27.1.2009 | 23:53
Kerfið hrundi undan eigin þunga.
Af hverju eru gerðar "atlögur" á borð við þá sem Sigurður Einarsson lýsir ? Væntanlega vegna þess að þeir sem atlöguna gera telja að hún muni bera árangur þar sem "bráðin" muni ekki standast atlöguna.
Íslenska fjármálakerfið þandist stjórnlaust út og varð því auðveldari bráð fyrir þá sem gátu hagnast á falli þess. Talað var um að betra væri ekki að gera ekkert uppskátt um það hve veikum fótum kerfið stóð miðað við það að baktryggingar íslenska Seðlabankans og ríkisins voru augljóslega aðeins brot af því sem þær hefðu þurft að vera.
Suss ! Suss !
Auðvitað þýddi ekkert að leyna þessum hrikalegum veikleikum kerfisins og jöklabréfanna, atlögumennirnir vissu þetta mæta vel.
Kerfið varð sífellt stærra og þyngra jafnframt því sem fjaraði undan því á sandinum sem það var byggt á og óveður brast á þar að auki.
Þetta minnir á Sovétkerfið sem á endanum hrundi undan eigin þunga.
Sérkennilegt er að Kaupþing skyldi, úr því að þörf var á að halda í hverja krónu til að verjast "atlögunni", lána 280 milljarða á sérlega óábyrgan hátt í aðdraganda hrunsins eins og átti að koma fram í Kompásþættinum sem aldrei var sýndur.
Og einkennilegt er hjá sjónvarpsstöð, sem berst í bökkum og þarf að velta fyrir sér hverri krónu, að eftir að hún er búin er að eyða peningum í þennan þátt þá skuli hún ekki nota hann.
Atlaga felldi íslenska kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega. Lipurlega í samhengi sett hjá þér.
Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.