Kreppunni mætt með Viagra.

Kók er ónýt getnaðarvörn og því best til hefðbundinna nota.

Engu að síður þarf að huga að öðrum atriðum á þessu sviði þegar kreppa er skollin á.

Helstu neikvæðu atriðin í aldurssamsetningu næstu áratuga er fjölgun gamalmenna með vaxandi kostnaði í heilbrigðiskerfinu og fækkun fæðinga barna, sem síðar vaxa og geta unnið fyrir auknum heilbrigðiskostnaði.

Nú virðast þau yfirvöld sem ráða lyfjaverði vera að grípa til útsmoginna ráðstafana til að laga fjárhaginn í komandi kreppu. Á viðskiptasíðum Moggans má sjá að verð blóðþrýstingslyfja verður tvöfaldað en verð á Vigra lækkað.

Þetta þýðir tvennt:

Annars vegar samdrátt í notkun blóðþrýstingslyfja með tilheyrandi fjölgun dauðsfalla og fækkun gamalmenna með of háan blóðþrýsting, - sem sé sparnað í lífeyrisgreiðslum og heilbrigðiskostnaði.

Hins vegar fjölgun fæðinga vegna árangursríkara og fjörugra samlífs.

Þar að auki munu líkur aukast á því að gamlingjar á aldri við mig eða eldri, sem kaupi minna af blóðþrýstingslyfjum og meira af Viagra, fái reiðarslag. Þetta er nú stjórnkænska í lagi enda ríður á að finna öll þau ráð sem geta dugað.


mbl.is Kók er ekki góð getnaðarvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ansi það er útsmogið,
ekki á stjórnina logið,
aldraðir í móki,
af öllu því kóki,
á B-deild allt er bogið.

Þorsteinn Briem, 18.12.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta er hugmynd að framsýnni rannsókn. Mun kreppan hafa áhrif á ævilengd íslendinga. Hver verður meðalaldur eftir 5 ár? Tíni fæðinga eftir 5 ár? Kostnaður heilbrigðiskerfisins per kapíta eftir 5 ár? Marg margt fleira: tannskemmdir barna, einkenni um næringarskort, berklatíðni, já þetta er ekki fráleitt að neikvæðar víbendingar birtist okkur hratt. 5 ár er ekki langur tími (eftir á að hyggja). Við eigum allar þessar tölur á gengi dagsins í dag svo þetta verður písofkeik.

Gísli Ingvarsson, 18.12.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hækkun verðs  blóðþrýstingslyfja og lækkun á Viagra. Þýðir það ekki að margir falla í valinn í rúminu?

Haraldur Bjarnason, 18.12.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mikið er ég fegin að það er einhver sem hugsar um það sem skiptir máli núna í kreppunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Sævar Helgason

Landsstjórinn okkar frá AGS er nú í því að leggja á ráðin með undirmönnum sínum í ríkisstjórninni á Íslandi. Mikill niðurskurður er boðskapurinn. Auðvitað eru vinnulúnir gamlingjar íþyngjandi - þetta gæti verið leið til að senda þá sæla og glaða úr úr fjárlagahallanum.  Hér áður var hinum öldruðu ýtt fyrir ætternisstapa og þótti mannsbragur á.

Sævar Helgason, 18.12.2008 kl. 23:21

7 identicon

Þessi færsla þín er til marks um af hverju þér hefur ekki tekist að laða að þér nægjanlegt fylgi til að hafa eitthvað að segja. Þú ert enn bara skemmtikraftur.

Jóhann (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:13

8 identicon

Ómar það er verið að lækka verðið á viagra til menn geti haldið áfram að búa til skattgreiðendur fram í rauðan dauðann. Næst hækka þeir pilluna og smokkinn því fólksflóttinn er orðinn það mikið vandamál að eitthvað þarf að gera í málunum.  Jóhann ástæðan fyrir því að enginn hlustaði á skemmtiktaftinn er að allir voru orðnir sýktir að græðgissýkini.  Ég vona að menn læknist.

Offari (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 01:43

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki svo galin taktík  Enda til hvers að halda við tórunni í gamalmennum sem þrá það eitt að fá að deyja í friði?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 02:12

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Brynja, eitt er á hreinu við lestur athugasemdar þinnar: Þú ert ekki efni í grínista. Hæfileikar þínir liggja greinilega annars staðar. Kannski ertu efni pólitíkus? Það mætti alla vega álykta sem svo út frá athugasemd Jóhanns (aths. nr. 7).

Mitt álit er hins vegar að það væri betur komið ef ráðamenn væru aðeins meiri húmoristar þegar kemur að eigin launum og stólasliti og segðu af sér svo sem nokkrir eða í besta falli allir. Þá fyrst væri hægt að fara að taka af alvöruþunga á alvöru vandamálum þjóðarinnar, svo sem spillingu á spillingu ofan, sem hefur sett okkur á hausinn, og að því að velferðarkerfinu verði ekki rústað með nokkrum pennastrikum.

Til þess verks myndi ég treysta Ómari, sér í lægi ef hann færi í samstarf við hinn kallinn sem ekki er heldur lengur hægt að kalla rauðhaus.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:14

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

* lægi = lagi

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:18

12 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Mér dettur nú í hug að hreinlega bara gefa Viagra í staðinn fyrir blóðþrýstingslyfin. Það hljóta að finnast , jafnvel íslenskir lyfjaframleiðendur, sem væru til í að framleiða svoleiðis pillur, sem við gætum síðan selt til ESB og Japan, í gegnum Heilbrigðisráðuneytin þar. Þar eru allir orðnir svo gamlir og kostnaðarsamir. Þetta gæti verið leið okkar út úr kreppunni, af þvi svona nokkuð kostar. En við eigum úrval af vönu (ðu) fólki, sem kann ýmislegt fyrir sér. 

En áfram með grínið, það verður ekki af okkur tekið.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 19.12.2008 kl. 20:20

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bestu kveðjur til þín, Brynja, það er gott að einhver leggur það á sig að halda sig við jörðina og reynir að toga spottana á loftbelgjunum til að halda þeim við hana, annars er hætt við að illa geti farið.

Ég efast ekki um að þú kunnir að meta góðan brandara, þegar hann á við. Greinilega fannst þér ekki viðeigandi að slá á svo létta strengi hvað þetta mál varðar, enda er það rétt, það er grafalvarlegt mál hversu brengluð forgangsröðunin er í þjóðfélaginu okkar. Vonandi stendur það til bóta með vorinu: Kosningar í maí!

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.12.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband