Datt einhverjum annað í hug ?

Viðbrögð Davíðs Oddssonar voru fyrirsjáanleg og greinilegt að Davíð er kominn í gamalkunnan gír. Bréf hans er mjög beinskeytt og vopnaburður hans skæður. Það er rétt hjá Davíð að allir ráðherrar fyrrverandi ríkisstjórnar báru ábyrgð á því sem æðstu yfirvöld framkvæmdavaldins og hefðu því átt að segja af sér og ekki taka sæti í nýrri ríkisstjórn.

Enn og aftur er komið að því að best hefði verið að fá hér utanþingsstjórn.

Það er líka rétt hjá Davíð að upphaflega hugsunin í núgildandi lögum var að hafa Seðlabankann sem sjálfstæðastan og losa hann þannig undan áhrifavaldi frekra ríkisstjórna, eins og stjórn Davíðs var raunar sjálf.

Stóri gallinn við þessi lög var hins vegar sá að gera ekki strangari hæfniskröfur til aðalstjórnendanna og til að koma veg fyrir að stjórnmálamenn, sem skorti nauðsynlega menntun, veldust þar til forystu.

Davíð kvartar nú yfir hótunum gagnvart stofnun og embættismönnum og kemur sú kvörtun sannarlega úr glerhúsi manns, sem meira og oftar en nokkur annar beitti beinum og óbeinum hótunum til að koma sínu fram.

Á fyrstu mótmælafundunum í haust var afsögn Davíðs aðalkrafan, en síðan bættust við kröfur um afsögn ríkisstjórnarinnar og fjármálaeftirlitsins og kosningar.

Nú er krafan um brottvikningu Davíðs sú eina sem stendur aftur og mótmælin komin aftur á byrjunarreit.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eðlilegt að Davíð vilji ekki víkja úr sæti sem hann geymdi fyrir sig í langan tíma meðan hann var forsætisráðherra. Hann er eins og Mugabe, sjálfskipaður þótt óverðugur sé.

Matthías Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:50

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Að þessi maður skyldi hafa verið elskaður og dáður stjórnmálamaður er mér algjörlega óskilkjanlegt.

Nú þarf bókstaflega að moka manninum út...

Þór Jóhannesson, 8.2.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Sigurbjörg

Trúlega væri enn ríkisstjórn gamla ríkisstjórnin ef Davíð og co hefðu sagt af sér svo og Fjármálaeftirlitið.  Kosningar hefðu verið áfram verið óumflýanlegar en trúlega orðið seinni part mai mánaðar.

Sigurbjörg, 8.2.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru ekki lögin um seðalabanka (sem samþ. voru 2001 minnir mig) þannig að forsætisráðherra skipar seðlabankastóra og þarf ekki einu sinni að auglýsa stöðuna.

Nú, Davíð talar um í bréfinu að aðgerð Jóhönnu sé aðför að sjálfstæði bankanns ogsegir eitthvað á þá leið að slíkt þekkist hvergi í hinum vestræna heimi.

Það er einkennilegt að lesa slík skrif af manni sem í rauninni skipaði sjálfan sig seðlabannkastjóra.  Það er alveg örugglega einsdæmi í hinum vestræna heimi.

Annars finnst mér þetta mál allt fyrst og fremst sorglegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ótal dæmi eru merka stjórnmálaskörunga sem sátu að völdum of lengi og völdin spilltu. Þess vegna eru ákvæði í bandarískum lögum um að enginn forseti megi sitja lengur á valdastóli en átta ár..

De Gaulle kom til dæmis glæsilega til hjálpar Frökkum 1958 en 1968 var hann búinn að sitja of lengi og fór frá völdum á frekar snautlegan hátt.

Davíð átti glæsilegan feril lengi vel, einkum sem borgarstjóri þar sem leiftrandi gáfur hans, hnyttni og röggsöm framganga nutu sín vel.

Ef Davíð hefði hætt 4-5 árum fyrr en hann gerði yrðu eftirmæli um hann áreiðanlega allt önnur og nú stefnir í.

Ómar Ragnarsson, 8.2.2009 kl. 19:09

6 Smámynd: Sævar Helgason

Og á morgun mánudaginn 9.feb.´09 kl 8 og í óákveðinn tíma , mætir þjóðin með sín búsáhöld og slær hinn eina tón sem blífur- Seðlabankastjórann burt- strax. Ótrúlegur endir á skrautlegum ferli - eins manns.

Sævar Helgason, 8.2.2009 kl. 19:50

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú næsta víst að Davíð Oddsson ber miklu meiri ábyrgð á núverandi ástandi hér en síðasta ríkisstjórn, sem sat í 20 mánuði. Davíð var ráðherra í fjórtán ár og fimm mánuði á árunum 1991-2005, níu sinnum lengur en síðasta ríkisstjórn sat, og frá þeim tíma hefur hann verið seðlabankastjóri.

Og Seðlabakinn heyrir undir forsætisráðuneytið, nú Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra. Hún hefur nú lagt fram frumvarp um Seðlabankann, lögin taka strax gildi og þá verður núverandi bankastjórn Seðlabankans lögð niður. Jóhanna gaf bankastjórunum hins vegar kost á að hætta störfum áður en lögin taka gildi.

Ríkisstjórnir verða að geta varist vantrausti á Alþingi, því hér er þingræði, þannig að forseti Íslands verður að skipa ríkisstjórn í samræmi við vilja meirihluta Alþingis, og það er grundvallarregla í flestum lýðræðisríkjum.

Meirihluti kjósenda kaus Vinstri græna, Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn í síðustu alþingiskosningum og boðað hefur verið til alþingiskosninga í vor. Kominn er nýr forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra, og þar að auki eiga tveir utanþingsráðherrar sæti í núverandi ríkisstjórn, samkvæmt tillögu forseta Íslands.

Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 21:23

8 Smámynd: Dexter Morgan

Já, maður fær óneitanlega svona "bjánahroll". Er Davíð orðin eitthvert "ríki í ríkinu"? Ósnertanlegur ? Ef forsætisráðherra á ekki að geta rekið hann, hver þá ? Hann heldur eflaust að hann sé Keisarinn af Arnarhól, og það sé hans ríki, máttur og dýrð.

Nei, oft var þörf, nú er nauðsyn. Mótmæli við Seðlabankann þangað til hann hrökklast frá. Gefum honum 3 daga, og þá verður hann borinn út. Við getum kallað það "borgaralega" skyldu okkar. Við erum jú bara að hjálpa ríkisstjórninni með því.

Ef það þarf að borga upp samninginn hans, só bí itt, - það er best fyrir alla.

Dexter Morgan, 8.2.2009 kl. 21:33

9 identicon

Aðeins smá athugasemd Ómar. Wikipetia:Þjóðstjórn er ríkisstjórn sem mynduð er með aðild allra eða flestra þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á löggjafarþingi. Slíkar stjórnir eru yfirleitt myndaðar þegar alvarlegt kreppuástand eða stríðsástand ríkir og tryggja þarf stöðugleika. Samkvæmt skilgreiningu eru þjóðstjórnir því meirihlutastjórnir.

Slík stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi, 17. apríl 1939, með þátttöku Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi Bændaflokksins.

Þjóðstjórn hefði þýtt áframhaldandi forystu Sjálfstæðisflokksins. Hér er í raun meirihluta stjórn sbr. kosningu forseta Alþingis. Alla kosti þingstjórnar á að kanna áður en kemur til þjóðstjórnar. Menn verða að sjá hlutina í réttu ljósi, ekki ósvipað og þegar þarf að nauðlenda flugvél.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:33

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996:

34. grein. Nú er embætti lagt niður og skal þá embættismaður jafnan halda óbreyttum launakjörum er embættinu fylgdu í sex mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en 15 ár, en ella í tólf mánuði, enda hafi hann þá ekki hafnað öðru sambærilegu starfi, óháð því hvort það er á vegum ríkisins eða annars aðila."

Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 22:01

11 Smámynd: TARA

Kannski hugsar hann á þessa leið:

''Aldrei skal ég undan láta,

ekki úr banka labba.

Kannski ræður kerlingarskjáta,

en ekki yfir kónginum Dabba.''

TARA, 8.2.2009 kl. 22:26

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Babb er komið í báta,
Bubbi farinn að gráta,
en ekki mun þar undan láta,
sú óþæga forystuskjáta.

Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband