Ekki nýtt í bransanum.

Það er ekki nýtt að nota "playback" og alsiða að gera slíkt í tónlistarbransanum. Ég held nú samt að á Íslandi hefðu menn ekki látið kuldann á klakanum stoppa sig og gefið skít í það þótt einhver hljóðfæranna yrðu fölsk.

Og miðað við stærð, umfang og kostnaðinn við innsetningarathöfnina hefðu nokkur skemmd hljóðfæri ekki verið mikill fórnarkostnaður. Engin ástæða samt að fórna Stradvariusar-fiðlum.

Miðað við það sem hefur gerst iðulega um allan heim í þessum efnum megum við kannski vera þakklát fyrir að Obama "mæmaði" ekki eiðstafinn.


mbl.is Tónlistin var leikin af bandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"WHO CARES"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt er hér á Íslandi,
ætíð leikið af bandi,
vissulega það vandi,
í vitlausu nú ástandi.

Þorsteinn Briem, 24.1.2009 kl. 00:01

3 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ja fyrir mitt leiti þá hefði kanski mæm Baraks Obama getað reddað honum enda fór hann vitlaust með eiðsstafinn og þurfti að endurtaka hann tveimur dogum seinna

Stefán Þór Steindórsson, 24.1.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar Obama sór eiðinn í fyrra skiptið las Roberts [forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna] eiðstafinn og Obama hafði orð hans eftir. Roberts ruglaðist aðeins í orðaröðinni og það virtist koma  Obama í opna skjöldu þannig að hann virtist óviss á textanum."

Obama sór embættiseið aftur
.

"Kínversk stjórnvöld ritskoðuðu ræðuna, sem Barack Obama flutti við embættistökuna í Washington. ... Felldu þau út þá hluta hennar þar sem talað var um kommúnisma og yfirvöld, sem ekki leyfðu tjáningarfrelsi."

Kínverjar ritskoðuðu ræðu Obama.

Þorsteinn Briem, 24.1.2009 kl. 01:11

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég held þetta airplay segi mikið um tónlistarmennina. Þeir til í að feika það. Nú kaupi ég ekkert með Itzhak Perlman, gæti þess vegna verið Vanilliman sem væri raunverulegur spilari.

Og hvers vegna spila á Stradivarius ef það gæti skemmt hann, venjuleg fiðla hefði gert nákvæmlega það sama fyrir 99,99% af áheyrendum.

Vonandi er Obama ekki að feika sig á sama máta. Maður veit sko aldrei. Þó mér finnist ágætis byrjunin hjá honum.

Ólafur Þórðarson, 24.1.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband