25.1.2009 | 02:31
Einstakt fyrirbæri sem Björn má taka með.
Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á því hve einstakur sá atburður var þegar hópur mótmælenda í appelsínugulum lit kom lögreglunni til varnar þegar að henni var sótt af upphlaups - og æsingamönnum.
Útlendingar, sem ég hef talað við, segja að slíkt gæti varla gerst í nokkru öðru landi.
Í París, Róm eða Brussel? Nei.
Þetta atvik er eitt af þeim sem mér þykir vænst um þessa dagana sem og afsökunarbeiðni Harðar Torfasonar.
Hvað snertir margumræddan þriðjudag, sem Björn gerir að umtalsefni, þætti mér gaman að sýna honum myndskeiðið sem ég tók í sundinu bak við húsið þar sem fyrstu piparúðaaðgerðir sérsveitar lögreglunnar voru vanhugsaðar og til þess eins að espa fólk upp.
Að öðru leyti verður að gefa lögreglunni og appelsínugulu mótmælendunum rós í hnappagatið fyrir margt sem þessir hópar hafa gert í ólgu undanfarinna daga, stundum í sameiningu. Við erum ekki í stríði við almenna lögreglumenn.
Með svona framkomu og ofbeldislausum fjöldaaðgerðum mun þeim fjölga sem fara niður á Austurvöll til að mótmæla. Og fjöldinn skapar aflið, ekki ofsinn, sem fælir fólk frá því að tjá sig.
Ég vona að atburðir komandi viku verði á þann veg að hægt verði með stolti að standa innan um þúsundirnar næsta laugardag.
Á sínum tíma var ég einn af þeim sem myndaði hring um Alþingishúsið þegar mótmælendur héldust þar í hendur. Þegar Björn Bjarnason kom út úr bíl sínum leist honum greinilega ekki á blikuna en þegar hann sá mig, breytti hann um stefnu og vildi komast í gegn milli mín og konu sem ég hélt í höndina á.
Konunni var heitt í hamsi og þrýsti hönd minni niður en ég streittist á móti til þess að Björn kæmist í gegn.
Niðurstaðan varð að Bjðrn komst í gegn en þurfti þó að hafa aðeins fyrir því með því að beygja sig. Þetta var atvik var eftirminnilegt.
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Staðreindin er einfaldlega sú að á Íslandi er fyrirmyndarfólk þótt auðvita séu til þar svartir sauðir eins og í öðrum löndum. Ég vona að þjóðini takist þetta án þess að ofbeldi og skemmdarverk skemmi þessa byltingu. Verður Íslandshreyfingin í framboði í ár?
Offari, 25.1.2009 kl. 02:43
Takk fyrir góðan pistil Ómar.
Ég velti líka fyrir mér, hvar það gæti hafa gerst í heiminum annars staðar en hér að mótmælendur gerðu stanz á mótmælum sínum á meðan á jarðarför stendur!
Segir það ekki allt sem segja þarf?
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 02:51
Þar sem bæði einstaka lögreglumenn og mótmælendur hafa gengið allt of hart fram á tímum er það einmitt alveg frábært (og sér-íslenskt!) að sjá slíka kolandstæða póla báða hafa vitið til að vægja og taka höndum saman og vinna að því að koma á jafnvægi sín á milli frekar en að æsast og gleyma sér í stigmagnandi ofbeldi.
Valan, 25.1.2009 kl. 05:24
Frábært hjá ykkur í dag aldrei að gefast upp stend með ykkur norðanmaðurinn gráklæddi Sigurður Haraldsson sendi baráttukveðjur suður yfir heiðar.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 06:56
Kæri Ómar. Þú segir "piparúðaaðgerðir sérsveitar." Þetta eru lögreglumenn úr öllum deildum lögreglu höfuðborgarsvæðisins sem mynda óeirðasveit lögreglunnar. Já já tittlingaskítur ég veit það. En, eitt er nauðsynlegt að menn taki til athugunar. Lögregla var að verja stjórnarskránna þegar hún skipaði fólki í burtu úr alþingisgarðinum. Þeir sem hlýða ekki skipunum lögreglu og rjúfa starfsfrið Alþingis sem varin er af stjórnarskrá mega eiga von á því að lögregla framfylgji skipunum sínum með beitingu valds, enda hefur hún fullar lagalegar heimildir til þess. Á árinu 1000 þá lögðu menn niður vopn og ræddu saman á Alþingi í friði. Ekki margir sem börðu á "glugga" og potta og pönnur þá. Það hefur sýnt sig að hávaðinn er geigvænlegur fyrir framan húsið þar sem lögregla hefur ekki skipta sér af mómælendum. Að umkringja húsið og berja á rúðurnar var einfaldlega of langt gengið og ekki hægt annað en að bregðast við því.
Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 07:52
eitthvað segir mér að aðgerðir lögrelgunnar hafi einmitt verið til þess að fæla fólk frá að mótmæla.. ég trúi BB alveg til þess að gefa skipun um harkalegar aðgerðir til þess eins ..
Óskar Þorkelsson, 25.1.2009 kl. 10:09
Þessi "sómamaður" átti að yfirgefa þjóðarleikhúsið s.l. vor er hann varði skítverk föður síns með kjafti og klóm , og þar sem hann hvorki bar , né var látinn bera ábyrgð á bulli sínu um símahleranirnar , þá átti tröllið sem stal jólunum - Konni , að segja af sér , eða láta segja af sér , en hér á þessu öreyga skeri er slíkt ekki til siðs að menn axli ábyrgð , hvað þá pólitíska ábyrgð . Nei hér biðja menn ekki einu sinni afsökunar , svo segir þessi "sómamaður" Konni ; "Guð blessi Ísland"
Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 11:51
Runólfur Þórhallsson! Þú talar sem þú hafir ekki verið á staðnum , því þú talar ekki um staðreyndir málsins . En fyrst þú ert svo vel upplýstur um þessi mál , þá upplýsir þú kannski mig og aðra um það hvað eru friðsamleg mótmæli ? Eru það ófriðsamleg mótmæli að standa í 20-25 metra fjarlægð frá húsi og mótmæla skítnum sem þar er inni með hávaða ? Var búið að vísa fólki út úr Alþingisgarðinum 20 jan. , hafi svo verið vissu allir af því ? Er hægt að réttlæta það að handleggsbrjóta mann sem mótmælir með því að vera á mótmælastað hann hvorki hendir steinum né öðru , hann er á staðnum ? 36 ára gömul persónuleg reynsla mín segir mér það að ég muni aldrei líta á lögreglu sem menn sem ég geti litið upp til , því miður öðru nær . Að lokum vil ég taka framm að að sjálfsögðu er fullt af fyrirtaksmönnum innan lögreglunnar , en það sem lögreglustjóri og varðstjóri , sem viðtal var tekið við við Alþingishúsið , og birt í Kastljósi um kvöldið , slíkur "sannleikur" sem þessir menn létu frá sér urðu langt því frá til þess að bera klæði á vopnin , sérstaklega í ljósi þess að ég hringdi í Stefán Eiríksson að morgni 20.jan , og þetta varð svo útkoman , þennann mann á að láta fara á fyrsta degi er það kemur maður sem er mennskur og sest í dómsmálaráðherrastólinn , því þar er ekki mennskur maður .
Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 12:14
Takk Omar eg er mykid sammala ther thetta er einstagt og frabaert ,Islendingar eru fyrirmynda folk
ceres, 25.1.2009 kl. 12:38
Sæll Ómar. Gott hjá þér að vekja orð á því sem þú ert að upplifa í mótmælunum. Líðurinn skiptir víst engu máli. Ég held samt að þetta sé allt að koma. Skiptingin er framundan.
Baráttukveðjur. Sólveig Dagmar
au, 25.1.2009 kl. 14:31
Smá nú Bíbí smugu eygði,
sig þar undir valdið beygði,
frúnni stórri framhjá sveigði,
í forinni allan hann sig reigði.
Þorsteinn Briem, 25.1.2009 kl. 14:56
Tek heils hugar undir með þér Ómar. Þetta ætti að ná athygli langt út fyrir landssteinana (væri betri auglýsing en óskapnaður sá sem nokkrir óeirðaseggir stóður fyrir.)
Raunar er ég alveg rosalega ánægður almennt með landa mína í þessum mótmælum. Fæstir stunda ofbeldi og skemmdarverk. Í ljós hefur komið hversu þolgæði Íslendinga er mikið og æðruleysi. Megin þorri mótmælenda kemur fram í friðsemd og hefur réttmætar kröfur á lofti. Þótt fáeinir skemmi fyrir þá skín í gegn hin ágæta þjóðarsál Íslendinga. Og ég er afar stolltur, þrátt fyrir allt.
Höldum áfram á sömu friðsömu braut og sameinumst í uppbyggingu nýs og betra samfélags með réttlæti, gegnsæi og skýra aðgreiningu stjórnvaldsins að leiðarljósi. Möguleikar okkar eru miklir þá!
Eiríkur Sjóberg, 25.1.2009 kl. 16:54
Ég varð vitni að því þegar efnaárásin byrjaði. Það var ekki að sjá að nokkuð sérstakt væri í gangi í ganginum við glerhýsið. Hálfri mínútu síðar sá ég lögreglumenn úða ógeðinu langar leiðir út yfir hópinn. Það var ekki að sjá eða heyra að hópurinn fengi neina séstaka aðvörun. Fólkið hefði alltaf þurft þó nokkrar mínútur til þess að rýma ganginn, þvagan var það þétt.
Mér virðast mótmælendur hafa komið vel fram, það sem ég hef séð. Allt fór vel fram við Þjóðleikhúsið. Að vísu ruddust einhverjir inn með ólátum skilst mér. Mótmælendur eru þversnið af þeim hluta þjóðarinnar, sem vill breytingar, þannig að búast má við að nokkrir ofbeldismenn slæðist með.
Það var líka áhrifaríkt þegar mótmælendur gerðu hlé á öllum hávaða á meðan útför var gerð frá Dómkirkjunni.
Það var svipuð tillitssemi og þegar ég var einhvern tíma við útför. kirkjan var fullsetin og margir voru utandyra og fylgdust með um hátalarakefi. Skógarþrestir voru í trjánum og voru með háreysti, þannig að ég taldi mig varla myndu heyra ræðu prestsins. Þegar kom að ræðunni þögnuðu þeir allir sem einn, en voru samt sem áður kyrrir í trjánum.
Páll R. Steinarsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 17:17
Bendii á að hávaðinn í sundinu fyrir vestan húsið heyrðist ekki inn á þingfund og truflaði á engan hátt störf þingsins.
Ómar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 17:48
Snertirðu Björn þarna í keðjunni? Ég held að venjuleg sápa virki alveg. Smá mjólk í augun, táragas í lungun og þá ertu eins og nýsleginn túskildingur (worthless )
Rúnar Þór Þórarinsson, 26.1.2009 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.