Framsókn nýtir aðstöðu sína til hins ítrasta.

Framsóknarflokkurinn nýtir nú aðstöðu sína til hins ítrasta sér í hag í aðdraganda kosninganna. Flokkurinn er búinn að halda flokksþing sitt og lægja öldur og getur einbeitt sér að kosningunum án þess að þurfa að stússast í því vanþakkláta verkefni að stjórna landinu.

Á sama tíma eiga Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Frjálslyndi flokkurinn eftir að halda flokksþing sína og kjósa í stjórnir sínar með öllu því sem slíku fylgir, auk þess sem helstu forystumenn Samfylkingar þurfa að standa á haus í að stjórna hálfsokkinni þjóðarskútunni.

Framsókn ætlar að svínbeygja þessa flokka og láta Samfylkinguna svo sannarlega kaupa stjórnarsetuna dýru verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ekki?

JK (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Menn eru í stjórnmálum til að hafa áhrif, ekki satt?

Gísli Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Hvað er svona slæmt við þetta Ómar?

Vinnuumhverfi fyrir fyrirtækin sem berjast í bökkum öll sem ein, aðstoð við fjölskyldur landsins og vinna við nýja stjórnarskrá.

Það er ekki eins og það sé verið í sérhagsmunapólitík, þver öfugt.

Kristján Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 18:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ægileg hennar óráðsía,
Eygló rosa hún er pía,
ógnar dýran á eyeliner,
og ekki hún hengilmæn'er.

Þorsteinn Briem, 29.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband