Öfugsnúin trú á "hagkvæmni stærðarinnar" ?

Lögmálið um "hagkvæmni stærðarinnar" á alls staðar við að því leyti til að flest starfsemi þrífst best og skilar bestu við ákveðna stærð rekstrareininga. Þetta fer þó algerlega eftir aðstæðum og hagkvæmni stærðarinnar þýðir ekki að því stærri sem rekstrareiningar séu, því betra.

Sovétmenn trúðu á hagkvæmni stærðarinnar í aðra áttina, það er: því stærra, því betra, - tóku jarðir af bændum og smöluðu þeim með valdi "alræðis öreiganna" inn í stór samyrkjubú. Afleiðingin varð skortur og sultur sem kostaði milljónir manna lífið.

Á síðustu áratugum Sovétríkjanna var matarskortur í landinu sem Hitler réðst inn í af því að það væri framtíðar matvælaforðabúr Evrópu.

Svo virðist sem heilbrigðisráðherra hafi smitast af þessum sovéska hugsunarhætti enda er komin "söguleg hefð" á það hjá Sjálfstæðisflokknum að beita tröllkarlalegum sovéskum lausnum á borð við Kárahnjúkavirkjun.

Nú má sjá í blöðum að skólabróðir minn Almar Grímsson hefur fengið upp í kok af þessum vinnubrögðum í flokki hans. Það er við hæfi að nota orðin "upp í kok" um það að leggja niður starfsemi við meltingarsjúkdómalækningar í Sankti Jósepsspítala, en ég hef persónulega reynslu af frábærri þjónustu og árangri á þeirri deild.

Ráðherrann leggur ekki fram nein gögn til að sanna mál sitt og hefur ekki samráð við neinn nema þá deild í Landsspítalanum í Reykjavík sem fá á þessa starfsemi til sín og samþykkir það auðvitað og styður að fá tryggingu fyrir auknum verkefnum og fjölda starfsmanna.

Lágmarkskrafan til ráðherra hlýtur að vera þessi: Gögnin á borðið og rökræður um þau áður en vaðið er áfram með offorsi.


mbl.is Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Burt með ráðherraeinræðið! Þessir menn misnota sína stöðu.

Úrsúla Jünemann, 12.1.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni og takk fyrir góðan pistil.

Hún Guðríður Lilja dróg upp skemmtilega mynd af rökvillum íhaldsins í málflutningi þess.  Þegar þú heldur á gafli og segir að þetta sé gafall þá mun Ólafur Moggaritstjóri segja; Já þetta er gaffall.  Þegar Guðlaugur heldur á gafli og segir að þetta sé hagræðing þá segir Ólafur; Já, þetta er hagræðing, mikil er stjórnviska þín Guðlaugur.  

Ergo, það skiptir ekki máli hver rökin eru og skynsemi þess sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins framkvæma.  Íhaldið bakkar alltaf uppi sína menn og ef rökin skortir þá er útúrsnúningi, hótunum og þöggun beitt í bland við stanslausan áróður um réttmæti vitleysunnar.  Hví afgreiddir leiðari Morgunblaðsins réttmætar aðfinnslur og gagnrýni heimamanna og starfsfólks Jósefsspítala sem "hrepparíg" í stað þess að biðja ráðherra kurteislega um rök og útreikninga fyrir ákvörðun sinni?  

Margir styðja Guðlaug með þeim rökum að hagræðingar er þörf og mikið megi hagræða í heilbrigðiskerfinu því það er rekið af ríkinu.  Í gegnum þann málflutning skín þessi eilífðar fyrirlitning Sjálfstæðismanna á ríkisstarfsmönnum sem eru bæði latir og hysknir enda geri ríkið sem vinnuveitandi engar kröfur til síns starfsfólks.  Einkavæðum báknið og látum fólkið fara að vinna.  

Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að hvort  fólk sem svona talar undir rós, sé fólkið sem veit það af sínum eigin störfum að víða sé sluksað og margir mættu vinna vinnuna sína betur.   Margur heldur mig sig.

En hagræðingaraðgerðir sem leiða til aukins kostnaðar eru ekki hagræðing, heldur óhagræðing og þessi vinnubrögð Guðlaugs er skólabókardæmi um það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undur stórt var undir honum,
og undrið var handa konum,
en ekki stóð það undir vonum,
og upp var skorið á spítulonum.

Þorsteinn Briem, 12.1.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband