8.2.2009 | 23:02
Ólíkar frændþjóðir.
Engin þjóð í heimi mun sleppa við að glíma við afleiðingar heimskreppunnar. Norðmenn hafa stundað afar varfærnislega og ábyrga efnahagsstjórn um árabil til að tryggja að komandi kynslóðir geti notið góðs af því sem olíugróðinn hefur fært þjóðinni, þótt olíulindirnar þverri.
Ekkert sambærilegt var gert hér á landi í "gróðærinu" nema að hluti af gróðanum var notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Á sama tíma jukust þó útgjöld ríkissjóðs meira en dæmi eru um á byggðu bóli og ekkert var gert í tíma til að auka við gjaldeyrissjóð Seðlabankans.
Öll efnahagsstjórn okkar var í hrópandi ósamræmi við ábyrga stjórn Norðmanna þegar við héldum uppi allt of háu gengi með hvata til lánsfjárfyllerís og eyðslu sem á sér ekki hliðstæðu í öðrum löndum.
Norðmenn hafa friðað vatnsföll sem samanlagt geta gefið meiri orku en öll óbeisluð vatnsorka Íslands til þess að geta skilað þeim ósnortnum í hendur komandi kynslóða. Samt gætu þessi vatnsföll gefið hreina og endurnýjanlega orku í stað þess að íslensku vatnsföllin fylla upp miðlunarlónin svo að numið getur heilu dölunum.
Af aðgerðum Norðmanna nú má ráða að þeir ætla sér ekki að ganga í varasjóðina sem þeir ætla afkomendum sínum.
Nú er svo komið að hér velta menn vöngum yfir því hvort týndi litli bróðir muni að nýju leita undir verndarvæng stóra bróður eins og 1262 þegar búið var að höggva skógana svo mjög að Íslendingar gátu ekki lengur haldið við skipaflota sínum og urðu að biðja Noregskonung um að gera það fyrir sig og játast um leið undir vald hans.
Óstýrilátu útrásarvíkingarnir sem fóru til Íslands virðast hafa skilað genum sínum til okkar í ríkum mæli. Þeir hjuggu skógana á Íslandi í "gróðæri" fyrstu alda Íslandsbyggðar og komu af stað mestu jarðvegseyðingu í Evrópu.
Þá varðaði ekkert um kynslóðir seinni alda, sem þurftu að taka við stórskertum landgæðum sem landið blæðir enn fyrir þúsund árum seinna.
Við virðumst ætla að haga okkur eins og þeir í þessu tilliti. Ætlum ekkert að læra.
Norðmenn efla bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skuldir Landsvirkjunar, sem er sameignarfélag í eigu ríkisins, voru 3,75 milljarðar Bandaríkjadala um mitt síðastliðið ár, um 430 milljarðar króna á núvirði.
Af þeirri upphæð þarf Landsvirkjun að greiða tugi milljarða króna í vexti árlega til útlanda og vextirnir hafa hækkað mikið undanfarna mánuði, þar sem lánshæfismat íslenska ríkisins versnaði mikið í haust og lánshæfismat Landsvirkjunar hefur verið lækkað jafn mikið og ríkissjóðs.
Vextir af erlendum lánum voru um 7% 1. október í haust, en ári áður voru þeir 4%, og 7% ársvextir af 430 milljarða króna láni eru um þrjátíu milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 8.2.2009 kl. 23:44
kannski tilviljun.. en Friðrik Sóf var í vélinni til noregs á fimmtudaginn var...
Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 00:17
Auðvitað. Konan hans er sendiherra í Noregi. En kannski hægt að spjalla eitthvað við Norsk Hydro í leiðinni út af endurnýjuðum áhuga þess fyrirtækis á íslenskri orku.
Ómar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 00:31
Norðmenn eru ríkir og hafa efni á þessu. Getum við ekki veðsett meintar olíulindir okkar á Drekasvæðinu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 00:32
"Ekkert sambærilegt var gert hér á landi í "gróðærinu" nema að hluti af gróðanum var notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs".
Þetta er ótrúlegur málflutningur hjá þér Ómar. Það var gert stórátak í að greiða niður erlendar skuldir og það talin ein arðbærasta fjárfesting sem völ var á fyrir "góðærispeningana".
Ef Norðmenn hefðu ekki olíulindir sínar, þá væri búið að virkja þessar sprænur þeirra fyrir löngu. Norðmenn voru líka áratugum á undan okkur í virkjana og stóriðjumálum. Þeir kláruðu þann pakka og voru snöggir að því. Reyndar heyrast háværar raddir í dag í Noregi, að þessi verndunarstefna sé engu að skila. Margir telja að þessa hreinu orku eigi að nýta, frekar en gasið sem þeir brenna til húshitunar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 00:40
norðmenn nýta ekki gas til húshitunar.. þeir selja það allt úr landi fyrir utan eitt gaskraftverk á vesturströndinni.. sem framleiðir rafmagn
Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 00:51
Skari, konan hans Frikka Sóf, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, varð sendiherra Íslands í Norge í fyrrasumar.
Frikki ætlaði að flytja til hennar í haust og hætta hjá Landsvirkjun en þá var nauðað í honum að vera þar áfram innsti koppur í búri til að reyna að bjarga fyrirtækinu vegna hruns á heimsmarkaðsverði áls og hækkandi vaxta af erlendum lánum Landsvirkjunar.
Ráðningarsamningur Frikka sem forstjóri Landsvirkjunar var því framlengdur til allt að tveggja ára frá 20.október síðastliðnum.
Og nú þambar hann þar gamlar birgðir af Sinalco.
"Sine" er latína og merkir "án".
Þorsteinn Briem, 9.2.2009 kl. 00:55
Rafmagn er notað til húshitunar Óskar. Mig minnir að Bergen sé öll hituð með gas-rafmagni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 00:58
þar er gaskraftverkið mitt komið ekki satt.. en þeir nota ekki gas til upphitunar húsa.. kannski óbeint..
Óskar Þorkelsson, 9.2.2009 kl. 00:59
Við Íslendingar virðumst seint ætla að læra af reynslunni -eigin eða annarra.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 01:01
Gunnar: oft hefur verið sagt að kapp sé best með forsjá. Eftir því fóru menn ekki í El Salvador. Þeir virkjuðu svo stórborgin og iðnfyrirtækin fengju rafmagn. Til þess söktu þeir helstu ræktarlöndum sínum. Nú þurfa þeir að flytja inn grænmeti það sem þeir áður gátu framleitt í fjöldann.
Það er kanski eitt af mörgu sem við þyrftum að skoða og huga að.
Hversu vitlaus viljum við vera. Heimsk eða forheimsk
Kristján Logason, 9.2.2009 kl. 01:15
Það eru mörg frjósöm lönd með nægt landrými sem ekki eru sjálfum sér næg í matvælaframleiðslu. Gott dæmi um það er Kúba, sem hefur verið betliþjóð frá því kommúnistar náðu þar völdum 1959. Enn þann dag í dag má sjá vinstrimenn um víða veröld lúta höfði í lotningu við veggspjöld fjöldamorðingjans Che, sem hjálpaði Castro til valda.
Mörg fleiri lönd má nefna, sem liðið hafa hungursneið vegna stjórnmálastefnu sinnar, reyndar nánast öll kommúnistaríka veraldarinnar
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 01:26
Gunnar.. það hreinlega skín af þér heimskan. Aðalástæða fyrir því að Kúba er illa á sig komin er af því að Bandaríkin hafa reynt að einangra þessa þjóð í hálfa öld. Bara nýlega hafa byrjuð einhver viðskipti milli Kúbu og annarra landa. Og Che Guevara er frelsishetja í hugum allra Suður-Ameríku búa og þá sérstaklega á Kúbu, og einnig meðal okkar sem erum aðeins eðlilegri í hausnum. Og ef þú heldur að kommúnusmi sé það versta þarftu ekki annað en að lýta á skuldir Íslands og Bandaríkjanna. Svo geturu alveg sleppt því að commenta aftur því ég nenni ekki að vera rífast á bloggsíðu við einhvern sem er svo tómur í hausnum að það bergmálar sama ruglið endalaust.
Örn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 02:31
Ekki vissi ég að þessi dóni, Örn væri farinn að stjórna athugasemdarkerfinu hjá Ómari Ragnarssyni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 03:05
Fráleitt er að alhæfa um það að það séu einkum kommúnistaríki sem fara illa með auðlindir sínar. Risaveldin stunduðu það í Kalda stríðinu að styðja hinar spilltustu einræðisstjórnir heims og gera það enn.
Gott dæmi er Miðbaugs-Gínea þar sem spillt einræðisstjórn forsetans og klíku hans mokar öllum olíugróðanum til sín en lætur eiganda hennar, þjóðina sjálfa, svelta heilu hungri.
Sjálfur hef ég tvívegis ferðast um Eþíópíu og fundið til með þessari þjóð sem hefur um áratuga skeið mátt þola lítt dulbúið alræði valdhafanna. Ekki var fyrr búið að steypa ókindinni kommúnisku Mengistu en að við tók lítið betri stjórn.
Sú stjórn er nógu klók til að koma sér í mjúkinn hjá Bandaríkjamönnum. Þegar órói Sómalíumegin við landamærin fór að verða ógnandi tók bandaríski flugherinn að sér að ráðast á uppreisnarmenn og slátra þeim.
Fram að því hafði verið hættulegt fyrir vestræna menn að vera á ferli Eþíópíumegin og þegar ég ferðaðist þar um fyrir þremur árum upplifði ég einstaka virðingu, sem Helgi Hróbjartsson trúboði naut þar um slóðir.
"Ef þú ert í fylgd með honum," sögðu menn, "verður ekki snert hár á höfði þínu." Sem var reyndar ekki hægt hvort eð er.
Í Eþíópíu grundvallast heljartök stjórnvalda á því að viðhalda skilgreindu hernaðarástandi milli Eþíópíu og Eritreu og réttlæta allt með því.
Í þessu landi sem er ellefu sinnum stærra en Ísland og 200 sinnum fjölmennara eru innan við tíu liltar flugvélar. Helgi átti á tímabili eina þeirra.
Ómar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 09:50
Þegar Kólumbus kom til Ameríku, (fyrst til eyjanna í karabíska hafinu 1492) þá lýsti hann þeim sem himnaríki á jörð. Lofstlag og öll náttúruleg skilyrði til lífsbjargar voru fullkomin. Mörg önnur lönd hafa líka allt til brunns að bera, t.d. N-Kórea. Í kommúnistaríkinu N-Kóreu hefur verið viðvarandi hungursneið og almennur skortur á öllum nauðsynjum. En stjórnvöld þar hafa samt efni á því að eyða peningum í þróun kjarnorkuvopna.
Eþíópía er að ég held harðbýlla land, en auðvitað væri ástandið þar ekki eins og það er, ef ekki væru þessi átök þar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.