...hugsanlegrar breytingar..." Ekkert um þröskuldinn.

Enn er sleginn varnagli í sambandi við breytingar í tæka tíð vegna persónukjör í orðalagi tilkynningar þar að lútandi. Látum það vera. Þorkell Helgason er mætur og góður maður í þetta verk og það á að vera hægt að vinna hratt, skipulega og vel svo að breytingarnar verði ekki aðeins "hugsanlegar" heldur raunverulegar í næstu kosningum.

Af því að einn skráður stjórnmálaflokkur er utan þings og er því ekki með í samráðinu hjá Jóhönnu, en hefur þó í vetur barist mest fyrir þessu, hefði verið gaman að fá að vita eitthvað um það hvernig þetta mál gengur á meðan því vindur fram.

Athygli vekur hins vegar að ekkert virðist eiga að gera með 5% þröskuldinn, sem er miklu einfaldari aðgerð og engan veginn hægt að bera við tímaskorti varðandi það atriði.

Aðeins þarf að breyta einni prósenttölu til að ráða bót á þessu ákvæði eða í mesta lagi að breyta orðalagi í setningunni, sem við á, í þá veru að hvert það framboð sem fái hlutfallslega atkvæðamagn sem nemur þingsæti, skuli verða útlhutað í samræmi við það.

Upp geta komið aðstæður við núverandi fyrirkomulag sem ræni á að giska jafn marga kjósendur rétti á þingfylgi og nemur öllum kjósendum samanlagt í heilu kjördæmi. Þessu verður að breyta ef einhver meining er í lýðræðishjalinu.


mbl.is Undirbúa stjórnlagafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá Íslands:

31. grein. Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri hlutbundinni kosningu til fjögurra ára. ...

Öðrum þingsætum en kjördæmissætum skal ráðstafa í kjördæmi og úthluta þeim til jöfnunar milli stjórnmálasamtaka þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína. Þau stjórnmálasamtök koma þó ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa minnst fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu."

Lög nr. 77/1999 um breytingu á 31. grein Stjórnarskrárinnar.

Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Ómar

Ég er sammála þér um flest varðandi lýðræðismál nema þetta um 5% regluna. Reyndar finnst mér að það þurfi að gera eitthvað til að tryggja meira afgerandi að það séu kjósendur sem að velji ríkisstjórnir en ekki að flokksbrot á landsvísu eða borgarstjórn komi sér í oddastöðu og einmitt haldi lýðræðinu í gíslingu.

Ein leið væri að koma upp einmenningskjördæmum og þá myndum við fá afgerandi úrslit eins og algengt er í Ameríku og Bretlandi. Þannig færist hin hugmyndalega gróska inn í flokkana í stað þess að endalaust sé verið að stofna flokka um sértæk málefni.

                    Með góðri kveðju,

                                                            G

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.2.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi grein getur komið í veg fyrir að til dæmis fern stjórnmálasamtök með 4% atkvæða hvert á landinu öllu fái mann kosinn á Alþingi, samtals 16% atkvæða í kosningunum. Þannig hefðu tæplega þrjátíu þúsund atkvæða í síðustu alþingiskosningum ekki fengið neinn mann kjörinn á Alþingi.

Og það er ekki lýðræði, heldur það flokksræði sem hér hefur tíðkast.
Ný stjórnmálasamtök munu bjóða fram í alþingiskosningunum í vor og þau gætu fengið innan við 5% atkvæða hvert á landsvísu.

Alþingiskosningarnar 2007.

Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

En ég man eftir því að einum varð að orði eftir kosningar; "það skiptir ekki máli hvað ég kýs, ég er alltaf að kjósa Framsóknarflokkinn". Þeir komu sér alltaf í oddaaðstöðu og voru komnir með pálmann í hendurnar sitt á hvað eftir því hvort þeir litu til hægri eða vinstri. Það er ekki lýðræði. Við viljum geta sent afgerandi skilaboð um ríkisstjórn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.2.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hlustið á Eirík Tómasson í þessu Spegilsviðtali. Þetta er alveg mögulegt með lítilli fyrirhöfn.

Hlustið líka á Benedikt sem er fyrstur - Eiríkur kemur á eftir honum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef þið kjósið ekki Sjálfstæðisflokkinn verðið þið öll rekin af elliheimilinu," sagði forstöðumaðurinn og brosti svo fallega.

Framsóknarflokkurinn ræður alltaf en hann fær nú meira en 5% fylgi í alþingiskosningunum í vor.

Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 23:06

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ef kosið væri um fólk, frekar en flokk, væri þetta dautt mál. Þetta mál hefði aldrei átt að fá líf.

Villi Asgeirsson, 9.2.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband