12.1.2009 | 14:44
Forystuþjónkun sjálfstæðismanna að minnka ?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson lýsti því einu sinni skemmtilega af hverju það væri svona miklu meira að gerast í flokkadráttum og félagsmálavafsltlri meðal vinstri manna en hægri. Sagði hann að hægri menn reyndu að komast hjá því að eyða of mikilli orku í slíkt og hölluðu sér frekar að sér og sínum við að framleiða og halda þannig atvinnulífinu gangandi.
Þetta kanna að vera skýringin á því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur notið meiri forystuhollustu en aðrir stjórnmálaflokkar. Félagarnir eru ánægðir með það að hafa fundið foringja og þjappa sér um hann.
Nú virðist meira að segja þetta höfuðatriði vera á undanhaldi og eru skrif Guðmundar G. Gunnarsson gott dæmi um það. Ef greining Hannesar Hólmsteins er notuð hlýtur þetta að vera dæmi um að langlundargeð flokksmanna sé á þrotum og að þeim sem "seinþreyttastir eru til vandræða" sé loks nóg boðið.
Það er engin furða. Hinn almenni flokksmaður verður nú óþyrmilega fyrir barðinu á mistökum flokksforystunnar og finnur það á pyngju sinni á hverjum degi að búið er að eyðileggja fyrir honum afraksturinn af viðleitni hans til að sjá sér og sínum farborða. Svo einfalt er það.
Hagsmunaárekstur félags og flokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Já. Það er ekki flóknara en það."
Datt í hug, þegar ég las síðustu setninguna í færslunni hjá þér, er við hjón vorum á Kanaríeyjum ein jól. Með okkur var meindýraeyðir í Reykjavík og kona hans. Þau bjuggu í kofanumvið hliðina á okkar. Það fór því ekki hjá því að við hefðum töluverð samskipti við þau. Leigðum meðal annrs bíl saman og fórum í hellaferð.
Karlinn virtists hafa skoðanir á öllu og ekkert mannlegt né meindýralegt honum óviðkomandi. Samt sagði hann litið. En hann endaði allar sínar setningar og savarði gjarnan með þessum tveimur setningum; "Það er ekki flóknara en það. Svo einfalt er það".
Annars finnst mér greining þín í færslunni æði trúleg. Svo einfalt er það.
Dunni, 12.1.2009 kl. 18:37
Sic transit gloria mundi, mætti segja,
svo mjög er breytt frá því sem áður var.
Og Sjálfstæðis var hér frægur flokkur,
sem fólksins merki hreint og tigið bar.
Svo hættulegt var ekkert auð né valdi
og yfirdrottnan sérhvers glæframanns.
Svo dó hann hljóðalaust og allt í einu,
og allir Bretar vissu banameinið hans.
En minning hans mun lifa ár og aldir,
þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar bensíntunna
frá Bjarna Ben í Enn einum Company.
Þorsteinn Briem, 12.1.2009 kl. 20:44
Þessi meistaralegu orð hans má finna hér:
http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/420074/
;)
ari (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.