Eldskírn Jóhönnu.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur gengið í gegnum margt á ferli sínum ekkert af því verður þó í líkingu við það sem blasir við henni nú. Það hefur komið fyrir marga stjórnmálaleiðtoga að vera í hálfgerðri pólitískri útlegð um lengri eða skemmri tíma. 

 Sumir af mestu stjórnmálaforingjum heimsins máttu þola að vera í skugganum í mörg ár. 

Winston Churchill var tvívegi í pólitískri útlegð, fyrst á milli heimsstyrjaldanna og síðan fyrstu fimm árin á eftir. En hans tími kom tvisvar. 

Charles De Gaulle fór í sjálfskipaða útlegð 1949-1958, tók við forystu Frakklands á ögurstundu og kom á stjórnarskrá sem hefur virkað ágætlega miðað við glundroðann 1945-1958.

Nú reynir til hins ítrasta á Jóhönnu því að það sáttasemjara-, leiðtoga og verkstjórnarhlutverk sem hún hefur tekið að sér er eitt hið erfiðast sem hægt er að hugsa sér, þótt til skamms tíma sé. 

Vonandi gengur henni vel, - þjóðin þarf á því að halda. Hennar tími er kominn, en hve lengi ?

Vísa til lagsins sem ég tileinkaði henni í bloggpistlinum "Saga Jóhönnu" í fyrrakvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrikalegt fær nú hól,
hún er á við De Gaulle,
vindur úr Davíð og Winston,
vinsæl er Jóka sem Aniston.

Þorsteinn Briem, 1.2.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband