17.1.2009 | 14:27
Oddaaðstaða Framsóknarflokksins ?
Í umræðum í sjónvarpi kvöldið eftir kosningar benti ég á að á nýju þingi yrði Framsóknarflokkurinn í vissri oddaaðstöðu úr því að hann hefði eins manns meirihluta á þingi með Sjálfstæðisflokknum. Hann gæti því að minnsta kosti á pappírnum verið í stjórn bæði til hægri og vinstri.
Jón Sigurðsson hafði þá sagt að miðað við tapið í kosningunum væri eðlilegt að hann stæði utan næstu stjórnar. Bjarni Harðarson hefur síðar sagt að hann hafi talið þetta útspil formannsins óskynsamlegt í stöðunni.
Minna má á það að 1978 beið flokkurinn sitt mesta afhroð í sögu sinni og menn töluðu á svipuðum nótum þá.
Niðurstaðan varð samt sú að flokkurinn leiddi næstu ríkisstjórn með Ólaf Jóhannesson í forsæti.
Ég veit ekki hvort Páll Magnússon er farinn að gæla við eitthvað svipað nú og þess vegna farinn að leika sér að því í huganum að úthluta embættum í komandi stjórn.
En aðstæðurnar eru bara miklu alvarlegri nú en 1978 eða 2007 og engir tveir flokkar bera jafn mikla ábyrgð á 14:2 stefnunni og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, auk hinnar miklu ábyrgðar Samfylkingarinnar, sem sat sofandi í stjórn næstu 16 mánuði á undan hruninu og bar samábyrgð á upphafinu sem fólst í Kárahnjúkavirkjun.
Formaður í forseta Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll Magnússon verður næsti formaður Framsóknarflokksins að ég tel enda verðugur fulltrúi þeirra afla sem stóð á bak við sem dæmi Halldór Ásgrímsson og Finn Ingólfsson
,,Gamla Ísland,gamla Ísland! Við ætlum að halda í þig,við ætlum að halda í þig, eins og hentar,
Halldór, Finnur, ég um mig!''
Ég játa að ég er ekki það skáld eins og Davíð Oddsson að geta slegið saman vísu og gert að popplagi undir guðþjónustu í Dómkirkjunni.
Óska eftir að botnaður verði þessi fyrri partur.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:58
Samfylkingin ber ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun, ásamt Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Frjálslyndum. Hins vegar hafði Sjálfstæðisflokkurinn tögl og hagldir við myndun núverandi ríkisstjórnar, því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks FÉLL EKKI í síðustu alþingiskosningum, vorið 2007.
Þar af leiðandi hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú öll veigamestu ráðherraembættin, forsætis-, fjármála-, dómsmála-, menntamála-, heilbrigðis-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Þar að auki er forseti Alþingis sjálfstæðismaður.
Ég fæ því ekki séð að Samfylkingin ráði nokkrum hlut sem máli skiptir í núverandi ríkisstjórn. Meira að segja menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín, gefur út yfirlýsingar um utanríkismál, hernað Ísraelsmanna á Gaza, líkt og þær væru í umboði ríkisstjórnarinnar. Enda hefur Mbl.is smíðað nýyrði yfir ráðuneyti Samfylkingarinnar og kallar þau nú "fagurráðuneyti". (Sjá lok fréttarinnar.)
Þorsteinn Briem, 17.1.2009 kl. 15:26
Steini ! Hvers lags bull er þetta ? Ef þú ert íslendingur þá veist þú það að hér á þessu bláa skeri ber enginn ábyrgð nema lýðurinn hanns Konna , og mundu ; þú ert ekki þjóðin .
Hörður B Hjartarson, 17.1.2009 kl. 22:19
Hörður. Þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgðina á því ástandi sem hér er núna er meirihluti þjóðarinnar, kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem voru saman í ríkisstjórn í tólf ár, 1995-2007, og komu á því kerfi sem hér er við lýði.
Íslenski pöpullinn, skríllinn, var með annan fótinn í Mall of America, og nú greiðir hann loksins raunvirði þeirra útreiðartúra allra, vælandi og skælandi. Lægra verður ekki lagst í tilverunni og ekkert hlægir mig meira en þetta volæði.
Sjálfsagt að reka þennan skríl öfugan út úr erlendum sjoppum, hvar og hvenær sem því verður við komið, óþjóðalýð sem skammast út í alla aðra en sjálfan sig fyrir ástandið.
Búi ég til barn ber ég ábyrgð á tilveru þess og meirihluti þjóðarinnar bjó til þennan Damien.
Þorsteinn Briem, 17.1.2009 kl. 22:52
Rétt hjá þér Steini Briem .
Þetta er allt saman í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Sennilega er Samfylkingin bara boðflenna í partýinu...
Sævar Helgason, 17.1.2009 kl. 23:16
Sævar. Um að gera að klína þessu öllu á litla drenginn, hann Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- og bankamálaráðherra.
"It wasn't me. I didn't do it. It was this little boy!"
Þorsteinn Briem, 17.1.2009 kl. 23:33
Ef Páll verður formaður hefur EKKERT breyst hjá Framsókn.
Þór Jóhannesson, 17.1.2009 kl. 23:39
Jæja nú hafði ég ekki rétt fyrir að Páll yrði kosinn formaður. Ég líst best á hann Sigmund sem formann en nú er stóra spurningin hjá mér hvort þeir sem kusu Pál í fyrstu umferðinni kjósi ekki Höskuld þannig að hann komi með 60% atkvæða í seinni umferðinni og verði formaður flokksins. það er a.m.k hugsanlegt að spilið hafi verið sett þannig fram til vara þar sem reglunni var breyt í gær að formaður verði að fá minnst 50% atkvæða.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.