Óska engum "heppni" af þessu tagi.

Hver sem maðurinn er, hvort sem honum gengur vel eða illa við það sem hann er að gera, óska ég engum manni þeirrar "heppni" að fá krabbamein, hvorki lítið né stórt, vel læknanlegt eða ekki.

Mér finnst einkennilegt að telja mig knúinn til að lýsa þessu yfir fyrir mína hönd, en mín rödd er ein af tugþúsundum "radda fólksins" sem mynda þetta þjóðfélag og þurfa að láta í sér heyra hver og ein sem aldrei fyrr.

Nú er það túlkað í erlendum fjölmiðlum sem raddir mótmælenda á Íslandi að þeir telji það mikið lán fyrir forsætisráðherrann að hafa fengið krabbamein.

Ég set spyr hvort þessar íslensku raddir muni reisa við það traust á íslenskri þjóð sem hún hefur misst erlendis.
Það held ég ekki og ekki heldur að þessar raddir mæli fyrir munn meirihluta þjóðarinnar eða þeirra sem hafa skipað sér í flokk þeirra sem vilja tafarlausar breytingar, siðbót og viðhorfsvakningu og ég tel mig eiga samleið með.


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég held að þær séu fárar raddirnar sem segja þetta heppni.  Það má aldrei dæma heila þjóð fyrir gjörðir éða orð örfárra.

Offari, 24.1.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Offari

Fáar raddir átti þetta að vera, ekki fárar.

Offari, 24.1.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En það er einmitt hættan á að erlendis verði það gert ef þetta eru einu raddirnar sem heyrast.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 15:51

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég óska Geir góðs bata og velfarnaðar í framtíðinni en pælingar um hann og hans sjúkdóm eru aukaatriði fyrir þjóðina á þessarri stundu. Það sem er aðalatriðið á þessum tíma það er hvað fólk ætlar að gera fram að kosningum. Hvað með þig Ómar og Íslandshreyfinguna. Eruð þið hætt? Ætlar þú kannski að starfa með eitthvað af því fólki sem nú talar fyrir nýju framboði? Við höfum fengið loforð um friðsamleg valdaskifti í maí og þá er aðalatriðið að við setjumst niður og finnum út úr því hvað eigi að taka við.

Héðinn Björnsson, 24.1.2009 kl. 15:54

5 identicon

Þessar "raddir" okkar eru margar hverjar orðnar ansi ótrúverðugar . . . því miður, Ómar!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:54

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslandshreyfingin - lifandi land hefur starfað frá því í kosningunum 2007 með það að markmiði að fara í framboð ef það gagnaðist þjóðinni.

Hún hélt aðalfund í ágúst í fyrra.

Í skoðanakönnunun allt frá því í fyrravor hefur fylgi hennar mælst að meðaltali í kringum 2%, allt upp í 4% nú nýlega í stórum Þjóðarpúlsi.

Það þýðir að allt upp í 8000 manns telja sig myndu kjósa hana ef kosið yrði nú.

Nú er búið að blása til kosninga og við erum að skoða stöðuna. Enn hefur því ekki verið aflýst að við bjóðum fram.

Ómar Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband