Þakka þér fyrir, Hörður Torfason.

Í beinu framhaldi af bloggi mínu áðan um það, sem erlendir fjölmiðlar hafa eftir íslenskum mótmælendum varðandi veikindi forsætisráðherrans, léttir mér við að heyra um þessa afsökunarbeiðni þína, - manns sem hefur hingað til ótrauður og lengur en flestir aðrir barist fyrir mannréttindum í anda kærleika Krists.

Bara að fólk hefði vitað þetta fyrr því að ég veit af mörgum mótmælendum, sem ekki gátu fengið sig til að fara á fundinn í dag út af þessu. Það þarf dálítið til að fólk staldri við á þann hátt.

Sjálfur hef ég komið á alla fundina, sem ég hef átt möguleika á að koma á, alls þrettán af fyrstu fimmtán fundunum auk allara annarra funda og fjölmargra mótmælaaðgerða.

Tökum höndum saman um að láta ekkert skyggja á baráttuna fyrir því sem mótmælendur sameinast um.

P. S. Annað og þessu óskylt. Einmitt rétt í þessu var milljónasta flettingin að detta inn á þessari bloggsíðu.
Af því tilefni vil ég þakka þeim öllum kærlega sem hafa flett eða komið í heimsóknir og tekið þátt í frjórri,
skemmtilegri og málefnalegri rökræðu á síðunnni sem er enn ekki orðin tveggja ára.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það getur engin afsökunarbeiðni þvegið sorann af herði Torfasyni sem afhjúpaði sig í ýmsum útgáfum af sóðaskapnum í viðtalinu.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Ómar.

Er bara nóg að segja "sorry" hjá manni sem krefst ekki afsagnar annarra?

Jónas Egilsson, 24.1.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gott hjá Herði, hann hefur unni óeigingjarnt starf síðustu mánuði og ég man varla eftir öðru eins, að þér og öðrum örfáum undanskildum. Mótmælin eru ekki um persónur heldur ástand og það má ekki gleymast.

Rut Sumarliðadóttir, 24.1.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Offari

Ég virði alla þá sem biðjast afsökunar á mistökum sínum. Heimurinn hefur enn ekki funið upp hinn fullkomna mann. Og maður sem aldrei þarf að biðjast afsökunar er einfaldlega ekki til.

Offari, 24.1.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Til hamingju með gott blogg og flettingar.   Sammála þér hér að ofan.  

Menn ættu að gæta orða sinna í nærveru sálar.  

Marinó Már Marinósson, 24.1.2009 kl. 16:40

6 identicon

Hvorki er Hörður Torfason Jesús né Geir Hilmar Haarde Satan!

Ef þessi afsökunarbeiðni var markmiðið þá er staðan eftirfarandi:

Hörður Torfason gegn Geiri H. Haarde 16-1 og leiktíminn að renna út.

TH (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:20

7 Smámynd: Sævar Helgason

Hörður Torfason er landi og þjóð til sóma. Í dag laugardaginn 24.janúar 2009 var haldin lang fjölmennasti útfundur sem haldinn hefur verið síðan í byrjun október 2008.

Afburðagóðir ræðumenn og konur  . Síðan var kór við Alþingishúsið sem söng falleg ættjarðarlög að viðstöddu miklu fjölmenni-    Sannkallaður Þjóðfundur

Samúð mín er með stjórnvöldum, stjórn Seðlabankans og Fjármáleftirlits- þau eiga verulega bágt - biðjum og þess að þau fari öll frá - strax. 

Sævar Helgason, 24.1.2009 kl. 17:30

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Reyndar finnst mér ekki þakklætisvert af Herði að biðjast afsökunar, það var sjálfsagður hlutur og einboðið að gera fyrir hvern þann sem kann mannasiði. Það óttaðist ég aldrei að yrði Herði að fótakefli. En ollum verða á mistök og mistök eru mismunandi slæm.

Mistök Harðar beindust að einum manni og voru orð, sögð í miklum tilfinningahita. Tilfiningahiti íslensks almennings er vegna reiði til stjórnvalda og þessi hiti er kominn á hættustig eins og dæmi sanna. Heitar tilfinningar mótmælenda hafa ekki svo ég viti verið ógnandi fram að þessu. En nú er greinilegt að vaxandi hópur vandræðamanna nýtir sér þessi mótmæli sem efni til hættulegs ofbeldis gegn þeim starfsmönnum við að gæta öryggis borgaranna sem mest hefur mætt á og sýnt frábæra stillingu.

Á þessu ástandi bera stjórnvöld sjálf alla ábyrgð. Nú er komið að þeim að biðja þjóðina afsökunar að dæmi Harðar Torfasonar. 

Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 17:34

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tapaði þræðinum trúbadúr,
talaði þar með smá útúrdúr,
í töluverðu tjóni og dítoxkúr,
töldust þar berin nokkuð súr.

Þorsteinn Briem, 24.1.2009 kl. 17:52

10 identicon

Finnst Hörður Torfa frábær og þú líka. Báði gáfaðir menn sem hafa mikið til málanna að leggja og ég treysti ykkur báðum mikið. Gangi okkur öllum vel í þessari baráttu! Áfram Ísland.

Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:03

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tala fyrst og hugsa svo,mikið leiðtogaefni Höddi.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 20:20

12 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Allir sem komnir eru yfir fertugt hafa kynnst veikindum og dauða ástvina þar á meðal ég, oft. Enginn þessara ástvina minna hafa gert þá kröfu að þjóðfélagið leggist að og faðmi fótskör þeirra, ekki einu sinni til sinna nánustu. Það eiga hundruð manna eftir að verslast upp og deyja aukalega, eingöngu, vegna ástandsins sem að nú ríkir.

Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde sitja í andstöðu við þjóðina og þingið í skjóli veikinda sinna það sjá allir sem vilja sjá. Þeim báðum tókst í skjóli veikinda sinna að kúga þingflokka sína til hlýðni og Hörð í leiðinni og líklega þjóðina. Þetta er sjúkt. Sá sem er mjög veikur og stendur jafnvel frammi fyrir dauðans óvissu er ekki sjálfrátt, hann þarf skjól. Ef hann vill það ekki er það á ábyrgð þeirra sem nærst standa að koma honum í skjól.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.1.2009 kl. 22:12

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

hörður baðst afsökunar vegna þess fjölda "stuðningsmanna " hans sem fordæmdu sóðaskapinn.

Afsökunarbeiðnin er því jafn innantóm og fölsk og hann er sjálfur.

Núna ætla þessir hópar að bjóða fram - hóf Nasistaflokkurinn ekki starfssemi sína með ofbeldi - og lauk henni með heimsstyrjöld.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framboðum þeirra og afleiðingum þeirra.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.1.2009 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband