minna vitlaus og ónákvæm, verkið hafi orðið mun umfangsmeira en þeir töldu sig hafa boðið í. Verður ekki svipuð rök sett fram? Það kæmi mér ekki á óvart enda fyrirtækið sagt vera mjög fylgið sér um að halda uppi ítrustu kröfum gagnvart viðsemjendum sínum. 

Hætt er við að þetta Kárahnjúkaævintýri verði Íslendingum dýrt. Meðan allt var á fullu, varð hér gervigóðæri sem við erum núna að súpa seyðið af. Því miður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rannveig heitir Rist,
ráðvillt bast og tvist,
samt er í stuði,
með sínum álguði,
af miklu hef ég misst.

Þorsteinn Briem, 15.12.2008 kl. 14:53

6 identicon

Já Ómar kannski eigum við samleið í dag þótt stóriðjusinni sé. En er stóriðjan ekki fjarlægur draumur í dag? Vill einhver fjárfesta í spilltu landi? Við þurfum fyrst að hreinsa til í þjóðfélaginu áður en við getum leyft okkur slíka drauma.  Það er ekki sanngjarnt að skuldir hlutabréfafjárfestana sé afskrifaðar meðan skuldug fyrirtæki og heimili eru látinn rúlla.  Við þurfum heiðarlegt fólk til að stjórna og leiða þjóðina aftur á rétta braut.

 

Þú hefur alltaf verið heiðarlegur í þínum störfum virt sjónarmið annar þrátt fyrir að vera á öndverðu meiði. Ég kann vel að meta slíkan heiðarleik þótt ég hafi verið á öndverðu meiði gagnvart Kárahnjúkavirkjun.  Sjálfu hef ég verið hlyntur kapitalismanum en pólitíkin er dauð í dag vegna spillingar. Ég hef ekki misst trúna á kapitalismar hugsjónir þótt tekis hafi að misnota þá stefnu. Ég vill kalla þá þjóðnýðinga sem tóku þátt í þeirri eyðileggingarstarfsemi.

 

Vandamálið í dag er svo stórt að það virðist óleysanlegt. En er mögulegt að bjarga Íslandi? Getum við friðmælst við þjóðnýðingana og virkjað þá til að vinna fyrir okkar þjóð? Getum við náð sátt í þjóðfélaginu áður en menn missa sjónar og sökkva sér ennþá dýpra með óeirðum og ofbeldi? Erum við of sein til að gera eitthvað í málunum?  Hvað getum við gert?

 

Ég vill lifa í heiðarlegu samfélagi þar sem allir geta lifað sáttir og beri virðingu hvort fyrir öðru. Við þurfum á öllum þegnum landsins að halda hvort sem þeir vinni í fiski eða sem bankastjórar. Þarna virðast stjórnmálamenn hafa misst sjónar og hugsa bara um að passa sig frændur og vini.

Offari (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er enn ekki búið að gera upp reikningana vegna Kárahnjúkavirkjunar. Eftir er að bæta við einni stíflunni enn sem aldrei var gert ráð fyrir, en það er 20 metra há aukastífla fyrir neðan Kárahnjúkastífluna sem þarf að að reisa til að koma í veg fyrir fossinn Hverfandi, sem rennur öflugur á yfirfalli á haustin, grafi ekki svo út frá sér þar sem hann kemur niður í gljúfrið, að það falli saman.

Ómar Ragnarsson, 15.12.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband