Hver er til og hver er ekki til?

Það þarf ekki börn til að ruglast í því hvað sé til og hvað sé ekki til. Oftar en einu sinni kom það fyrir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að tala í ræðum vínum um dramatíska og markverða atburði eins og þeir hefðu gerst í raun og veru en voru þó aðeins atriði í bíómyndum.

Sumar persónur skáldanna og leiksviðanna eru svo ljóslifandi í huga okkar að gætum þess vegna ruglast á þeim og raunverulegum persónum. Ungir og gamlir herma eftir, nota orðalag og vitna jafnvel í persónur á borð við Sollu stirðu, Bjart í Sumarhúsum, Ragnar Reykás eða Snæfríði Íslandssól rétt eins og þetta hefðu verið lifandi persónur.

Þess vegna er "lygin" um jólasveinana tiltölulega saklaus og ástæðulítið að amast við henni.

Þetta minnir mig á að tvær konur hafa sagt mér sömu söguna, hvor af sínu landshorni.

Sjö ára dótturdóttir spurði ömmu sína um, hvort jólasveinninn væri til. Amman réð það af fasi barnsins og tóninum í spurningunnni að vafasamt væri að halda blekkingunni til streitu og svaraði því: "Nei, hann er ekki til." 

"Er Grýla til?" spurði telpan. "Nei, hún er ekki til, barnið mitt" svaraði amman. "Er Leppalúði til?" spurði telpan: "Nei" svaraði amman enn, "hann er ekki til. "En er Ómar Ragnarsson til?"spurði telpan þá og fékk loks jákvætt svar, ömmunni til nokkurs léttis.

Ég hafði lúmskt gaman af að heyra þessar sögur en fannst þó ekki sérlega uppörvandi að vera spyrtur á þennan hátt beint við þau hjúin Grýlu og Leppalúða, - hefði kannski óskað þess að vera í skárri félagsskap.    


mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að Leppa hann væri lúði,
lygunum heimurinn trúði,
enga framar átti sér von,
hann Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtileg saga Ómar!

Raunveruleikinn er oft lyginni líkastur og að taka skáldaða atburði og gera úr þeim lærdómsríka dæmisögu, er mildileg aðferð til þess að koma börnum okkar til manns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36

Ef Jólasveinnin er ekki til vegna þess að fólk hefur ekki séð hann þá ætti Guð ekki að vera til, það hefur enginn séð hann ? Er þetta ekki spurning um trú

Níels Sigurður Þorvaldsson Dreki #36, 26.12.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Dettur í hug sagan af írska stjórnmálamanninum, sem var viðstaddur opnun heimilis fyrir blind börn í Dyflinni, rétt fyrir kosningar.

Kallinn var hrifnæmur sögumaður, líkt og flestir landar hans og hélt sérlega hjartnæma þrumuræðu við þetta tækifæri.   Aðalinntakið var þó auðvitað að hans flokkur væri sá eini í landinu, sem eitthvað vildi gera fyrir blessuð blindu börnin.

"Og ég veit hvað ég er að tala um", klykkti sá írski út með, grátklökkur.  "Ég á sjálfur þrjú blind börn..."

Fram að þessu hafði enginn vitað betur en að maðurinn væri barnlaus með öllu.

Það fréttist heldur aldrei neitt frekar af blindu börnunum hans þremur -en hann vann kosningarnar...

Og hvers vegna láta sannleikann standa í vegi fyrir grípandi sögu ?

---------------------------------------------------

Jólakveðjur til þín Ómar og takk fyrir allt gamalt og gott.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.12.2008 kl. 03:39

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tek undir með Kalda Valda.

ég man eftir plötunni hans Gáttaþefs, sem ég spilaði út í eitt mörg jólin sem polli.
hér er ég svo í dag á blogginu hans.

jólasveinninn er vissulega til

Brjánn Guðjónsson, 26.12.2008 kl. 08:14

6 identicon

Comon krakkar þetta eru bara karlar í furðufötum... líka sá sem presturinn sagði vera til ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 11:13

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þarna birtist trúarhrokinn í hnotskurn.

Björgvin R. Leifsson, 26.12.2008 kl. 13:42

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég get vitnað um að Ómar Ragnarsson er til. Hann skemmti þegar ég gifti mig en hjónabandið entist ekki þrátt fyrir það!

Annars eigum við að taka undir með prestinum. Það er að sjálfsögðu engin Santa Kláus til, á sleða sem fljúgandi hreindýr draga upp í skýjunum. Hvílík endemis firra. Jólasveinarnir eru synir Grýlu og Leppalúða og heita....l! Sko, lesið þessa síðu.

Benedikt Halldórsson, 27.12.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband