Keðjan sem ekki má slitna.

Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hér á landi eru heimilin, fyrirtækin, bankarnir og sjóðirnir og ríkissjóður fjórir hlekkir í þessari keðju.

Allir hlekkirnar hafa veikst stórlega eftir að hlekkur bankanna brast. Það verður að mynda keðju til framtíðar þar sem allir hlekkirnir halda. Hver þeirra er nauðsynlegur fyrir hina og keðjuna alla.

Til að koma í veg fyrir að hlekkir heimila og fyrirtækja bresti verður að fá fé og fyrirgreiðslu frá bönkum, sjóðum og ríkissjóði. Það er ekki hægt að búa til fjármuni heldu neyðast menn til að færa fjármuni frá einum til annars.

Ef of hart er gengið að ríkissjóði, sem er þrátt fyrir allt sjóður okkar allra, þannig að hann komist í þrot fer allt í vaskinn og afleiðingarnar verða slæmar til framtíðar.

Vandinn er sá að finna gullnu leiðina sem tryggir að allir hlekkirnir haldi, þótt veikir séu.


mbl.is Seinkun á því að bankar standi á eigin fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristján: Það er nú heldur tilgangslaust úr þessu, aðallega vegna hinnar bévuðu 5% reglu, sem ég fæ ekki skilið hvers vegna sé ekki umdeildari. Alþingi lokaði á ný framboð í nafni vinnufriðar.

Allavega. Mér finnst það klikkaða við þetta allt að eiginfjárhlutfallið eigi að vera 10%. Aldrei ætla menn að læra af reynslunni. Með svona lágu eiginfjárhlutfalli er óhjákvæmilegt að þetta gerist aftur, það er algerlega 100% víst, eina spurningin er hvenær.

Ég giska á eftir sirka 80 ár, þegar þarþarnæsta kynslóð hefur gleymt því að þetta geti gerst. Þetta er ekki fyrsta bankakreppan, hún er bara heimslæg núna vegna þess að heimurinn er svo vel tengdur. Þetta er alltaf sama sagan og alltaf sömu ástæðurnar; að bönkum sé ekki gert skylt að geta borgað skuldir sínar.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Af hverju þarf endilega að vera kosta upp á þrjá banka væri einn eða tveir ekki nóg á meðan engin aurinn er til.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Saman hímdu á sakabekk,
sömu grísirnir trekk í trekk,
hirslur ríkis og hillur tómar,
og hann nú blankur Ómar.

Þorsteinn Briem, 29.1.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég er úr Mýrahreppi formæður mínar í átta liði bjuggu í hreppnum frá upphafi átjándu aldar. Þetta þýðir að "minni" mitt nær 250 ár aftur í tímann. Flestar sögurnar af þessum konum er eitthvað um fátækt. Nú stendur níunda kynslóðin frammi fyrir fátækt og að auki sem ekki hefur verið sl. 250 ár skuldir. Þetta er grundvallarbreyting.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 13:43

5 Smámynd: Offari

Það er rétt hjá þér Ómar enginn hlekkur má breggðast í þessu óstandi. Heimili landsins eru í raun veikasti hlekkurinn í dag.  Þann hlekk þarf að byggja upp til að hægt verði að styrkja hina hlekkina.

Offari, 29.1.2009 kl. 14:23

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Minni hans er megabiti,
á Mýrum enginn með viti,
ógnarlegur í öllum vírus,
ömmur dansa Vínarkrus.

Þorsteinn Briem, 29.1.2009 kl. 14:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslandshreyfingin hefur allt frá síðustu kosningum miðað við það að geta verið tilbúin hvenær sem er til að fara fram, teljist það vera málstað okkar til framdráttar sem eina græna flokksins sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri .

Eins og er hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um framboð.

Við gleðjumst yfir stórauknum áhuga á stefnumálum okkar fyrir tveimur árum um lýðræðisbyltingju og fylgjumst grannt með öðrum grasrótarhreyfingum utan þings með opnum huga.

Fyrir helgina sést hvaða mál stjórnin ætlar að bera fram og líka hvort áform VG um afnám 5% þröskuldsins ná í gegn. Þá fara mál að skýrast.

Íslandshreyfingin er skuldug eftir síðustu kosningar vegna þess hve stutt er milli kosninga.

Hreyfingin hefur því ekki átt krónu og mun ekki eiga í komandi kosningabaráttu.

Við sendum fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær sem ég skal setja niður hér í blogginu í kvöld.

Ómar Ragnarsson, 29.1.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband