Kreppan að koma til Kanarí.

Klörubar feb´09Kanarí 11.feb´09

Enn er fjör á Klörubar á Kanarí þar sem myndin hér fyrir ofan var tekin í morgun. Í gær röltum við með Finni Valdimarssyni og Ingibjörgu konu hans um helstu Íslendingaslóðir hér.

Á einum stað, þar sem venjulega hefur verið krökkt af fólki, var enginn í gærkvöldi. Það er billjarðstofa í miðbænum á Ensku ströndinni sem hin myndin er af hér á síðunni. Ástæðan: Kreppan er að byrja að sýna klærnar á Kanaríeyjum og það á eftir að verða verra.

Með hjálp konu minnar tókst mér undir forystu Helgu konu minnar að prútta forláta hleðslutæki fyrir myndavélar niður í brot af verðinu sem slík tæki kosta heima. Já, kreppan er komin hingað !  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á barnum hangir bara,
á bísann fer nú Klara,
á fyllerí hættur að fara,
formlega þar með Skara.

Þorsteinn Briem, 12.2.2009 kl. 16:29

3 identicon

Sæll Ómar, og hafðu það sem best á Kanarí.

Þar sem ég veit að þú munt af eðlislægri forvitni kanna fleiri bari á staðnum vil ég benda þér á einn sem heitir Gemini's, og er við „Laugaveginn". Þar hefur sami trúbadorinn haldið uppi fjörinu árum saman. Hann heitir Gary Lithgow, og fær gesti gjarna til að koma upp og syngja eitt lag eða svo. Þetta er vinalegur bar, þótt þeir eigi ekki almennilegan Skota, frekar en aðrir þarna suður frá. En þér er kannski sama um það.

Hörður

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband