"Illa felur eign slóð..."

Ég hef áður sagt frá sem Hrafn Gunnlaugsson sagði mér eftir ferðalag til Sovétríkjanna þegar Glasnost og Perastroika voru að byrja. 

Rússar voru orðnir vanir því vegna alræðiskúgunarinnar að passa það að láta ekki hafa neitt eftir sér sem gæti verið viðkvæmt en notuðu hins vegar alþekkta rússneska aðferð, að vitna í rússnestk máltæki. 

Á Íslandi gæti svona lagað falist í því að segja ekkert beint sjálfur, heldur vitna í ljóð eða skáldsögu.

Málefni íslensku sjóðanna á Tortola-eyju eru viðkvæm. Enginn skal talinn sekur nema sekt hans sé sönnuð. Um það vil ég ekkert segja en vitna í fleyg ummæli Vilmundar Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust".

Og svona í lokin get ég sagt frá því að ég hafi einu sinni heyrt vísu eftir ónefndan góðan skagfirskan hagyrðing. Læt hana flakka með, lítillega breytta, og vona að það sé óhætt, höfundarins vegna.

Hún er svona: 

 

Illa felur eigin slóð

auðvalds deli grófur. 

Áfram kvelur okkar þjóð

alger steliþjófur.


mbl.is Félög skráð á Tortola eru 136 talsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Geturðu komið við á Tortola á heimleiðini og tekið út fyrir mig örfáa miljarða svo ég hafi eitthvað klink til að leika mér með í þessu óstandi?  Miljarðarnir eru í sparisjóði auðmanna.og reiknisnúmerið er Dúfnahólar 10.   Reikniseigandi er Offari group sem er reyndar dótturfyrirtæki Offari holding sem er dóotturfyritæki Fjárfestingafélags Offara.

Taktu bara út eins mikið og þú getur troðið í töskuna.

Offari, 12.2.2009 kl. 11:18

2 identicon

Greinarnar tvær og listann yfir félögin má finna hérna:

http://tidarandinn.is/felogin-a-tortola

abba (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:59

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Offari ég ætti nú að geta séð um þetta fyrir þig rafrænt í gegnum reikninginn minn. Þú þarft ekkert að vera að senda hann Ómar langt út í hafsauga til þess Ég tek þó amk. 5% fyrir en þú þyrftir að borga Ómari fyrir flugið + þóknunina.

Guðni Karl Harðarson, 12.2.2009 kl. 12:55

4 identicon

"Sú endurtekna tugga að "græðgi og spilling" sé ráðandi í viðskiptageiranum er sífellt að fá svínslegri og ógeðfelldar mynd"

Jamm hættum að fóðra svínin í bónus !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:45

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á vogarskálar leggur lóð,
lífsins nautnaseggur,
fá Kanarífuglinn beitir bjóð,
á barnum línu leggur.

Þorsteinn Briem, 12.2.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband