18.12.2008 | 16:11
Þeir sem mesta ábyrgð bera sleppa best.
Enn einu sinni gerist það að þeir sem mestu ábyrgðina bera sleppa best. Munið þið eftir samráðsmáli olíufélaganna? Það endaði með því að millistjórnandi, aðeins einn maður var neyddur til að segja af sér, - ekki þeir sem mestu ábyrgðina báru.
Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að kenna Tryggva Jónssyni um bankahrunið eða sofandahátt eftirlitsaðila gagnvart því.
Það er ekki einu sinni hægt að segja að verið sé að fórna peði fyrir kóng, drottningu eða hrók, heldur er manni, sem áður var settur út fyrir borðið í annarri skák, hent alveg út úr herberginu þar sem skákin er tefld áfram og sömu mennirnir stýra skákinni og nýbúnir eru að klúðra heilu skákmóti.
Tryggvi hættur í Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið snýst ekki um bankahrunið nema að litlu leyti í þessu tilfelli Ómar, hér snýst málið um það að vegna ástandsins alls er fólk búið að fá nóg og hefur lítið sem ekkert úthald fyrir vafasömum gjörninum, hverjir svo sem þeir eru.
Tryggvi á án vafa afturkvæmt í hvaða stöðu sem verða vill þegar að hann hefur klárað sinn dóm. Það er afar óeðlilegt að gegna slíkri stöðu á sama tíma og menn eru að sitjar af sér fangelsisdóm, jafnvel þó að hann sé einungis skilorðsbundinn, fyrir svik í rekstri fyrirtækis.
Baldvin Jónsson, 18.12.2008 kl. 16:44
Sammála. Er búinn að paufast í gegn um Moggann í dag. Þar er margt sagt og mismerkilegt eins og gengur. Ein spurning varð mjög áleitin. Eru endurskoðunarfyrirtækin okkar starfi sínu vaxin? Skrifuðu þau athugasemdalaust upp á allt ruglið? Sáu þau ekki að glæframennirnir voru að fá himinhá lán út á veð sem jafnvel voru ekki til? Ég bara spyr!
Björn Birgisson, 18.12.2008 kl. 16:56
Í bloggi mínu bendi ég á tvö dæmi þess að þeir sem verst hafa staðið sig virðast vera óhagganlegastir.
Ég er ekki að segja að hinir minni spámenn eigi ekki að axla ábyrgð eins og þeir tveir menn hafa gert sem ég nefni.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2008 kl. 19:11
Einn af tákngerfingum hrunsins og spillingarinnar fallinn. Bara sá fyrsti af mörgum vona ég.
En það gæti brugðist eftir síðust aðgerð ríkisstjórnarinnar til stuðnings fjárglæframönnunum má lesa um hér.
101 (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:20
Sæll Ómar, alltaf gaman að koma á síðuna hjá þér. Þetta sem þú segir er alveg rétt, þannig. Tökum t.d. þjófnaðardóma, maður stelur 5.000.000 ísk og fær 1 árs fangelsi, landsbankastrákarnir stela 260 milljónum og hæsti dómurinn var 2.5 ár. því meira og verra sem þú brýtur af þér, því lægri dóm færðu, hlutfallslega. Þannig verður þetta líka þegar (ef) einhverjir verða dregnir til ábyrgðar.
Óskar Steinn Gestsson, 20.12.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.