Hvað um ráðleggingar Persons?

Lán Færeyinga samsvarar því, miðað við höfðatölu, að við hefðum lánað annarri þjóð 50 milljarða króna. Nú er bara að við reynum traustsins verð.

Þá kemur mér í hug ráðleggingar Görans Persons, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, um að við ættum að taka strax í upphafi stærsta skellinn í stað þess að fresta honum. En þetta er einmitt það sem við ætlum ekki að gera, heldur verður árið 2010 mun verra en 2009 ef marka má spár.

Nú kann að vera að tillit þurfi að taka til þess að það er ekki eins auðvelt fyrir Íslendinga að flytja úr landi yfir Atlantsála eins og það var fyrir Svía að flytjast yfir landamærin til Danmerkur eða Noregs.

Eftir að samdráttur dundi yfir á hér á landi haustið 1967 fluttu flestir til útlanda árið 1969, árið sem samdrátturinn náði hámarki.

Þá fór að rætast úr á þriðja árinu eftir fallið, en nú er hætt við að dýfan verði dýpri og langvinnari en þá. Þess vegna er stóra spurningin sú hvort við séum að gera rétt með því að fresta erfiðustu ráðstöfunum í stað þess að taka á þeim strax á árinu 2009.


mbl.is Lán til Íslendinga samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ég er svo fávís, Ómar,en hverjar eru erfiðustu ráðstafanirnar. Nú þegar hafa eigur stórs hluta þjóðarinnar í raun verið gerðar upptækar, eða réttara sagt horfið. Tekjur margra duga ekki lengur fyrir framfærslu fjölskyldna, ásamt með afborgunum af því sem þóttu nauðsynjar fyrir nokkrum mánuðum. En enginn getur losað sig við neitt af þessu. Hús og bílar eru verðlaus í dag.

Ég hygg að þúsundir manna muni flæmast frá Íslandi á næsta ári, gjaldþrota hér, en vel gjaldgeng í öðrum löndum. Ungt og hæfileikaríkt, vel menntað fólk, eftirsótt til starfa, hvar sem er. Það er fólkið sem við töpum. Eftir sitja ??

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 19.12.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Athygliverð spurning Sigurður Rúnar!  Ég er sammála Göran Persson, tökum á okkur þyngsta skellinn nú þegar. Síðan getum við eftir það séð hvað við höfum úr að spila.

Baldur Gautur Baldursson, 19.12.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Göran Person er annálaður sænskur asni. Honum var boðið hingað af fjármálamönnum til að "peppa" Íslendinga að ganga i ESB eins hratt og hægt er.

Hann og Carl Bild voru þeir þrjótar sem plötuðu Svía inn í ESB.

Öll hans orð á að gleyma. Það er ekkert sambærilegt með sænsku efnhagslífi og íslensku.

Hefur enginn á Íslandi vit á eigin fjármálum? 5000 milljörðum var stolið úr íslensku efnahagskerfi og það er bara verið að tala um hver eigi að borga þjófnaðinn, enn minna talað um þjófanna.

Það væri nær að taka stærstu skúrkana og halda þeim í varðhaldi þangað til þeir skila peningunum. Meira bullið í þér Ómar! Þú hlýtur að vera orðin kalkaður...

Óskar Arnórsson, 19.12.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greiðslur af Icesave-landsréttindaafsalsláni 29 óforsjálla alþingismanna byrja líka ekki fyrir alvöru fyrr en um 2010 eða 2011 – vaxtagreiðslum er frestað þangað til þá, en skella bara á með þeim mun meiri þunga. Lánin þau eru upp á um 640 milljarða kr., og af ÞEIRRI upphæð þarf að borga vextina, vart minni en 5,25% (en gætu hækkað, ef þeir eru breytilegir og fara eftir lánshæfismati ísl. ríkisins, sem hlýtur að verða komið í botn eftir um tvö–fjögur ár), jafnvel þótt á móti komi, að einhverjar eignir á Landsbankinn–Icesave í Englandi. Hitt var fráleitt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að fullyrða, að raunverulega skuldaaupphæðin geti verið um 150 milljarðar kr. – því að búið var að segja okkur, að þær gætu verið á bilinu 120 til 340 milljarðar. Hvernig henni tókst að plata marga (jafnvel fjölmiðlamenn) til að fara síðan að tala jafnan um þær sem 150 milljarða, er mér óskiljanlegt.

Við erum með óhæfa valdamenn. Fyrir utan nokkra þingmenn stjórnarflokkanna, sem voru ekki viðstaddir Icesave-atkvæðagreiðsluna 8. þ.m., var Pétur Blöndal eini þingmaðurinn stjórnarflokkamegin, sem greiddi atkvæði gegn samningsumboðinu til ríkisstjórnarinnar. Það er hann, sem ég vil að taki sæti Geirs í ríkisstjórninni sem allra fyrst.

Og ekki er ég með öllu fjarri þeirri hugsun, sem mjög trúr og staðfastur Sjálfstæðisflokksmaður nefndi við mig um daginn, að það eina, sem Ingibjörg og Geir séu að hugsa um, sé að halda nógu lengi út til að komast á góð eftirlaun. Raunar efa ég ekki góðan hug Geirs til að gera sumt a.m.k. vel, en uppgjöf hans fyrir Icesave-kröfunum, gegn t.d. ráðleggingum Jóns Daníelssonar prófessors, er ekki verjanleg. Being a real statesman requires something more than being a politician.

Jón Valur Jensson, 20.12.2008 kl. 07:25

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var með í svikamyllu Péturs Blöndals þegar hann stofnaði Kaupþing þegar hann byrjaði í Húsi Verslunnarinnar, og tók hann 10% vexti af öllum sem seldu ávísanir fram í tímann.

Mér er algjörlega óskiljanlegt að svona glæpamaður skuli sitja á þingi.

Hann þurkaði upp Alþýðubankan á Laugaveginum og tæmdi Búnaðarbankan í Vík í Mýrdal gjörsamlega upp!

 Ekki er ég hissa á að afglapi eins og JVJ vilji hafa gangster eins og Pétur Blöndal sem forsætisráðherra!

Enda er JVJ trúarlegur fáviti og gangster sjálfur... 640 milljarðar eru bara enn ein lýgin sem kemur úr kollinum á JVJ... við eru komnir yfir 5000 milljarða bjánin þinn...

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 07:47

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var aðeins að tala þarna um Icesave-málið, ekki öll hin lánin, sem ríkisstjórnin er að taka, og heldur ekki aðrar kröfur erlendra banka og fjármálastofnana á hendur öllum bönkum okkar, sem eru margfaldar á við Icesave-málið.

Að Óskar eigi bágt með að hemja sig, skilst kannski, ef hann hefur einhverja ástæðu til að reiðast Pétri (um fordóma hans gegn mér var mér fullkunnugt fyrir). En ef þetta er rétt, sem Óskar segir um fjármálin, var þá ekkert mál höfðað gegn Pétri og hvers vegna ekki, ef við eigum að trúa Óskari um þetta? Sjálfur hef ég ekki fengið neina ástæðu til að trúa þessum ásökunum hans og við hann að halda sinni umræðu í kurteislegum farvegi.

Jón Valur Jensson, 20.12.2008 kl. 09:14

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

... bið hann að halda sinni umræðu í kurteislegum farvegi.

Jón Valur Jensson, 20.12.2008 kl. 09:19

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er EKKI með fordóma gagnvart Pétri Blöndal JVJ! Ég sit ekki í fangelsi í 3 mánuði fyrir hvern sem er! É á þetta allt skjalfest!

Farðu og jarmaðu í mömmu þinni eða Guði...JVJ! Hann sveik mig og hundruði annarra...

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 10:53

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er hann orðin kaðólikki kanski? Þá geng ég frá honum...

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 10:55

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heilagt loforð..JVJ!

