15.1.2009 | 03:11
Mæðrastyrksnefnd í febrúar-maí.
Þegar diskurinn "Birta - styðjum hvert annað" var gefinn út fyrir jólin og ég átti samtöl við fólk út af honum, hafði ég á orði að hann væri kannski ekki endilega hugsaður sem jólaflyrirbæri, - það myndi verða meiri þðrf fyrir stuðning og uppörvun í anda þessa disks flyrir mæðrastyrksnefnd á útmánuðum og í vor.
Því miður stefnir í að þetta verði svona og að dýfa kreppunniar muni vaxa að minnsta kosti til sumars. Heimskreppan á fjórða tug aldarinnar óx fyrstu þrjú árin eftir hrunið í nóvember 1929 og önnur dýfa kom á árunum 1937-39. Menn tala um að tækni og þekkning 21. aldarinnar geti gert þetta skárra nú en reynsla fyrstu mánaða kreppunnar nú, að ekki sé minnst á aðdraganda hennar, sýnir hvað menn eiga erfitt með að sjá hlutina fyrir.
Roosevelt Bandaríkjaforseti kallaði aðgerðir sínar "New Deal", eða Nýja uppstokkun þar sem griipið yrði til róttækra aðgerða umbóta og samhjálpar til að lágmarka tjónið af kreppunni. Ekkert bólar á uppstökkun hér og heldur ekki á markvissum aðgerðum, enda liggur hvorki fyrir niðustaða um umfang skuldanna og helstu stærðir málsins né bitastæð hugmynd um leið út úr vandanum.
Sem dæmi um þetta má nefna að á borgarafundi á mánudag talaði Ágúst Ólafur Ágústsson um að skilanefndir bankanna væru að störfum. Engar upplýsingar hafa enn fengist um störf þeirra 100 dögum eftir hrun og gagnsæi þeirra aðgerða er orðin tóm.
Þvert á ráðleggingar Görans Persons á í samstarfinu við AGS að velta meginvandanum yfir á 2010 í stað þess að skilgreina vandann til hlítar sem fyrst og ráðast að honum strax á þessu ári til fulls. Næstu fjórir mánuðir munu skera úr um það hvort hér verður meira og jafnvel algert hrun og upplausn.
Ekki örlar á vilja stjórnvalda til uppstokkunar. Það er enginn "New Deal" í sjónmáli. Sama taplið 14:2-stjórnmálanna á að vera inni á vellinum, engum skipt út af.
P.S. Diskurinn "Birta - styðjum hvert annað með níu lögum um land og þjóð, æðruleysi, kjark og samhjálp fæst hjá Skífunni, Smekkleysu, Olís og í Bónus og hver einasta króna, 1299 af hverjum diski, rennur beint til Mæðrastyrksnefndar.
Gengi hlutabréfa lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgðina á núverandi ástandi hér eru kjósendur gömlu flokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem komu á því kerfi sem hér er við lýði þegar þeir voru saman í ríkisstjórn í tólf ár, 1995-2007, enda sýna nýjustu skoðanakannanir að kjósendur ætli að refsa þessum tveimur flokkum harðlega fyrir það, hvað sem síðar verður.
Meirihluti kjósenda kom Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum til valda á sínum tíma og sá til þess að þeir héldu völdunum þessi þrjú kjörtímabil. Og reyndar misstu þeir ekki meirihlutann í síðustu alþingiskosningum, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn var í mjög sterkri stöðu eftir kosningarnar. Og hann hefði einnig getað myndað ríkisstjórn með Vinstri grænum.
Þorsteinn Briem, 15.1.2009 kl. 04:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.