1.2.2009 | 19:54
Hvert skref í rétta átt er sigur.
Ég hef ekki séð stjórnarsáttmálann allan ennþá en heyrt, að í honum sé ákvæði um að breyta kosningalögum í þá átt að leyfa persónukjör í alþingiskosningum. Þarna yrði um að ræða litla breytingu á 82. grein laganna, sem gæti komist fyrir í einni setningu.
Þetta yrði aðeins eitt skref í átt til aukis lýðræðis og ekki er gefið upp hve langt yrði gengið í þessu efni í komandi löggjöf.
Varla yrði þó hægt að ganga skemur en að leyfa framboðum að bjóða upp á persónukjör ef þau kjósa að gera það.
Eftir að ég hef ítrekað í blaðagreinum og útvarps- og sjónvarpsviðtölum gert þetta að einu af baráttumálum mínum gleður það mig mikið að þetta skuli vera komið á blað.
Þetta sýnist kannski ekki vera stórt skref, en miðað við kyrrstöðuna, sem hefur ríkt í þessum málum, er það stórt.
Nú vantar bara að hinn ósanngjarni 5% fylgisþröskuldur verði afnuminn, en í Silfri Egils í dag ítrekaði ég enn einu sinni hvernig þetta ákvæði gæti til dæmis snúist upp í það, ef miðað væri við fylgistölurnar 4% hjá Frjálslyndum og 4% hjá Íslandshreyfingunni í Þjóðarpúlsi Gallups nýlega, að 16000 kjósendur væru sviptir rétti til að eiga fulltrúa á þingi.
Það samsvarar næstum öllum greiddum atkvæðum í norðvesturkjördæmi og þætti ekki lýðræðislegt ef heilt kjördæmi fengi engan þingmann.
Lyklaskipti í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar.
Þorsteinn Briem, 1.2.2009 kl. 20:26
Nú mælist fylgið hjá ykkur og frjálslyndum uþb 3% hvort í einni könnun, og 4% sem vildu önnur ný framboð. Samtals yrði það einn tíundi kjósenda! Þessi þröskuldur verður að fara, ég vona innilega að svo hljóti að vera.
Friðrik Jónsson, 1.2.2009 kl. 20:41
Þorfinnur dvergur þótti klár,
þröskuldur var þó alltof hár,
um hann datt því Ómar smár,
og ansi varð þá kallinn sár.
Þorsteinn Briem, 1.2.2009 kl. 23:26
Steingrímur Joð fór til Bessastaða í dag á sínum gamla Volvo 142, Þ 2012, með diskabremsur og alles.
Þorsteinn Briem, 2.2.2009 kl. 00:01
Jag åkte ner till Stockholm och då fick jag se,
glänsande Porschar och BMW,
men jag har en kärra som är bättre ändå,
det är en Volvo 142.
Och bilen den går utav helvete,
jag blåser om varenda BMW,
däcken dom spinner när jag gasar på,
med min Volvo 142.
Solen den skiner på blåa skyn,
när jag åker bort från byn,
kör upp i 170, blåser om en Renault,
med min blåa 142.
Köra så långt söderut,
ända tills min motor är slut,
sätta upp ett tält och där ska vi bo,
jag och min Volvo 142.
Volvo 140 Series.
Þorsteinn Briem, 2.2.2009 kl. 00:27
Lagið um Volvo 142.
Lagið um Volvo 142, örlítið hraðara.
Þorsteinn Briem, 2.2.2009 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.