Óskar Arnórsson, 20.12.2008 kl. 10:56

11 Smámynd: A.L.F

Fólkið í landinu getur ekki tekið meiri skell en þegar hefur skollið á okkur, ég var "heppin" ég tók ekki þátt í þessi lífsgæðarhlaupi, veikindi mín voru bara of mikil til þess að ég gæti það. Og nú uppsker ég eftir því, næ að fæða og klæða börnin mín á meðan aðrir ná því ekki.

Hvern einasta  dag svíður mér þegar ég les fréttirnar, svíður þegar ég heyri í vinum og vandamönnum sem geta ekkert gert sér til bjargar.

Ég bara spyr, hversu stærri skell er verið að tala um ? nú þegar blasir gjaldþrot við 70% fasteignaeiganda, hversu meira á fólkið í landinu að taka á sig?

Og hvað hafa bankar og ríkistofnanir að gera með 70% fasteigna landsins.

Óskar það má vel vera að Pétur Blöndal hafi verið falskur hér á árum áður en allir menn þroskast, allir menn læra af mistökum sínum, Pétur er að mér virðist búin að vera sá eini síðan þetta byrjaði að skella á sem hefur talað af viti, kannski er hann búin að læra sína lexíu og vil aðstoða þjóð sína.

A.L.F, 20.12.2008 kl. 16:31

12 identicon

En hvað með son þinn Ómar? Er hann ekki upplýsingafulltrúi bankamálaráðherra? Voru þeir ekki sammála um það að Kaupþing í Lúx yrði ekki selt fyrr en allt væri uppi á borðum? Nú er það selt. Hvað breyttist í millitíðinni? Og nú vill dóttir þín fara að rannsaka bróður sinn. Eru einhver fleiri barna þinna sem vilja hagnast á þessu bankahruni á kostnað almennings? Eða hver á að borga laun þeirra ef ekki almenningur?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:38

13 Smámynd: Offari

Já Ómar þorir þú að bjóða þig fram með skattahækkun ug launalækkun sem kosningaloforð?  Við getum ekki byrjað að byggja upp aftur fyrr en botninum er náð. Svo ég er samála þér að það þýðir ekkert að reyna að fresta því óumfýjanlega. Snögg niðursveifla getur því jafnvel verið betri kostur en að fara hægt niður því það lengir biðina eftir uppsveiflu.

Óskar ég skil vel reiði þína enda sjálfur reiður. En reiðin er hættuleg í þessari krísu því hún fær mann oft til að gera og segja eitthvað sem maður mun síðar sjá eftir. Elín ef við höldum endalaust áfram að dæma menn fyrir gjörðir annara er ekki bjart framundan. Ég tel að Ómar hafi alið börnin sín sem sjálfstæðar og áháðar persónur.

Offari, 20.12.2008 kl. 18:10

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sonur minn varð upplýsingafulltrúi í viðskiptaráðuneytinu eftir að bankarnir hrundu og hefur aldrei átt nein tengsl við fjármálageirann eða fjárfest í öðru en hluta í lítilli íbúð í Vesturbænum. Hann var erlendis í eitt og hálft ár, og kom heim í ágúst.

Starf hans felst eingöngu í milligöngu milli ráðuneytisins og fjölmiða og annarra, sem hafa þurft að leita í stórauknum mæli til ráðuneytisins um upplýsingar.

Hann tekur á engan hátt þátt í öðrum störfum í ráðuneytinu en var ráðinn vegna afburða menntunar og reynslu í fjölmiðlun bæði hér á landi og erlendis.  

Setningin "voru þeir ekki sammála?" um hann og ráðherrann eru jafn mikið út í hött og að nota hana um húsvörðinn í ráðuneytinu.

"Eru einhverjir fleiri barna þinna sem vilja hagnast á þessu bankahruni á kostnað almennings?" pyr Elín Sigurðardóttir. "Eða, hver á að borga laun þeirra ef ekki almenningur?"

Í spurningunni felst fullyrðing um spillingu tveggja barna minna og hugsanlega allra hinna fimm. Umrædd dóttir mín og maður hennar, fimm barna foreldrar, misstu bæði vinnuna í bankahruninu.

Ef þau fá ekki vinnu munu þau lenda á atvinnuleysisbótum og fá þær "borgaðar á kostnað almennings."  

Elín telur þetta greinilega hneykslanlegt og sjálfsagt mál að þessa sjö manna fjölskyldu eigi að taka út fyrir svo að almenningur losni við allan kostnað af henni.

Ef Elín telur að dóttir mín megi alls ekki fá áhuga á því eins og annað fjölmiðlafólk að rannsaka hrunið og afleiðingar þess "á kostnað almennings," þ. e. lesenda blaðanna, þá þýðir það væntalega, Elín mín góð, að fjölmiðlarnir eigi alls ekki að gera það.  

Víkjum þá að hinum börnunum fimm.

Tvær dætur mínar eru kennarar og hafa ekki komið nálægt fjármálageiranum á neinn hátt. Elín telur væntanlega að þær eigi ekki að fá greitt "á kostnað almennings" fyrir kennslustörfin.

Fjórða dóttir mín hefur nýlega fætt son og Elín telur líklega hneykslanlegt að hún sé í fæðingarorflofi.

Elsti sonur minn er byggingarfræðingur og býr ásamt konu sinni og tveimur sonum í lítilli íbúð í blokk. Elín hefur greinilega gríðarlegar áhyggjur af spillingunni hjá þeim hjónum sem eru eins fjarri skuldasukki og fjármálavafstri og hugsast getur.  

Yngsti sonur minn hefur verið fatlaður frá fæðingu og rétt skrimtir af örorkubótum. En líklega er hneykslanlegt að hann fái þær "á kostnað almennings" og hið besta mál að gera hann tortryggilegan. 

En hér kemur aðalatriðið: Ekkert af börnum mínu tók þátt í fjármálaæðinu og þeim dansi í kringum gullkálfinn sem fjórfaldaði skuldir þjóðarbúsins á örfáum árum í "góðærinu". Þau eru öll í hópi þeirra tugþúsunda Íslendinga sem áttu ekki þátt í hruninu og þurfa samt að taka á sig afleiðingarnar af því á sig.  

Ég tel að þau eigi rétt á því að fá að lifa sem sjálfstæðir einstaklingar án þess að þola aðdróttanir og órökstuddar dylgjur sem ætlað er að lenda á mér. Ég bið fólk, sem vill kasta skít að mér, vinsamlegast að beina því skítkasti ekki að öðrum.

Ómar Ragnarsson, 20.12.2008 kl. 21:01

15 identicon

Á fjölmiðlafólk að rannsaka bankahrunið? Nei, það hefur sofið á verðinum hingað til. Munu þau lenda á atvinnuleysisbótum? Það má segja um fleiri. En nú er hver sjálfum sér næstur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 22:27

16 identicon

Kæra Elín,

fjölmiðlafólk á ekkert endilega að rannsaka bankahrunið. Það er heldur ekkert sjálfgefið að þeir sem forseti Alþingis skipar í þessa rannsóknarnefnd séu hæfir til að rannsaka það. Við vitum enn ekki hverjir það verða sem skipa nefndina eða hvort það fólk svaf á verðinum.

Mér finnst bara að í nefndinni eigi að vera fulltrúi almennings.

Það þarf ekkert endilega að vera ég, það getur verið hver sem er annar.

Með því að bjóða mig fram til setu í nefndinni vildi ég ffyrst og fremst vekja upp umræðu um nefndina og hverjir koma til með að sitja í henni og um leið vekja forseta Alþingis til umhugsunar um hverja hann skipar til að rannsaka aðdraganda bankahrunsins.

Góðar stundir og gleðileg hátíð :) 

Lara (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:40

17 identicon

Ég er sammála Jóni Vali að halda umræðunni kurteysri og á málefnalegum nótum. Vitur maður vitrari en Salomom konungur með hjarta sitt fullt af kærleika sagði fyrir nokkrum hundruð árum síðan ,,Opnaðu aldrei hjarta þitt fyrr hundum því á leið sinni  fram hjá þér munu þeir snúa við og rífa þig á hol.'' Þessu til áréttingar bætti hann við,,Kastaðu aldrei perlum fyrir svín.''Nýlega stigu fram fræðingar og þeim fannst orðin og hversu hvassyrtur hann var gæti sært blygðunarkennd almennings og hafa fært orðin í meiri silkiumbúðir.Í dag er það kennt leynt og ljóst að jólin séu gerð til heiðurs jólasveininum.Hann getur gert kraftaverk og færir litlu börnunum gjafirnar í skóinn. Okkur allt of mörgum finnst þetta í góðu lagi og erum tilbúin að spyrna gegn kærleika og trúarfræðslu á sama tíma. Okkur fannst líka í góðu lagi að verktakarnir í góðærinu rökkuðu niður íslenskt vinnuafl í fjölmiðlum og enginn setti sig á móti. Þeim lærðist blessuðum um síðir í kreppunni,,Að bíta ekki í höndina sem fæðir þá.''Með þessum örlitlu dæmum má sjá hversu tilbúin við vorum Íslensk þjóð að falla í strigann eins segir í boxinu. Jarðvegurinn var tilbúinn til sáningar og því er sökin víðar en við viljum gangast við.Í kærleiksríku samfélagi þar sem samhjálpin fengi efsta sætið og við vakandi fyrir velferð hvers annars hefði þetta hrun aldrei getað átt sér stað!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:00

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

A.L.F! Spurðu dóttur Péturs Blöndals hvesu "þroskaður" hann sé! Éh fékk minn dóm, enn ekki Pétur Blöndal. Hann skuldar mér peninga sem hann borgar ekki...

...ábyggiggilega búin að gleyma því, enn ekki ég!

Þessi Baldvin er úr algjörlega úr kortinu...

Óskar Arnórsson, 21.12.2008 kl. 08:13

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vil taka fram að að ég hef ekkert nema gott að segja um Ómar Ragnarson og hef aldrei heyrt neinn hallmæla honum eða hans fólki.. hefði átt kanski að taka það fram áður...

Óskar Arnórsson, 21.12.2008 kl. 10:11

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson er HEIÐARLEGUR stjórnmálamaður.

Spilltir og óheiðarlegir stjórnmálamenn
reyna hins vegar alltaf að gera heiðarlega keppinauta sína óvirka í stjórnmálum með öllum tiltækum ráðum.

Þorsteinn Briem, 21.12.2008 kl. 14:48

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég get tekið 100% undir þetta með Steina Briem um Ómar og hins vegar spillta stjórnmálamenn.

Jón Valur Jensson, 21.12.2008 kl. 15:07

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og takk, Baldvin!

Jón Valur Jensson, 21.12.2008 kl. 15:17

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú mundir þroskast mikið JVJ ef þú færir til Filippseyja og sæit hvernig Kaðólikkar stunda sína trú. Þú ert í sjalafneitun á hvað er að ske....FBI kom gubbandi heim til USA eftir að að hafa séð þetta kaðólikka sukk, barnaníð og fleira! Þeir fengu ekki einn einasta prest framseldan...þú ert svo mikill asni, JVJ að það er leitun að öðru eins gerpi..

Óskar Arnórsson, 22.12.2008 kl. 23:56

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eins og menn hafa tekið eftir hér og víðar, svara ég yfirleitt einungis því, sem svaravert er.

Jón Valur Jensson, 23.12.2008 kl. 01:25

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Sannleikanum verður hver sárreiðastur" JVJ..;) svörin frá þér er bara kjaftæði eins og venjulega...og þú svaraðir án þess að vita af því..hehe...

Óskar Arnórsson, 23.12.2008 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband