22.1.2009 | 01:49
Bubbi spáði þessu.
Ég var að vona að þetta gerðist ekki. Þetta boðar ekkert gott. 1949 beitt lögreglan ekki táragasi fyrr en farið var að kasta grjóti í Alþingishúsið. Mér skilst að ekki hafi verið slíkt tilefni nú. Ég var á Austurvelli í gær eins og í fyrradag og sá báða aðila ganga of langt. Á myndskeiði sem ég tók í fyrradag sést að upphaf notkunar piparúðans í sundinu á bak við þinghúsið var mjög vanhugsuð og reitti fólk að óþörfu til reiði. Sá líka í dag að unglingar köstuðu í lögregluþjónana. Það var vanhugsað. Að slíku stóðu fáir einstaklingar. Ég hafði ímyndað mér að ég og 99% mótmælenda gætum eins og áður komið saman á Austurvelli, haft hávaða í frammi og haft uppi ofbeldislaus mótmæli sem hefðu áhrif í krafti fjöldans, fólks af öllum stéttum og á öllum aldri. Mig dreymdi um mótmæli á borð við þau í Austur-Þýskalandi þar sem mótmælafundirnir urðu stærri og stærri uns meirihluti þjóðarinnar var kominn á fundina og gat hrópað í ljósi þess sem blasti við: "Wir sind das volk!", "við erum þjóðin !" Engum gangstéttarhellum var kastað þar eða lögregluþjónar slasaðir, engu táragasi beitt eða fólk beinbrotið með kylfum. Við ræddum um þetta einslega, ég og Bubbi Morthens, fyrir síðustu boxlýsingu. Hann sagðist óttast og raunar spá því að þetta færi í harðara en þjóðin hefði kynnst áður. Hann talaði í þessa veru víðar og skrifaði í Morgunblaðið um það og varaði við því. Nú hefur það, sem við óttuðumst báðir, gerst, því miður. Mig grunar að beiting táragassins hafi verið ákveðin í gær, svipað og lá í loftinu í fyrra eftir vanhugsuð mótmæli vörubílstjóra hjá Bessastöðum þegar ráðamaður frá Palestínu var þar gestur. Niðurstaða þeirra sem ráða yfir lögreglunni hefur líklegast verið hin sama í bæði skiptin: Nú hafa þeir fengið að valsa nógu lengi og kominn er tími til að taka á þessu af nýrri hörku. Það sem margir óttuðust hefur gerst. Vísa til næsta bloggpistils á undan þessum sem skrifaður var stundarfjórðungi áður en táragasið flæddi um Austurvöll.
P. S. Samkvæmt fréttum Bylgjunnar í hádeginu var farið að grýta flöskum í lögregluna og brjóta rúður áður en táragasinu var beitt.
' P. S. 2. Það hefur verið einhver truflun í kerfinu í dag og ég sé að þessi pistill virðist fara út greinarskilalaus. Það var ekki ætlunin og ég bið velvirðingar á því. Ég get ekki breytt þessuTáragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sorgleg staða og algjörlega óþörf. Vona að stjórninni beri gæfa gæfa til að segja af sér áður en til blóðugrar byltingar kemur.
Jón Arnarr , 22.1.2009 kl. 01:55
Loksins fór lögreglan að gera eitthvað, kominn tími til, það er krafa þjóðarinnar.
Tesco (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:58
Við hverju býst fólk? varla ætlast það til þess að lögreglan geri ekkert þegar fólk hagar sér svona eins of fífl. Reykna nú með að þetta endi nú samt illa ef þetta fer ekki að róa sig og ríkistjórninn láti af völdum!
Helgi Eiríks (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:59
Það stefnir í blóðug átök. Ástæðan er fyrst og fremst dæmalaus hroki ráðamanna hvað svo sem um einstaka mótmælendur má segja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 01:59
Ég er nú alveg viss um að lögreglan beitir ekki táragasi án fyrirskipanna frá ráðamönnum. En ég er líka viss um að þessir sömu ráðamenn hljóti að vera mjög hræddir, við skulum minnast þess að á árum áður var mörgþúsund manna herstöð í næsta nágrenni við höfuðborgina og í varnarsamningi var ákvæði sem hefði getað heimilað stjórnvöldum að beita hernum. Nú hafa þeir ekkert nema "Bjarnason army" þar sem kaninn er farinn.
Þórður (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:08
Ætla rétt að vona að löggan o.fl. fari nú ekki að stimpla hina venjulegu mótmælendur sem þetta fólk. Það eru víst alltaf bullur í hverjum hópi.
Ari (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:23
Ég hafði lika miklar áhyggjur af því að þetta myndi gerast og fannst því að þó ekki væri nema til afstýra þessu þá ætti forsætisráðherra að boða til kosninga. (sjá hér)Bara negla niður daginn í stað þess að tala eins og maður sem vill ekki sjá og heyra að þjóð hans er þjáð.
Lára (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:26
Fólkið sagði "Wir sind das volk!" við erum þjóðin í Þýskalandi eftir að það fékk sig nóg af ógnarstjórninni í landinu. Fólkið sigraði að lokum og það munum við líka gera.
PS:
Merkilegt hvað þessi orð hljóma kunnuglega og finnst mér ég hafa heyrt þau nýlega.
Halla Rut , 22.1.2009 kl. 02:31
Þetta virðist komið út í svona einhverskonar "riot" og hefur verið að gerast í evrópu.
En bæði ætti að taka nokkra mótmælendur fast og láta þá kæla sig og eins með lögguna, hvað er að þar, hver ákveður að negla táragasi degi fyrir hörð mótmæli?
En þetta er ekki ennþá bílveltanir og búðareyðileggingar svo þetta mætti kalla 2stigs riot af fjórum...
Hermann (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:41
Ég fæ ekki betur séð en að lögreglan hafi kerfisbundið verið að reyta fólk til reiði alveg frá því hún handtók bónusfánamótmælandann. Geir sagði í Kastljósinu í kvöld að upplausn myndi ríkja ef hann og hans hyski hypjuðu sig frá völdum. Var það þetta sem hann var að meina? Er þetta kannski síðasta hálmstráið í örvæntingafullri tilraun til að halda völdum?
Ég mæti á Austurvöll í fyrramálið til mótmæla. Held ég taki með mér sundgleraugu.
Kári Þór Samúelsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:43
Já nú er hætt við að þetta geti orðið verulega blóðugt. Jú vissulega er rangt af mótmælendum að kasta grjóti í lögreglu. En ekki gleyma því að lögreglumenn eiga að vera þjálfaðir til að takast á við svona erfiðast aðstæður af stillingu og láta ekki skap spila með sig eða taka illa ígrundaðar ákvarðanir. Mótmælendur eru hins vegar bara venjulegt fólk eins og ég og þú sem er reitt yfir ástandinu og getur orðið brjálað þegar lögregla byrjar að berja það niður með kylfum fyrir að hrópa og öskra. Engum steini var kastað fyrr en kylfurnar og gasið kom.
Davíð Arnar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:50
Kári, og vatnsbrúsa og klút en blautur klútur er það besta gegn táragasinu.
Halla Rut , 22.1.2009 kl. 02:51
"Kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk."
Þorsteinn Briem, 22.1.2009 kl. 03:59
Bubbi er völva skrílsins http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/729777
Halla Rut #8, "Wir sind das Volk", var það fyrir Hitler, eða í lok Honneckers? Eða eru Þjóðverjar bara svona nýjungagjarnir eins og Íslendingar?
Ómar, Hvaða ráðamaður frá Palestínu var á Bessó, þegar vörubílastjórar voru með æsing?
Sigurður Þór, þú og Mali stjórnið þessu öllu heiman frá þér. Eða ertu bara Menshevikki eins og Egill Helgason segist vera?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 08:53
Takk fyrir góða málefnalega pistla Ómar. Það er ljótt að heyra að táragasi hafi verið beitt í Reykjavík í gærkvöldi. Til þessa þurfti aldrei að koma. Því miður.
Ísland og íslensk stjórnvöld er að hverfa inn í mynstur stjórnmálasögunnar sem tengt hefur verið við löndin austan járntjaldsins og þjáðar þjóðirnar sem fengu lengi að líða.
Baldur Gautur Baldursson, 22.1.2009 kl. 09:06
Björn S. Lárusson. Mótmælin undanfarið voru undanfarinn að þessari múgæsingu og ofbeldi sem við höfum séð síðustu dagana. Innihaldslaust öskur eftir betri tíð sem ekki kemur aftur næstu árin, undir stjórn stjórnleysingja eins og Harðar Torfasonar, leiðir aðeins til öfgabylgju. Þegar fólk talar um hasar með mislit armbindi, þá fær maður hasar að lokum. Fyndnast við þetta allt er, að sjá fólk vera að eyðileggja litla íslenska lýðræðið, meðan milljarðar manna um heim allan lifa við langtum verri kjör, já við fátæk, sveltandi í hreysum. Þetta er íslenska flottræflabyltingin, þar sem múgurinn hendir matvælum meðan milljónir svelta (ég er ekki að tala um milljónirnar í bönkunum).
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2009 kl. 09:22
Ég man nú ekki nákvæmlega í augnablikinu hvaða ráðamaður frá Palestínu þetta var en hann var einn af æðstu ráðamönnum þar í opinberri heimsókn hjá forsetanum, eina beint kjörna fulltrúa þjóðar okkar.
Miðað við það sem hefur verið að gerast og er að gerast í Palestínu var það gersamlega vanhugsað að fara með röð af risatrukkum að verustað þessa fulltrúa einnar af kúguðustu og verst settu þjóðum heims, sem býr við ólýsanlega neyð, til að mótmæla hækkuðu eldsneytisverði í einu af ríkasta landi heims.
Burtséð frá málstað eigenda flutningabílanna var sú uppákoma okkur Íslendingum til skammaar að mínu mati og færir yfirvöldum að óþörfu upp í hendur ástæður til harðnandi aðgerða.
Ég tel það hins vegar slæmt að aðgerðirnar daginn eftir voru ekki krufnar til mergjar, eins auðvelt og það hefði verið, og setti á sínum tíma ýmsar spurningar við þær.
Ómar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 09:32
Þegar nauðsynlega þarf að koma stjórnvöldum frá eins og nú, er óhjákvæmilegt að mótmælin innifeli einhvern vandræðagang og vanhugsaða hluti frá einstaklingum sem taka þátt í þeim. Það er hér eðlilegur fórnarkostnaður.
Manneskja sem ég þekki varð t.d. æf yfir því að verið væri að skemma bíl forsætisráðherra og vildi þar með hætta að styðja mótmælin. Sjálfstæðismennirnir, sem enn láta í sér heyra, eru æfir yfir "skrílslátum". Vonbrigði þeirra er skiljanleg. Þeir hafa verið niðurlægðir og sumir þeirra forherðast í meðvirkninni í stað þessa að hugsa sjálfstætt þegar málin eru komin á hvolf fyrir tilverknað þeirra leiðtoga sem þeir studdu.
Þeir sem taka þátt í mótmælum í fremstu víglínu eiga líka að vita að það er tekin áhætta. Skiptir er engu hvort um er að ræða mótmælendur, áhorfendur eða lögreglumenn. Það er ekki hægt að ábyrgjast öryggi allra undir þessum kringumstæðum.
Stjórnleysið sem Geir óttast ef boðað er til kosninga er algjör rökleysa og bull til að hanga á valdinu eins og hundur á roði. Stjórnleysið er núna og það er kominn tími á alvöru endurreisn í stað "björgunaraðgerða" þeirra sem keyrðu þjóðarskútuna í strand, að því er virðist full... af tálsýn gróðahyggjunnar.
Lifi bylt... endurreisnin!
Haukur Nikulásson, 22.1.2009 kl. 10:25
Já það er skelfilegt að slasa fólk, hvort sem í hlut á lögregla eða mótmælendur. Lögreglan er ekki óvinurinn, hún er aðeins að sinna starfinu, rétt eins og við hin sem ennþá höfum vinnu. Ég held það væri nær að koma vel fram við lögregluna því þeir eru alveg í sömu stöðu og við hin. Þeir eru þó það heppnir að hafa vinnu.
Ég sá ekki betur á þriðjudaginn var en að lögreglan hagaði sér mjög skynsamlega framan af og bendi á að framan við húsið þar sem lögregluþjónarnir voru án óeirðabúninga fór allt fram af sæmilegri stillingu. Bakvið húsið var svolítið annað uppi á teningnum. Þar sá ég til tveggja lögrelumanna sem virtist vera afar laus höndin á gasbrúsunum svo ekki sé meira sagt og í tvö skipti sá ég félaga þeirra róa þá niður.
En ég var afar ósáttur við eitt sem Stefán lögreglustjóri sagði í Kastljósinu það kvöld. Efnislega sagði hann að ef fólk hefði yfir einhverju að kvarta ætti það bara að kæra. Það er nú ekki hlaupið að því fyrir fólk því ég gáði sérstaklega að því og tók af því myndir að einu merkingarnar á búningum lögreglunnar er Lögregla / Police. Engin númer! Svo hvernig á maður að bera sig að, að kæra? "Hann var með hjálm og kylfu" eru fremur máttlaus orð fyrir framan ríkissaksóknara. Það er kannski þessvegna sem reynt var að eyða myndunum af minniskortinu í myndavél ljósmyndarans.
En ég vil ítreka það að lögreglan er bara að vinna vinnuna sína og þeir eru menn eins og við og því háðir sömu takmörkunum og við hin, þeir eru mannlegir og geta gert mistök og ég er satt að segja hissa á því að þau skulu ekki vera fleiri því þeir eru að vinna við skelfilega erfiðar aðstæður.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:29
Hvað með að við horfum aðeins á stóru myndina? Með tveggja daga hóflega ófriðsamlegum mótmælum fengum við í gegn að þingmenn þurftu að fara að horfast í augu við raunveruleikan. Skaðinn á fólki og eignum er minniháttar og mótmælin hafa kennt Íslendingum nýtt tæki í mótmælum sem er hávaði og varðeldur. Mín aðalmynd af þessum mótmælum var hópur sem safnaðist í gleði og von. Að það hafi verið hópur í lögreglunni og meðal anarkistanna sem grinilega fékk eitthvert kikk út úr því að atast hvor í öðrum breytir ekki þeirri mynd minni af mótmælunum.
Fólk sem sat heima vonlaust flykktist út á göturnar og fann von og samstöðu. Það er aðalatriðið. Að reyna að skilja atburði undanfarinna daga án þess leiðir fólk á villigötur.
Héðinn Björnsson, 22.1.2009 kl. 12:27
Ég tek undir með Héðni og vil skjóta skildi fyrir Hörð Torfason. Hann hefur margítrekað að mótmælin séu málefnaleg og án nokkurs ofbeldis. Það er fráleitt að kenna honum um framkomu 1% mótmælenda, sem að lokum varð til þess að hluti þeirra 99%, sem mótmæla af reisn, fór til varnar lögreglunni.
Ómar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 22:53
Talandi um að horfa aðeins á stóru myndina og þá meina ég líka aðeins útfyrir landsteina hef ég þetta að segja:
Geir Hilmar Haarde og aðrir ráðamenn sem reyndar íslendingar allir þurfa að horfa á þessa mynd, "The Money Masters", afar vönduð heymildarmynd frá 1996 sem skýrir mjög vel afhverju það er kreppa og fyrri kreppur sem og hengingartak það sem klíka alþjóðlegra bankaskúrka hefur á öllum þjóðum, hvernig þeir náðu undir sig Bandaríkjunum(endanlega 1913), hvernig Aljóðlegi Gjaldeyrissjóðurinn kemur inn í dæmið seinna meir, hvernig það er hagur þessarar klíku að halda öllum þjóðum í skuld með skipulögðum kreppum og stríðum/styrjöldum.
Það reynist mörgum erfitt að horfast í augu við slíkan hráskinnaleik og hvernig þjóðir heimsins eru hafðar að leiksoppar öld eftir öld, öllum er þó hollt að horfast allavegana smástund í augu við óvininn og skilja hvernig hann hugsar, nú eru ekki tímarnir fyrir sjálfsblekkingu því að nú fara hlutirnir að gerast hratt og þessi þjóð þarf einhvernveginn að losna úr klóm þeirra afla sem gera okkur að skuldaþrælum kynslóð eftir kynslóð. Í lok myndarinnar (sem segir fyrir 9 árum fyrir um hrunið mikla sem nú er í gangi, þó að höfundurinn hafi sennilega reiknað með því að Peningameistararnir myndu láta til skarar skríða nokkuð fyrr er raunin varð) er líka talað um lausnir og hvernig hægt sé á raunhæfann hátt að brjótast undan þessum óskapnaði. Hér á landi sem annars staðar er vissulega fyrsta verk að losa sig við spilltustu stjórmálamennina og koma heiðarlegu fólki að stjórn. Sækja ræningja til saka síðan þegar búið er að koma varðhundum þeirra frá og endurheimta sem mest af þýfinu.
En í alls bænum horfið á hana og skiljið hvað hún upplýsir og augljóst samhengið við klípuna sem búið er að ginna íslensku í. Hverrar mínútu virði þó löng sé, afar augnaopnandi og erfitt að hrekja nokkuð af þeim staðreyndum sem upplýst er um í henni, eftir áhorf ætti enginn að velkjast í vafa um afhverju kynslóð eftir kynslóð þarf að upplifa kreppur og styrjaldir(það er ein handan við hornið, vitiði til)
Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.