"Þegar jörðin þiðnar..." - Ný nöfn.

Í Kastljósinu var að enda stórgott viðtal við Björgu Thorarensen um stjórnlagaþing og stjórnarskrá. Fyrir fáum dögum var þetta nafn óþekkt meðað almennings. Þannig er um fjölda fólks sem nú sprettur upp á ýmsum sviðum og lætur að sér kveða. Mér fannst unun að hlusta á Björg.

Að sumu leyti ríkir svipað ástand hér og í austanverðri Evrópu þegar kommúnisminn riðaði til falls.

Hrafn Gunnlaugsson sagði mér eitt sinn frá því að þegar hann hefði verið á ferð í Sovétríkjunum um það leyti sem Glasnost og Perastroika voru að þíða hið helfrosna alræðisþjóðfélag hefði hann spurt heimamenn hvaða skoðun þeir hefðu á því sem væri að gerast.

Hann varð þess áskynja að margra áratuga kúgun hafði leitt til þess að fólk þorði ekki að tjá sig beint, og ef það fikraði sig í átt að því, sagðist það ekki segja neitt frá eigin brjósti um málið en bætti síðan við: "Á hinn bóginn er til rússneskt máltæki sem segir...."

Og í rússneskum máltækjum er úr nógu að moða.

Hrafn lagði sérstaklega á minnið eitt svarið við spurninguna um álit á ástandinu. Svarið var svona: "Ég vil ekkert segja um þetta mál frá eigin brjósti, en hins vegar er til alþekkt rússneskt máltæki sem er svona: Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."

Ég vil bæta við þetta og hafa orðtakið svona yfirfært á íslenskar aðstæður:
Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp og grasrótin blómstar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björg Thorarensen er eðaldama og sérfræðingur í stjórnarskrám, enda er hún prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Og hún var nýlega kjörin formaður nefndar Evrópuráðsins um bætt réttarfar í mannréttindamálum.

Ég mæli með bók sem hún gaf út fyrir hálfum mánuði og heitir Stjórnskipunarréttur - Mannréttindi.

Og að sjálfsögðu á Björg, ásamt fleirum, að endurskoða íslensku stjórnarskrána á þjóðfundinum nú í sumar.

Eftir að hafa búið í Rússlandi um tíma sé ég engan mun á Rússum og Íslendingum
en rússneskir vinir mínir segja flestir að Rússland þurfi sterkan leiðtoga til að halda saman þessu stærsta ríki heims með að minnsta kosti 100 þjóðum.

Íbúarnir eru um 140 milljónir og landið er 166 sinnum stærra en Ísland. Rússland er því fjölþjóðaríki en ein þjóð getur einnig búið í mörgum ríkjum.

Sjálfir gera Rússar óspart grín að Pútín en þeir eru ekki hrifnir af því að útlendingar hæðist að honum og Rússlandi. Og Íslendingum er yfirleitt ekki skemmt þegar útlendingar gera grín að Íslandi og íslensku fólki. Aftur á móti er í góðu lagi að við gerum það sjálfir.

Þorsteinn Briem, 5.2.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér er í fersku minni þegar við hjónin fórum akandi frá Ivalo í Finnlandi um Kolaskagann til Murmansk.

Í Murmansk gafst miklu betra tækifæri til að bera saman Ísland og Rússland heldur en með því að koma til milljónaborgarinnar Moskvu.

Það var sláandi hve lík viðhorf þessara tveggja þjóða, Íslendinga og Rússa, voru lík gagnvart útlendingum. Gríðarleg viðkvæmni og sárindi gagnvart gagnrýni gestanna og mikil þörf fyrir viðurkenningu útlendinganna.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2009 kl. 22:28

3 identicon

Spá mín rætist Sigmundur Ernir á leið í framboð. Þegar ég heyrði fyrst að hann væri búinn að missa vinnunna fékk ég strax á tilfinninguna að þetta væri hluti af tangarsókn fjórflokkanna til að halda haus í komandi kosningum. Fjölmiðlarnir hafa oft verið kallaðir fjórða valdið. Það er gaman fletta í albúmi liðinna ára og sjá öll þessi kunnuglegu andlit frá sjónvarpsstöðunum birtast í faðmi fjórir-flokkanna eins og að gáfur og innsæi séu í sama hlutfalli í einstaklingnum eins og hann nær að birtast oft á sjónvarpsskjánum. Þessi vildarleið frá sjónvarpi til áhrifa hvort heldur í pólitík eða sem upplýsingafulltrúi hjá fyrirtækjum er svo augljós að manni hryllir við. Gaman er að stilla upp hvert hinir haldi innan sjónvarpsstöðvanna t.d. Egill Helgason, og það sem eftir er af Kompásmönnum og aldnir og ungir sem hafa fengið þjálfun sína í uppeldisbúðunum innan veggja klíkuvirkisins. Allt hrós mitt að þessu sinni fær Silvur-Egils fyrir að bjóða ungu stórmenni að því er virðist óþekktu Viðari Þorsteinnssyni heimspekingi sem sýndi frábært innsæi á þá lágkúru sem er í dag lægsti samnefnari yfir framboðsmálefni flokkanna.Gaman sjá æskuna blómstra. Um þátt Agnesar Bragadóttir í sama þætti og af hversu litlu innsæi og miklu offorsi og virðingarleysi fyrir allt og öllu nema sjálfri sér og Mogganum æddi áfram með ýmsum hrakyrðum í garð Forseta Íslands að manni hreinlega krossbrá.

Baldvin Nielsen, Reykjanesnbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 01:17

4 identicon

,, voru að þíða hið helfrosna alræðisþjóðfélag " skrifar þú Ómar. Þá dettur mér í hug að við búum við nákvæmlega þannig ástand núna, þ.e.a.s. að við erum að þíða niður helfrosið alræðisþjóðfélag eftir 18 ára einokunarofstjórnarvaldatíð Sjálfstæðisflokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:31

5 Smámynd: Hlédís

Mér hefur þótt margt líkt með rússneskri og íslenskri undirgefni við "Aðal" af ýmsum sortum. Brandarar og málshættir það helsta sem þora að beita á kúgara sína. Sem kunnugt er geta Rússar þó risið upp á aftulappirnar, eins og púlshestur getur sparkað eða prjónað sé farið of illa að honum - of lengi. Svo mun einnig um Íslendinga.

Hlédís, 6.2.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband