Neyddir til að drepa að minnsta kosti 300 börn.

Mann setur hljóðan við að heyra þann rökstuðning fyrir manndrápum og eyðileggingu Ísraelsmanna á Gasa að þeir séu neyttir til að drepa börnin þar.

Upphaflega var einn Ísraelsmaður drepinn í eldflaugaárás, en tólf ísraelskir hermenn munuu hafa fallið í herleiðangrinum.

Þegar hafa verið drepin 300 börn og líklega eru þúsundir slösuð, að ekki sé minnst á skelfinguna og sálartjónið sem börn almennt þurfa að líða á Gasa. Ekkert lát er á þessum hernaði og enginn veit hve mörg börn Ísraelsmenn telja sig þurfa að drepa í viðbót til að herinn geti snúið heim eftir "árangursríkan" herleiðangur.

Síðan á að senda sérstakan sendimann til Íslands til að réttlæta barnadrápin svo að hægt sé að halda þeim áfram í friði fyrir efasemdarröddum Íslendinga um þá "neyð" sem réttlætir svona viðbjóð.

P.S. Nú er barnadrápum Ísraelsmanna lokið og þeir segjast hafa náð þeim árangri, sem að var stefnt: Lokatölur: 410 látin börn.


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er augljóst að aflsmunur á Palestínumönnum og Ísraelum er gífurlegur og sumir myndu kalla það óðs manns æði að svona veikburða þjóð ráðist á herveldi. Svona svipað og ef varðskipin okkar hefðu skotið á bresku herskipin í þorskastríðinu. Hvað gengur þá Palestínumönnum til með því að ráðast á Ísraelsmenn? Er það herbragð hjá þeim til þess að fá Ísraelsmenn til þess að neyta aflsmunar síns? Að fórna varnarlausum konum og börnum sínum til þess að fá samúð annara? Frekar er það nú löðurmannleg aðferð.

Annars er ég ekki viss um að hlutfall óbreyttra borgara og þ.m.t. barna sem fallið hafa í Palestínu, sé mkið hærra en í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Það hefur verið þróunin í stríðum, eftir því sem tækninni fleygir fram (svo merkilegt sem það nú er)  að æ fleiri óbreyttir borgarar falla í átökunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Sæll Ómar. Hörmungarnar á Gasa eru sannarlega miklar en blóð saklausra Palestínskra borgara er fyrst og fremst á höndum Hamas. Ómeltur áróður Hamas rennur því miður vel niður hjá mörgum sem mynda sér skoðanir á grundvelli "body count" og nú er með þessari ákvörðun ekki í boði að heyra sjónarmið Ísraelsmanna.

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um fordæmingu er óskynsamleg, vanhugsuð og til þess fallin að enn fleiri saklausir borgarar láti lífið eins og ég færi rök fyrir hér.

Obama virtist skilja klemmu Ísraelsmanna ágætlega þegar hann heimsótti Sderot síðasta sumar. Þú kannski tekur fremur mark á honum.

Sveinn Tryggvason, 17.1.2009 kl. 00:18

3 identicon

And the Palastinians can continue to carry on as they do..Send missiles over Israel that are so primitive that they never reach the target and kill there own people, along with women children in Israel.

What is wrong with you !!!! Are you blind Man... If the Palastinians had not broken the cease fire....nothing like this would have happened. Once again.....What is wrong with you...are you blind to the truth....or just simple.

Ughh! Shame on you...

Wake up!

Fair Play (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:20

4 identicon

Þið ættuð aðeins að íhuga það sem þið eruð að segja Gunnar og Sveinn. Þið talið eins og mannslífin, líf þessara barna séu bara aukatriði í þessum hildarleik. Það er ekkert, EKKERT, sem réttlætir aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza.

Þrátt fyrir digurbarkalegt tal Hamas, þá eru þau máttlítil samtök, sem hafa varla valdið nokktum skaða í Ísrael. Ef Ísraelsmenn vildu frið, þá væri þeim í lófa lagið að koma honum á, með því einu að viðurkenna Palestínuríki, loka landtökubyggðunum og stuðla að bættum lífskjörum meðal íbúa Palestínu. Aðeins þannig geta þeir tryggt friðinn.

Það eru aðeins tvær aðferðir sem virka, þegar brjóta á niður andstöðu hryðjuverkamanna sem njóta almenns stunðnings hjá sínum samlöndum.

Önnur er að einfaldlega útrýma þjóðinni eins og hún leggur sig. Hin er að stuðla að bættum lífskjörum almennings, því aðeins þannig mun hann snúa baki við hryðjuverkamönnunum.

Aðferðir Ísraelsmanna núna eru aðeins til þess að hella olíu á eldinn, enda hafa svona aðferðir aldrei virkað gegn andspyrnuhreyfingum.

 Og til að leiðrétta einn misskilning sem virðist vera útbreiddur, þá var það ekki Hamas sem rauf vopnahléð, heldur voru það Ísraelsmenn.  

Steini (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 00:36

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki rétt hjá þér Steini að Hamas hafi ekki rofi hléð. Svo mæli ég með að þú skoðir færslu Sveins sem hann bendir á og öll myndböndin sem víað er á í pistlinum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 00:49

6 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Steini. Hamas eru ekki "lítilmáttleg" samtök og þau njóta ekki "almenns stuðnings hjá sínum samlöndum" (minni á blóðbað við Fatah þar sem grimmd Hamas gagnvart eigin fólki kom berlega í ljós). Hamas-samtökin eru framlenging af Íran sem er hugmyndafræðulegur og hernaðarlegur bakhjarl samtakanna. Ég reyni í all langri færslu minni um málið að færa málefnaleg rök (með tilvísunum í heimildir) sem ég teldi gagnlegt fyrir þig að skoða, meta, reyna að hrekja eða hugsanlega fallast á.

Ég get vel fallist á þau rök að gagnárásir Ísraela ali hugsanlega af sér enn meira hatur og ofbeldi. Þetta er flókið mál og í raun algjört catch 22 fyrir Ísraelsmenn þar sem Hamas stendur fyrir mannfórnum í áróðurskyni.

Sveinn Tryggvason, 17.1.2009 kl. 01:00

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rök Gunnars og Sveins, í veikri von að geta réttlætt fyrir sjálfum sér vonlausa vígstöðu, hljóma eins og oft heyrðist hér á árum áður þegar konu var nauðgað.

"Ja hún kallaði þetta yfir sig sjálf, eins og hún var klædd. Hún getur sjálfri sér um kennt. Ef hún hefði bara haldið sig heima hefði þetta ekki gerst".

Er eitthvað aumkunarverðara, er hægt að leggjast lægra?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2009 kl. 01:58

8 identicon

Menn sem réttlæta morð eru einskis virði.

Henrý Þór (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 02:31

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er bara útrýmingarleiðangur hjá Ísraelmönnum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.1.2009 kl. 02:52

10 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Í gær fannst mér það jákvætt að frábiðja okkur heimsókn Ísraelsmannsins sem hafði boðað komu sína á þriðjudaginn. Þegar ég hugsa þetta betur hefðum við átt að leyfa honum að koma. Taka á móti honum með tjörufötu í annari hendinni og fiðurpoka í hinni.

Sigurður Sveinsson, 17.1.2009 kl. 07:35

11 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hreintrúaðir gyðingar (Orthodox Jews) um allan heim hafa fordæmt þessar aðgerðir Zíonista Sjá hér.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.1.2009 kl. 12:45

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver er að réttlæta morð hér?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 13:18

13 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Eru Zíonistar ekki svipuð hryðjuverkasamtök og Hamas? Sé ekki muninn.

Gunnar. Þegar þið leggið að jöfnu aðgerðir Hamas sem eru með baunabyssur að vopni, og Ísraelsmanna sem er eitt þróaðasta hernarveldi í heiminum, þá eru þið að réttlæta morð á konum og börnum

Ari Guðmar Hallgrímsson, 17.1.2009 kl. 13:57

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lastu pistil Sveins, Ari?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband