21.1.2009 | 12:46
Ástæða: Samfelld og viðvarandi mistök og firring.
Það er verið að mótmæla 14:2 stjórnmálum sem hér hafa ríkt. Mistakaröðin kemur betur að koma í ljós.
Lítið var gert með skýrslu virtra erlendra fræðimanna í apríl í vor um að bankakerfið riðaði til falls. Geir og Ingibjörg treystu eigin viðskiptaráðherra fyrir vitneskjunni sem Davíð gaukaði að þeim um þetta efni.
Viðskiptaráðherra situr enn þrátt fyrir mistök sín og þetta vantraust oddvita ríkisstjórnarinnar.
Strax snemmsumars hefði átt að leita til IMF en það var ekki gert.
Ótal axarsköft fylgdu í kjölfarið og gerðu bankahrunið verra en ella.
Eftir hrunið hefði strax átt að kalla til bestu fáanlega erlenda sérfræðinga til að fara í gegnum málið en það var ekki gert.
Þá hefði átt að leita strax til IMB og erlendra ríkja um aðstoð en seðlabankastjóri tafði það eins lengi og hann gat.
Stjórnin gerði sér enga grein fyrir því sem blasti við um allan heim, að dæmalaus ummæli Davíðs og hrunið höfðu rúið Íslendinga öllu trausti og að þeir ofmátu á fráleitan hátt stöðu okkar.
Geir hraktist úr einu víginu og einni fullyrðingunni í aðra. Allt frá því að IMB og Icesafe væru óskyld mál yfir í það að við myndum ekki láta kúga okkur og úr því vígi hraktist hann í það að lögsækja Breta en heyktist loks á því.
Fullyrðingar og upplýsingar um skuldir, eðli þeirra og sundurgreiningu voru rangar og hafa ekki fengist enn. Erlent kunnáttufólk er gapandi af undrun yfir "skelfilegum skorti á upplýsingum" eins og þeir orða það.
Stjórnin hefur stundað firrt 14:2 stjórnmál þar sem mörkin halda áfram að hlaðast upp.
Engum manni, hvað þá þjálfaranum, á að skipta út af, ekki örlar á viðleitni í lýðræðisátt og sagt er við mótmælendur: "Þið eruð ekki þjóðin" þótt skoðanakannanir sýni að 70% þjóðarinnar sé á móti ríkisstjórninni.
Næstur á undan Ingibjörgu Sórúnu til að viðhafa slík ummæli var, eftir því sem ég best veit, Eric Honecker forsætisráðherra Austur-Þýskalands, rétt fyrir fall múrsins, þegar hann svaraði af hroka slagorði mótmælenda 1988, þegar þeir hrópuðu: "Við erum þjóðin!"
Alþingishúsið skrúbbað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held reyndar að staðan fari brátt að snúast okkur í hag en það verður hinsvegar erfitt að vinna upp þetta gífurlega tap.
Offari, 21.1.2009 kl. 12:55
Alveg skítblönk IMBa,
lá undir honum Simba,
pungaði út þar pening,
þá píkan fór í full sving.
Þorsteinn Briem, 21.1.2009 kl. 13:33
Steini minn, elskulegur. Segi aftur eins og Gunnar Sigurðsson: "Verum kurteis." Vil hins vegar alls ekki missa þig frá okkur með létt grín og glens.
Ómar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.